Fréttir

Gæðaeftirlitið fylgist með frá A til Ö

Til þess að framleiða heilnæmar gæðaafurðir þarf gæðaeftirlitið að vera virkt og stöðugt. Í fiskvinnsluhúsum ÚA á Akureyri og Samherja á Dalvík er mikil áhersla lögð á gæðaeftirlit, enda markmiðið að framleiða afurðir sem uppfylla ýtrustu væntingar og kröfur viðskiptavina. “Í raun og veru er okkur fátt óviðkomandi þegar gæðamál eru annars vegar,” segir Sólveig Hallgrímsdóttir í gæðaeftirlitinu á Dalvík.

“Þetta reddast” leiðin sniðgengin á Dalvík

Heimsfaraldurinn hafði eðlilega umtalsverð áhrif á starfsemi hátækni fiskvinnsluhúss Samherja á Dalvík, sem formlega tók til starfa fyrir rúmu ári síðan. Með nýjum búnaði og gerbreyttri tækni, komu engir utanaðkomandi sérfræðingar í húsið mánuðum saman. Áskoranir starfsfólksins voru því margar en samt sem áður var slegið framleiðslumet í fiskvinnslunni á Dalvík á síðasta fiskveiðiári. Yfirverkstjórinn segir að góður undirbúningur hafi skipt sköpum.

Baadermaðurinn sér um að vélarnar séu í toppstandi

Af og til sjáum við auglýst eftir Baadermönnum en sjálfsagt eru ekki allir alveg með það á hreinu hvað Baadermaður gerir í raun og veru. Starfsfólk í fiskvinnsluhúsum landsins veit hins vegar upp á hár hvað Baadermaður gerir og víst er að í fiskvinnsluhúsi ÚA á Akureyri þekkja allir Axel Aðalsteinsson, sem einmitt er Baadermaðurinn þar.

Andlát: Finnbogi Jónsson

Finnbogi Jónsson verkfræðingur og fyrrverandi stjórnarformaður Samherja lést þann níunda september síðastliðinn í Vancouver í Kanada. Finnbogi lét mjög að sér kveða í íslensku atvinnulífi og sat í stjórn fjölmargra félagasamtaka, fyrirtækja og stofnana.

Löndun úr Cuxhaven hefur margvísleg jákvæð áhrif á atvinnulífið

Hátt í átta hundruð tonnum af grálúðu var landað á Akureyri úr togaranum Cuxhaven NC 100 sem er í eigu Deutsche Fischfang Union í Þýskalandi. Skipstjórinn segir að slíkri löndum fylgi veruleg umsvif, enda sé leitað til margra á meðan skipið er í landi. Cuxhaven kom til Akureyrar aðfararnótt fimmtudags og strax um morguninn var hafist handa við löndun og aðra þjónustu um borð.

Loksins, loksins, geta starfsmannafélögin efnt til viðburða

“Já, já, svo að segja öll starfsemi hefur legið niðri hjá okkur síðan heimsfaraldurinn skall á af fullum þunga, þannig að það er mikil tilhlökkun hjá okkur að koma saman á nýjan leik, maður finnur það greinilega á fólki,” segir Ragnheiður Rut Friðgeirsdóttir formaður Fjörfisks, sem er starfsmannafélag Samherja á Dalvík.

Rafmagnstengingin er jákvætt skref í umhverfismálum

Vilhelm Þorsteinsson EA 11 – nýtt uppsjávarskip Samherja – kom til Neskaupstaðar í lok síðustu viku með um 850 tonn af makríl til vinnslu hjá fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar. Löndun úr skipinu markar jákvæð tímamót, notast var í fyrsta sinn við rafmagnsbúnað til að landtengja skip meðan þau landa hráefni í fiskiðjuverið. Með tilkomu búnaðarins er áætlað að olíunotkun skipa dragist saman um 300 þúsund lítra á ári. Kostnaður við verkefnið er á annað hundrað milljónir króna.

Aðstæður starfsfólks til mikillar fyrirmyndar

Fulltrúar Starfsgreinasambands Íslands kynntu sér starfsemi hátæknivinnsluhúss Samherja á Dalvík í dag en segja má að húsið hafi verið lokað svo mánuðum skiptir vegna heimsfaraldursins. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambands Íslands, sem jafnframt er formaður Einingar-Iðju, segir aðstæður starfsfólks í húsinu til mikillar fyrirmyndar.

Samherji eflir upplýsingaveitur félagsins

Karl Eskil Pálsson fjölmiðlamaður hefur verið ráðinn til Samherja og mun hann miðla fréttum á heimasíðu og samfélagsmiðlum félagsins, auk þess sem hann mun sinna innri vef Samherja þar sem upplýsingum og fræðsluefni er komið til starfsfólks. Þá mun hann hafa á sinni könnu ýmis önnur verkefni á sviði upplýsingamála.
Karl Eskil er reyndur fjölmiðlamaður. Hann starfaði í tvo áratugi á fréttastofu Rúv á Akureyri, var ritstjóri héraðsfréttablaðsins Vikudags, sjálfstæður blaðamaður og nú síðast
dagskrárgerðarmaður á sjónvarpsstöðinni N4 á Akureyri. Sjávarútvegur hefur verið helsta sérgrein hans í fjölmiðlun, einnig umfjöllun um viðskipta- og mannlíf í landinu, sérstaklega á landsbyggðinni.

Viðburðaríkt ár á Dalvík að baki

Í dag, miðvikudaginn 21. júlí, er síðasti vinnsludagur í nýja hátækni fiskvinnsluhúsinu á Dalvík fyrir langþráð sumarfrí.

Í ágúst í fyrra hófst vinnsla í nýju húsi og má með sanni segja að árið hafi verið mjög krefjandi og viðburðaríkt. Við þurftum að takast á við Covid-19 með öllum þeim takmörkunum og reglum sem því fylgdu. Á sama tíma opnuðum við nýja vinnsluhúsið með gerbreyttri tækni og tækjum. Allt starfsfólk þurfti að læra ný vinnubrögð....