Fréttir

„Sjómennskan snýst um liðsheild“

Jóhann Pálsson Rist bátsmaður á Björgu EA 7 hefur verið sjómaður í rúmlega fjóra áratugi, þar af á nokkrum skipum Samherja í þrjá áratugi. Hann segir að sjómennskan hafi breyst mikið á þessum árum. Sjómennskunni fylgi óhjákvæmilega að vera stundum fjarri fjölskyldu og vinum á gleði- eða sorgarstundum.

„Hjálmakerfið var bylting í öryggismálum sjómanna“

Guðmundur Freyr Guðmundsson hefur verið skipstjóri á Björgu EA 7 frá því skipið kom nýtt til landsins fyrir nærri fimm árum síðan. „Maður er bara brosandi í brælum, enda eru þetta framúrskarandi skip á allan hátt,” segir Guðmundur Freyr.

Heimsins bestu fiskibollur eru reglulega í matinn á Björgu EA - kokkurinn deilir uppskriftinni -

Magnús Sævarsson kokkur á Björgu EA 7 hefur stundað sjómennsku í þrjá áratugi, þar af sem kokkur á skipum Samherja í um tuttugu ár. Hann hefur verið kokkur á Björgu frá því skipið kom nýtt til landsins, fyrir tæplega fimm árum síðan. Fiskur nýtur alltaf vinsælda hjá áhöfninni, enda hæg heimatökin fyrir kokkinn að nálgast ferskt hráefni. Magnús veitir lesendum samherji.is góðfúslega uppskrift að fiskibollum, sem alltaf falla vel í kramið hjá áhöfninni. „Þetta eru bestu fiskibollurnar í heiminum og svo er uppskriftin svo dásamlega einföld,“ segir Magnús.

Stækkun Silfurstjörnunnar í fullum gangi

Verklegar framkvæmdir við stækkun landeldisstöðvar Fiskeldis Samherja í Öxarfirði eru í fullum gangi. Tvöfalda á eldisrými og framleiðslu, þannig að framleiðslan verði um þrjú þúsund tonn á ári. Þegar er farið að móta fyrir fyrstu kerjunum en þau verða fimm talsins og um helmingi stærri en þau sem fyrir eru.

Hákon Þ. Guðmundsson í stjórn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi

Hákon Þ. Guðmundsson útgerðarstjóri Samherja var kjörinn í stjórn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) á ársfundi samtakanna, sem haldinn var föstudaginn 6. maí sl. Hann þekkir vel til SFS, var í stjórn 2019-2020 og hefur tekið þátt í málefnavinnu og stefnumótun á vegum samtakanna, meðal annars á sviði umhverfismála.

Hlutafjáraukning hjá Samherja fiskeldi ehf. upp á 3,5 milljarða króna og Alf-Helge Aarskog tekur sæti í stjórn

Hlutafé Samherja fiskeldis ehf. hefur verið aukið um 3.500 milljónir króna. Fjármagnið verður nýtt til uppbyggingar tilraunaverkefnis í Öxarfirði auk hönnunar og framkvæmda við 40 þúsund tonna eldisgarð í Auðlindagarðinum við Reykjanesvirkjun.

Umhverfisvænn samgöngusamningur fær góðar viðtökur. „Jákvæður hvati til að skilja bílinn eftir heima.“

Samherji býður nú starfsmönnum sínum að gera samgöngusamning, sem kveður á um mánaðarlegan styrk til þeirra sem nota vist- og heilsuvæna ferðamáta til og frá vinnu að jafnaði þrjá daga í viku. Miðað er við að sá sem gerir slíkan samning mæti til vinnu með öðrum hætti en á einkabíl.

Vilhelm Þorsteinsson EA og Börkur NK áberandi á Seafood Expo Global

Myndband um ný uppsjávarveiðiskip Samherja og Síldarvinnslunnar, Vilhelm Þorsteinsson EA 11 og Börk NK 122, var sýnt á alþjóðlegu sjávarútvegssýningunni Seafood Expo Global sem haldin var í Barcelona á Spáni í síðustu viku.

„Bás Samherja á pari við bestu veitingastaði í Barcelona“

Alþjóðlega sjávarútvegssýningin í Barcelona á Spáni, Seafood Expo Global, er að hluta til mikil matarhátíð, þar sem sýnendur kynna framleiðslu sína fyrir viðskiptavinum og öðrum gestum sýningarinnar. Einar Geirsson matreiðslumeistari veitingastaðarins RUB 23 á Akureyri hefur séð um matreiðsluna á básum Samherja um víða veröld í nærri tvo áratugi. Hann segir alltaf jafn skemmtilegt að vinna á alþjóðlegum sýningum, enda Samherji þekkt fyrirtæki fyrir gæði og góðar afurðir.

Samherji með veglegan bás á Seafood Expo Global

Alþjóðlega sjávarútvegssýningin í Barcelona á Spáni Seafood Expo Global opnaði í morgun og er Samherji þar með veglegan bás. Gústaf Baldvinsson framkvæmdastjóri Ice Fresh og Seagold segir sýninguna mikilvægan vettvang fyrir sölu- og markaðsstarfið. Ice Fresh Seafood og Seagold sjá um að selja afurðir Samherja og fleiri fyrirtækja um víða veröld.