Enginn í áhöfn Vilhelms Þorsteinssonar í land. Loðnan orðin hæf til manneldis.
14.01.2022
Vilhelm Þorsteinsson EA landaði í gær 2.060 tonnum í Neskaupstað og fer hluti aflans til manneldis í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar. Þetta var annar loðnutúr Vilhelms á árinu, skipið hélt aftur á loðnumiðin í morgun.