Engar lögregluaðgerðir gegn starfsfólki
03.12.2020
Namibísk stjórnvöld hafa engar tilraunir gert til að hafa afskipti af núverandi eða fyrrverandi starfsmönnum félaga tengdum Samherja. Hvorki á eigin vegum eða í gegnum samstarf við önnur ríki. Fréttaflutningur um að namibísk stjórnvöld vilji ná tali af nokkrum núverandi og fyrrverandi starfsmönnum Samherja er því mjög villandi.
Ríkisútvarpið greindi frá því í gær að namibísk löggæsluyfirvöld hefðu reynt um nokkurt skeið að afla upplýsinga um dvalarstað tveggja nafngreindra starfsmanna félaga tengdum Samherja í því skyni að fá þá framselda til Namibíu. Fréttin er byggð á yfirlýsingu namibísks lögreglumanns sem var lögð fram fyrir þarlendan dómstól. Þá voru nokkrir núverandi og fyrrverandi starfsmenn til viðbótar nafngreindir í fréttinni.
Ríkisútvarpið greindi frá því í gær að namibísk löggæsluyfirvöld hefðu reynt um nokkurt skeið að afla upplýsinga um dvalarstað tveggja nafngreindra starfsmanna félaga tengdum Samherja í því skyni að fá þá framselda til Namibíu. Fréttin er byggð á yfirlýsingu namibísks lögreglumanns sem var lögð fram fyrir þarlendan dómstól. Þá voru nokkrir núverandi og fyrrverandi starfsmenn til viðbótar nafngreindir í fréttinni.