„Sjávarútvegurinn er alþjóðleg hátæknigrein“
24.03.2022
Sunneva Ósk Guðmundsdóttir hefur verið gæðastjóri landvinnslu Samherja og Útgerðarfélags Akureyringa í um tvö ár. Hún segir starfið fjölbreytt og kröfur viðskipavina séu alltaf að aukast. Í grófum atriðum gangi gæðastjórnun út á að vinna samkvæmt ákveðnum stöðlum. Annars vegar þeim sem fyrirtækið setur og hins vegar óskum viðskiptavina víða um veröld. Rætt er við Sunnevu í sérstöku Akureyrarblaði í Morgunblaðinu í dag.