Fréttir

Engar lögregluaðgerðir gegn starfsfólki

Namibísk stjórnvöld hafa engar tilraunir gert til að hafa afskipti af núverandi eða fyrrverandi starfsmönnum félaga tengdum Samherja. Hvorki á eigin vegum eða í gegnum samstarf við önnur ríki. Fréttaflutningur um að namibísk stjórnvöld vilji ná tali af nokkrum núverandi og fyrrverandi starfsmönnum Samherja er því mjög villandi.
Ríkisútvarpið greindi frá því í gær að namibísk löggæsluyfirvöld hefðu reynt um nokkurt skeið að afla upplýsinga um dvalarstað tveggja nafngreindra starfsmanna félaga tengdum Samherja í því skyni að fá þá framselda til Namibíu. Fréttin er byggð á yfirlýsingu namibísks lögreglumanns sem var lögð fram fyrir þarlendan dómstól. Þá voru nokkrir núverandi og fyrrverandi starfsmenn til viðbótar nafngreindir í fréttinni.

RÚV ruglar saman veltu og ágóða - kyrrsetning Heinaste felld úr gildi

Ríkisútvarpið sneri hugtökum á haus í fréttaflutningi síðustu daga um kyrrsetningu eigna félaga sem tengjast Samherja í Namibíu. Núna hefur kyrrsetning á verðmætustu eigninni, togaranum Heinaste, verið felld úr gildi og togarinn seldur til namibíska útgerðarfyrirtækisins Tunacor Fisheries.
Undanfarna mánuði hefur verið unnið að því í nánu samráði við namibísk stjórnvöld að leggja niður starfsemi í Namibíu á vegum félaga sem tengjast Samherja. Hluti af þessari vinnu laut að kyrrsetningu togarans Heinaste. Bréf um afléttingu kyrrsetningarinnar var undirritað af ríkissaksóknara Namibíu í gær samhliða sölu skipsins. Aðrar eignir í Namibíu, sem eru óverulegar, sæta enn kyrrsetningu en mál tengd þeim verða leyst á komandi mánuðum í samráði við stjórnvöld.

Um ánægðar áhafnir sem koma heilar heim til fjölskyldu og vina

-Nokkur orð frá skipstjórnendum Samherja vegna umræðu síðustu daga.

Vegna umræðu í fjölmiðlum síðustu daga vilja undirritaðir, skipstjórnarmenn hjá Samherja, koma eftirfarandi á framfæri:
Við viljum byrja á því að taka það skýrt fram að við ætlum ekki að leggja mat á mál skipstjóra Júlíusar Geirmundssonar og áhafnar hans. Það mál – sem er fordæmalaust á fordæmalausum tímum – þarfnast vissulega ítarlegrar skoðunar, því svona nokkuð má aldrei gerast aftur. Málið er í sínum rétta farvegi – í Sjóprófum – og við bíðum niðurstöðu þeirra.

Veiðar og varðveisla á lifandi fiski

Samherji hefur fest kaup á uppsjávarskipi og stendur til að breyta skipinu fyrir bolfiskveiðar þar sem sú nýjung bætist við að hægt verður að dæla fiski um borð og geyma lifandi í sér útbúnum tönkum. Þetta fyrirkomulag býður upp á mun meiri sveigjanleika í meðferð aflans og betri stýringu vinnuálags um borð og í landi.

Seðlabanki Íslands dæmdur til að greiða forstjóra Samherja bætur

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Seðlabanka Íslands til að greiða Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, skaða- og miskabætur fyrir að hafa gert honum sekt vegna brota á gjaldeyrisreglum. Seðlabankinn var hins vegar sýknaður af kröfum Samherja hf. í öðru máli. Þegar hefur verið tekin ákvörðun um áfrýjun þess dóms til Landsréttar.

Samherji eignast helming hlutafjár í Aquanor Marketing

Samherji hefur gengið frá samningi um kaup á 50% hlut í Aquanor Marketing, Inc. í Boston, sem flytur inn, markaðssetur og selur ferskar sjávarafurðir í hæsta gæðaflokki í Bandaríkjunum.

Samherji Holding ehf. eykur hlut sinn í Eimskip

Samherji Holding ehf., félag tengt Samherja hf., jók í dag hlut sinn í Eimskipafélagi Íslands hf. (Eimskip) um 0,29% og á 30,28% hlutafjár í félaginu eftir viðskiptin. Samherji Holding hyggst nú gera öðrum hluthöfum í Eimskip tilboð í hluti þeirra eins og lög áskilja.

Ekkert í dagbókum fyrrverandi framkvæmdastjóra styður fullyrðingar hans í Ríkissjónvarpinu

Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri yfir starfsemi Samherja í Namibíu, hafði sumarið 2016 uppi áform um að fara á bak við Samherja og hefja rekstur í Namibíu með öðru útgerðarfyrirtæki. Ætlaði hann að nýta sér þau viðskiptasambönd sem félög tengd Samherja höfðu byggt upp í landinu. Við starfslok Jóhannesar fundust ítarleg minnisblöð sem hann hafði ritað við ýmis tilefni meðan hann stýrði útgerðinni í Namibíu. Ekkert í þessum minnisblöðum, sem eru eiginlegar dagbækur, styðja þær fullyrðingar sem hann setti fram í þættinum Kveik í Ríkissjónvarpinu.

Viljayfirlýsing undirrituð vegna kaupa á eignum Norðuráls í Helguvík

Norðurál og Samherji fiskeldi, sem er hluti af samstæðu Samherja, hafa skrifað undir viljayfirlýsingu í tengslum við kaup á eignum Norðuráls í Helguvík. Samherji fiskeldi er með möguleika til laxeldis á lóðinni til skoðunar.

Reksturinn traustur og stórum hluta afkomu varið í áframhaldandi uppbyggingu

Samherji hf. hagnaðist um rúmlega 9 milljarða króna á síðasta ári. Rekstrarniðurstaðan er í samræmi við væntingar stjórnenda. Sem fyrr er stórum hluta afkomu Samherja varið í fjárfestingar í þágu samstæðunnar. Þær veigamestu á árinu 2019 voru í nýju fiskvinnsluhúsi á Dalvík og smíði nýrra skipa. Fjárfestingar í nýjum skipum, tækjum og búnaði endurspegla eins og áður metnað til uppbyggingar Samherja og það markmið að starfsmenn vinni við framúrskarandi aðstæður hverju sinni.