Rafmagnstengingin er jákvætt skref í umhverfismálum
06.09.2021
Vilhelm Þorsteinsson EA 11 – nýtt uppsjávarskip Samherja – kom til Neskaupstaðar í lok síðustu viku með um 850 tonn af makríl til vinnslu hjá fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar. Löndun úr skipinu markar jákvæð tímamót, notast var í fyrsta sinn við rafmagnsbúnað til að landtengja skip meðan þau landa hráefni í fiskiðjuverið. Með tilkomu búnaðarins er áætlað að olíunotkun skipa dragist saman um 300 þúsund lítra á ári. Kostnaður við verkefnið er á annað hundrað milljónir króna.