Fréttir

Björgvin EA heldur til veiða eftir endurbætur

Togarinn Björgvin EA 311 hefur verið í slipp síðustu vikur þar sem sinnt hefur verið ýmis konar viðhaldi á skipinu. Stærstu verkþættir voru upptekt á aðalvél og viðhald á spilkerfi, þvottur og málun skipsins, ásamt ýmsum smáverkum. Verkið var unnið hjá Slippnum Akureyri og heldur skipið til veiða í dag.

Oddeyrin EA komin til Akureyrar, skipið getur geymt lifandi fisk í tönkum

- Skipið hefur þegar vakið mikla athygli í alþjóðlegum sjávarútvegi

Tímamót urðu í sögu Samherja í dag og þar með íslenskum sjávarútvegi, er Oddeyrin EA kom til Akureyrar eftir gagngerar breytingar á skipinu í dönsku skipasmíðastöðinni Karstensens. Samherji keypti uppsjávarveiðiskip og lét breyta því fyrir bolfiskveiðar, jafnframt verður hægt að dæla fiski um borð og geyma lifandi í sér útbúnum tönkum.

Tillaga að matsáætlun vegna eldisgarðs


YFIRLÝSING OG AFSÖKUN FRÁ SAMHERJA

Í eftirfarandi yfirlýsingu vill Samherji hf. leitast við að gera grein fyrir sjónarmiðum sínum í svokölluðu Namibíumáli og jafnframt gera grein fyrir nokkrum helstu niðurstöðum úr rannsókn norsku lögmannsstofunnar Wikborg Rein. Fyrir alllöngu stóð til að kynna þær niðurstöður fyrir íslenskum stjórnvöldum en af alkunnum ástæðum hefur því ítrekað verið frestað. Þótt enn hafi ekki orðið af þeirri kynningu þykir nú rétt að gera grein fyrir athugasemdum Samherja varðandi helstu niðurstöður rannsóknarinnar.

Áform um nýja fiskeldisstöð á Reykjanesi í myndum

Samherji fiskeldi áformar að byggja upp allt að 40.000 tonna landeldi á laxi í þremur áföngum á næstu 11 árum. Landeldisstöðin verður staðsett í Auðlindagarðinum við Reykjanesvirkjun og mun samanstanda af seiðastöð, áframeldisstöð og frumvinnsluhúsi ásamt þjónustubyggingum.
Hér er tengill á myndband sem sýnir þessi áform og hér neðar .....

Samherji fiskeldi og HS Orka undirrita samning vegna landeldis í Auðlindagarði á Reykjanesi

Samherji fiskeldi ehf. hefur gert samninga við HS Orku um uppbyggingu laxeldis á landi í Auðlindagarðinum við Reykjanesvirkjun. Markmiðið með landeldinu er að framleiða heilnæma gæða vöru með lágu vistspori. Félagið hefur tryggt sér aðgang að sjó og raforku til að framleiða allt að 40 þúsund tonn af laxi á landi árlega auk þess sem nýttur verður ylsjór sem er affall frá kælingu Reykjanesvirkjunar. Þá hefur Samherji fiskeldi samið við landeigendur vegna uppbyggingarinnar.
Almennur kynningarfundur verður um verkefnið í .....

Til hamingju með daginn sjómenn!

Fróðlegt viðtal í tilefni Sjómannadags.
Í nýjustu útgáfu Skessuhorns, fréttaveitu Vesturlands er fróðlegt og skemmtilegt viðtal við Sigurð Ólaf Þorvarðarson skipstjóra. Sigurður hefur komið víða við á ferli sínum og unnið hjá útgerðum tengdum Samherja um árabil. Sigurður sem er uppalinn á Grundarfirði segir í viðtalinu frá .....

Harðbakur landaði fullfermi og rauf 3000 tonna múrinn

„Fast þeir sóttu sjóinn,“ segir í þekktu dægurlagi og víst er að áhöfn Harðbaks EA, ísfisksskips Útgerðarfélags Akureyringa, gerir það.
Harðbakur landaði fullfermi á Dalvík snemma í morgun, um 90 tonnum af slægðum fikski, aðallega þorski. Skipstjórinn segir að það hafi verið dásamleg tilfinning að sigla inn Eyjafjörðinn í veðurblíðunni með góðan afla.

Cuxhaven landar fullfermi á Akureyri

Togarinn Cuxhaven NC 100 kom til Akureyrar í morgun með um 300 tonn af ferskum fiski, aðallega þorski sem veiddur var við Grænland. Hráefnið fer til vinnslu í fiskvinnslu Útgerðarfélags Akureyringa og fiskvinnslu Samherja á Dalvík og verður fullunnin vara komin til erlendra kaupenda eftir örfáa daga.

Listaverkið Hvítserkur við fiskvinnsluna á Dalvík

Þegar sumarið lét loksins sjá sig á Norðurlandi var gengið frá uppsetningu á glæsilegu listaverki framan við hið nýja fiskvinnsluhús Samherja á Dalvík. Listaverkið sem um ræðir heitir Hvítserkur eftir listakonuna Brynhildi Þorgeirsdóttur.
Við hönnun hússins var lögð sérstök áhersla á að aðbúnaður starfsfólks væri sem allra bestur. Hljóðvist og lýsing eru einstök í húsinu og allt aðgengi og aðstaða starfsfólks eins og best verður á kosið. Hluti af hönnuninni var......