Fiskrétturinn frá mömmu og pabba sem slegið hefur í gegn á Dalvík
20.01.2023
„Við erum með fisk á boðstólum tvisvar sinnum í viku og það segir sig auðvitað sjálft að hráefnið hérna er alltaf ferskt sem er auðvitað mikill kostur. Fiskurinn nýtur vinsælda hjá flestum og auk þess finnst mér alltaf gaman að elda fisk,“ segir Fanney Davíðsdóttir matráður í fiskvinnsluhúsi Samherja á Dalvík, sem gefur lesendum heimasíðunnar uppskrift af dýrindis fiskrétti sem nýtur mikilla vinsælda meðal starfsfólks fiskvinnsluhússins. Að jafnaði eru um 120 manns í mat hjá Fanneyju og hennar samstarfsfólki í mötuneytinu.