Fréttir

Nýr Vilhelm er kominn til landsins

Vilhelm Þorsteinsson EA 11, nýtt skip til uppsjávarveiða sem var smíðað sérstaklega fyrir Samherja, sigldi inn Eyjafjörðinn í fyrsta sinn í gær. Vilhelm Þorsteinsson er stórt, glæsilegt og fullkomið skip, 89 metrar á lengd og 16,6 metrar á breidd. Burðargetan er vel yfir þrjú þúsund tonn í þrettán lestartönkum þar sem aflinn verður kældur niður til að sem best hráefni komi að landi.

Vilhelm Þorsteinsson EA er kominn í íslenska lögsögu

Vilhelm Þorsteinsson EA 11 sigldi inn fyrir 200 mílna lögsögu Íslands í morgun og voru þessar fallegu myndir teknar við það tilefni. Myndatökumaður var Árni Rúnar Hrólfsson. Skipið mun koma til heimahafnar á Akureyri kl.10.00 á laugardagsmorgun og leggjast að við Togarabryggjuna. Vegna sóttvarnarráðstafana verður því miður ekki hægt að hafa skipið til sýnis að svo stöddu en fyrir áhugasama minnum við á klukkutíma þátt á sjónvarpsstöðinni N4 sem sýndur verður á mánudaginn annan í páskum kl. 20.00.

Helgi Seljan fundinn sekur um alvarlegt brot vegna skrifa um Samherja

Siðanefnd Ríkisútvarpsins telur að fréttamaðurinn Helgi Seljan hafi brotið siðareglur RÚV með ummælum sínum um Samherja. Telur nefndin að ýmis ummæli hans sem höfðu að geyma „skýra og persónulega afstöðu“ um málefni Samherja feli í sér „alvarlegt brot“ gegn siðareglunum. Þetta er niðurstaða úrskurðar siðanefndarinnar sem kveðinn var upp í dag.

Fersk afurð tilbúin til afhendingar innan við klukkustund frá löndun

Í nýju kynningarmyndbandi fyrir vinnslu á ferskum fiski í hátæknivinnsluhúsi Samherja á Dalvík er farið ítarlega yfir allt vinnsluferlið frá því að fisknum er landað beint úr skipum Samherja í vinnsluhúsið og þangað til ferskum afurðum er pakkað eftir kröfum viðskiptavina og þær tilbúnar til afhendingar.

Engin skattrannsókn í Færeyjum

Engin skattrannsókn er hafin á hendur Samherja í Færeyjum. Samherji fékk það staðfest hjá Eyðun Mørkør yfirmanni færeyska skattsins, TAKS. Fréttir Ríkisútvarpsins í gær um skattrannsókn í Færeyjum eru því rangar og byggja á rangtúlkun og útúrsnúningi á ummælum Mørkør í viðtali við Kringvarp Føroya. Hefur Samherji þegar sent fréttastofu Ríkisútvarpsins beiðni um að fréttirnar verði leiðréttar.

Fyrrverandi framkvæmdastjóri kærður til lögreglu

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur lagt fram kæru hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á hendur Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra félaga sem tengjast Samherja og ráku útgerð í Namibíu, fyrir rangar sakargiftir vegna fullyrðinga um tilraun til manndráps og frelsissviptingar.

Ítarlegt viðtal við forstjóra Samherja

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er í ítarlegu viðtali í Markaðnum í Fréttablaðinu í dag. Í viðtalinu fjallar Þorsteinn Már meðal annars um fyrirhugaða skráningu Síldarvinnslunnar á almennan hlutabréfamarkað, áform Samherja um uppbyggingu á landeldi í Helguvík og hvernig rannsóknir á svæðinu hafa gengið, breytingar á rekstrarumhverfi sjávarútvegsins á Íslandi og á alþjóðlegum vettvangi og vöxt laxeldisfyrirtækja hér á landi sem hann telur að verði á meðal stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins í fyllingu tímans

Bréf til starfsmanna

Ágætu samstarfsmenn.

Í gær hélt Ríkisútvarpið áfram aðför sinni að Samherja með umfjöllun sem var að vanda með nokkrum ólíkindum. Þar voru á víxl endurunnar gamlar fréttir frá Kýpur, dregnir fram á sjónarsviðið endurskoðendur sem settu alls kyns fullyrðingar fram án rökstuðnings og loks var fundinn til nýr Namibíumaður sem enginn innan Samherja hefur heyrt getið fyrr en nú.

Óljósar aðdróttanir Ríkisútvarpsins

Síðastliðinn mánudag barst Samherja fyrirspurn frá fréttamönnum Ríkisútvarpsins vegna fyrirhugaðrar umfjöllunar „um starfsemi og umsvif Samherja á Kýpur“ í þættinum Kveik. Með fylgdi örstutt lýsing á efnistökunum í umræddum þætti, sem til stendur að sýna í kvöld, ásamt ósk um viðtal við forstjóra Samherja og fleiri nafngreinda starfsmenn. Í ljósi þess hvernig Ríkisútvarpið hefur fjallað um mál tengd Samherja í gegnum tíðina, þar sem farið hefur verið afar frjálslega með staðreyndir, upplýsingar slitnar úr samhengi eða beinlínis verið farið með rangt mál gegn betri vitund, var útilokað fyrir Samherja að verða við ósk um viðtal.

Ríkisútvarpið ritskoðar gagnrýni

Ríkisútvarpið hefur ritskoðað gagnrýni á eigin vinnubrögð með því að krefjast þess að Facebook taki niður nýtt myndband, sem Samherji lét framleiða, þar sem fjallað er um fréttamat og vinnubrögð fréttastofu RÚV. Ríkisútvarpið hefur ekki þolað þá hófstilltu gagnrýni sem kom fram í myndbandinu og í skjóli framsækinnar túlkunar á höfundarrétti krafðist stofnunin þess að Facebook tæki myndbandið niður. Varð Facebook við kröfunni í gærkvöldi.