Samherji stækkar landeldisstöðina í Öxarfirði
12.10.2021
Stjórn Samherja fiskeldis hefur ákveðið að stækka landeldisstöð félagsins í Öxarfirði um helming, þannig að framleiðslan verði um þrjú þúsund tonn af laxi á ári. Áætlaður kostnaður er um einn og hálfur milljarður króna. Framkvæmdastjóri Samherja fiskeldis segir miðað við að framkvæmdum verði lokið eftir um það bil eitt ár. Sem hluti af hringrásarhagkerfi eldisins, bættri nýtingu og kolefnisjöfnun er áformuð landgræðsla og síðar skógrækt á nærliggjandi jörð, sem Samherji hefur keypt vegna stækkunarinnar.