Fréttir

Samherji Holding ehf. eykur hlut sinn í Eimskip

Samherji Holding ehf., félag tengt Samherja hf., jók í dag hlut sinn í Eimskipafélagi Íslands hf. (Eimskip) um 0,29% og á 30,28% hlutafjár í félaginu eftir viðskiptin. Samherji Holding hyggst nú gera öðrum hluthöfum í Eimskip tilboð í hluti þeirra eins og lög áskilja.

Ekkert í dagbókum fyrrverandi framkvæmdastjóra styður fullyrðingar hans í Ríkissjónvarpinu

Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri yfir starfsemi Samherja í Namibíu, hafði sumarið 2016 uppi áform um að fara á bak við Samherja og hefja rekstur í Namibíu með öðru útgerðarfyrirtæki. Ætlaði hann að nýta sér þau viðskiptasambönd sem félög tengd Samherja höfðu byggt upp í landinu. Við starfslok Jóhannesar fundust ítarleg minnisblöð sem hann hafði ritað við ýmis tilefni meðan hann stýrði útgerðinni í Namibíu. Ekkert í þessum minnisblöðum, sem eru eiginlegar dagbækur, styðja þær fullyrðingar sem hann setti fram í þættinum Kveik í Ríkissjónvarpinu.

Viljayfirlýsing undirrituð vegna kaupa á eignum Norðuráls í Helguvík

Norðurál og Samherji fiskeldi, sem er hluti af samstæðu Samherja, hafa skrifað undir viljayfirlýsingu í tengslum við kaup á eignum Norðuráls í Helguvík. Samherji fiskeldi er með möguleika til laxeldis á lóðinni til skoðunar.

Reksturinn traustur og stórum hluta afkomu varið í áframhaldandi uppbyggingu

Samherji hf. hagnaðist um rúmlega 9 milljarða króna á síðasta ári. Rekstrarniðurstaðan er í samræmi við væntingar stjórnenda. Sem fyrr er stórum hluta afkomu Samherja varið í fjárfestingar í þágu samstæðunnar. Þær veigamestu á árinu 2019 voru í nýju fiskvinnsluhúsi á Dalvík og smíði nýrra skipa. Fjárfestingar í nýjum skipum, tækjum og búnaði endurspegla eins og áður metnað til uppbyggingar Samherja og það markmið að starfsmenn vinni við framúrskarandi aðstæður hverju sinni.

Nýr þáttur um leigu á aflaheimildum í Namibíu

Settar hafa verið fram ásakanir um að félög tengd Samherja í Namibíu hafi leigt aflaheimildir í Namibíu á verði sem var langt undir markaðsverði. Athugun sem Samherji lét gera á verðlagningu kvóta í samningum ótengdra aðila staðfestir að félög tengd Samherja greiddu markaðsverð fyrir kvótann. Þetta er til umfjöllunar í nýjum þætti sem Samherji hefur látið framleiða.

Samherji greiddi markaðsverð fyrir kvótann í Namibíu

Eftir að norska lögmannsstofan Wikborg Rein lauk athugun sinni á starfsemi félaga sem tengjast Samherja í Namibíu 28. júlí sl. og kynnti skýrslu sína fyrir stjórn Samherja, hefur félagið með ýmsum hætti opinberlega leiðrétt og hrakið þær ásakanir sem á það hafa verið bornar.

Styttist í afhendingu á nýju uppsjávarskipi Samherja

Hið nýja og stórglæsilega uppsjávarskip Samherja Vilhelm Þorsteinsson EA 11 er væntanlegt til landsins um næstu áramót en skipið er í smíðum hjá Karstensens skipasmíðastöðinni í Skagen í Danmörku.

Umfjöllun um hátækni í nýju vinnsluhúsi Samherja

Í nýju sjónvarpsinnslagi er fjallað á stuttan en greinargóðan hátt um nýtt vinnsluhús Samherja á Dalvík og þann hátæknibúnað sem notaður er í húsinu.

Kæra Samherja verður prófraun fyrir útvarpsstjóra

Fjallað er um siðareglur Ríkisútvarpsins og viðbrögð við kæru Samherja í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag. Þar kemur fram að málið verði prófraun fyrir útvarpsstjóra og varpað er fram þeirri spurningu hvort útvarpsstjóri taki hagsmuni starfsmanna sinna fram yfir hagsmuni eigenda Ríkisútvarpsins.

Rangfærslur um Cape Cod leiðréttar í nýjum þætti Samherja

Í nýjum þætti Samherja er fjallað um félagið Cape Cod. Í þættinum eru leiðréttar rangfærslur um félagið og tilgang þess, sem komu fram í sjónvarpsþættinum Kveik þar sem fjallað var um starfsemi Samherja í Namibíu.