Fréttir

Látlausar brælur, samt unnið alla daga í landvinnslum

Svo að segja látlausar brælur á miðunum hafa sett stórt strik í reikninginn hjá togaraflotanum. Pálmi Gauti Hjörleifsson skipstjóri á Björgúlfi EA 312 segir veðrið í janúar og febrúar með miklum ólíkindum, veðrið og veðurhorfur hafi í raun stjórnað því hvar sé veitt hverju sinni.

Vetrarfrí hjá Samherja

Starfsfólk vinnsluhúsa Samherja og ÚA á Dalvík og Akureyri fer í tveggja daga vetrarfrí í vikunni, fimmtudag og föstudag.
Starfsmenn fá frí í einn dag á launum og hinn daginn er tekið út orlof. Þetta fyrirkomulag er unnið í góðu samstarfi við starfsmenn, sem hafa val um að taka frí með þessum hætti. Mismunandi er hjá öðrum starfsstöðvum hvernig fyrirkomulagið er útfært.

„Silfurstjarnan er burðarás atvinnulífsins í Öxarfirði“

Silfurstjarnan - landeldisstöð Samherja fiskeldis í Öxarfirði - gegnir mikilvægu hlutverki í atvinnulífi svæðisins, enda stærsti vinnuveitandinn fyrir utan sjálft sveitarfélagið. Olga Gísladóttir sem stýrir vinnsluhúsi Silfurstjörnunnar segir að stækkunin styrki Öxarfjörðinn enn frekar í sessi sem matvælahérað. Undir það tekur Thomas Helmig eldisstjóri.

Flutningar afurða hafa gengið ágætlega, þrátt fyrir alþjóðleg flækjustig og miklar verðhækkanir

Það er ekki nóg að veiða fiskinn og vinna, einnig þarf að koma afurðunum til kaupenda víða um heiminn á umsömdum tíma.
Í kjölfar heimsfaraldurins varð veruleg röskun á flutningaleiðum skipa, siglingaáætlanir breyttust og skipin oft fullbókuð fram í tímann með tilheyrandi erfiðleikum. Við þetta bætist að stórar gámahafnir hafa þurft að loka tímabundið og verð á flutningum milli heimsálfa hefur hækkað mikið.

Harðbakur EA: Vírasplæsingar, spilakvöld og sushi í inniverunni

Skipaflotinn fór annað hvort í land eða leitaði í var vegna óveðursins í byrjun vikunnar, auk þess sem mikil ölduhæð var á miðunum. Harðbakur EA, togari Útgerðarfélags Akureyringa, hefur legið við bryggju í Grundarfirði síðan síðdegis á sunnudag.

Ís á veiðislóð og örþreyttur lundi í heimsókn

Togarinn Cuxhaven NC kom til Akureyrar í morgun með liðlega 150 tonn. Megnið af aflanum fékkst á Dohrnbanka, sem er vestur af landinu. Aflinn fer til vinnslu í vinnsluhúsi ÚA á Akureyri og vinnsluhúsi Samherja á Dalvík.

Vilhelm Þorsteinsson EA setur heimsmet í lönduðum loðnuafla

Vilhelm Þorsteinsson EA landaði í Fuglafirði í Færeyjum fullfermi af loðnu, 3,448 tonnum og bætti þar með nokkurra klukkustunda Íslandsmet Barkar NK sem landaði á Seyðisfirði um helgina 3,409 tonnum. Þessi systurskip eru þau burðarmestu í flotanum, metin falla með öðrum orðum hratt á þessari stærstu loðnuvertíð um langt árabil. Og þetta er ekki aðeins Íslandsmet í lönduðum loðnuafla, einnig heimsmet!

Fyrsta skóflustungan tekin að stækkun Silfurstjörnunnar í Öxarfirði. Kostnaðurinn hátt í tveir milljarðar.

Verklegar framkvæmdir við stækkun landeldisstöðvar Fiskeldis Samherja í Öxarfirði, Silfurstjörnunnar, hófust formlega í gær er Benedikt Kristjánsson tók fyrstu skóflustunguna. Stöðin verður stækkuð um nærri helming, þannig að framleiðslan verður um þrjú þúsund tonn af laxi á ári. „Nýir tímar eru að renna upp,“ segir Thomas Helmig eldisstjóri sem fagnar stækkuninni.

„Norðlendingur“ fyrir austan. Enginn frá borði meðan landað var.

Kaldbakur EA 1 - togari Útgerðarfélags Akureyringa - landaði 110 tonnum á Akureyri í morgun, uppistaða aflans var þorskur eða um 90 tonn. Sigtryggur Gíslason skipstjóri segir að leiðindaveður hafi verið í túrnum, vindurinn yfirleitt yfir tuttugu metrum á sekúndu. Enginn í áhöfn togarans fór frá borði meðan landað var, þannig sé leitast við að koma í veg fyrir COVID-19 smit.

„Samherji er mjög framarlega í tölvu- og upplýsingamálum“

Eiríkur Kristján Aðalsteinsson iðnrekstrarfræðingur tók að sér tölvumál árið 1995 hjá litlu útgerðarfyrirtæki, Samherja, og er enn að. Gríðarlegar breytingar hafa orðið á upplýsinga- og tölvumálum á þessum árum og sömu sögu er að segja um Samherja sem hefur vaxið hröðum skrefum.