Hákon Þ. Guðmundsson í stjórn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi
16.05.2022
Hákon Þ. Guðmundsson útgerðarstjóri Samherja var kjörinn í stjórn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) á ársfundi samtakanna, sem haldinn var föstudaginn 6. maí sl. Hann þekkir vel til SFS, var í stjórn 2019-2020 og hefur tekið þátt í málefnavinnu og stefnumótun á vegum samtakanna, meðal annars á sviði umhverfismála.