Gæðaeftirlitið fylgist með frá A til Ö
23.09.2021
Til þess að framleiða heilnæmar gæðaafurðir þarf gæðaeftirlitið að vera virkt og stöðugt. Í fiskvinnsluhúsum ÚA á Akureyri og Samherja á Dalvík er mikil áhersla lögð á gæðaeftirlit, enda markmiðið að framleiða afurðir sem uppfylla ýtrustu væntingar og kröfur viðskiptavina. “Í raun og veru er okkur fátt óviðkomandi þegar gæðamál eru annars vegar,” segir Sólveig Hallgrímsdóttir í gæðaeftirlitinu á Dalvík.