Björgvin EA heldur til veiða eftir endurbætur
16.07.2021
Togarinn Björgvin EA 311 hefur verið í slipp síðustu vikur þar sem sinnt hefur verið ýmis konar viðhaldi á skipinu. Stærstu verkþættir voru upptekt á aðalvél og viðhald á spilkerfi, þvottur og málun skipsins, ásamt ýmsum smáverkum. Verkið var unnið hjá Slippnum Akureyri og heldur skipið til veiða í dag.