Markviss hráefnisstýring lykilatriði „Já, þetta getur verið stressandi“
20.12.2021
Hráefnisstýring er gríðarlega mikilvægur þáttur í starfsemi sjávarútvegsfyrirtækja. Veiðar, vinnsla og sala ferskra afurða þurfa að fara saman til þess að ná sem bestum árangri. Landvinnslur ÚA á Akureyri og Samherja á Dalvík þurfa samtals 140 til 200 tonn af fiski til vinnslu á dag. Fimm togarar félaganna sjá vinnslunum fyrir hráefni, veiðarnar þarf að skipuleggja með tilliti til afkastagetu vinnsluhúsanna og eftirspurnar á mörkuðum.