Ekkert óvænt í málaferlum í Namibíu
05.02.2021
Greint var frá því í morgun að saksóknari hygðist gefa út ákæru á hendur þremur namibískum félögum sem tengjast Samherja í máli sem nú er rekið fyrir dómstólum í Windhoek í Namibíu. Á þriðja tug namibískra ríkisborgara eru sakborningar í málinu en við fyrirtöku í morgun var greint var frá því að saksóknari hefði í hyggju að bæta við ákæru á hendur á þremur namibískum félögum sem tengjast Samherja og stjórnendum þeirra. Samkvæmt namibískum lögum leiðir ákæra á hendur þessum fyrirtækjum sjálfkrafa til þess að stjórnendur þeirra sæta ákæru vegna stöðu sinnar.