Togaraflotinn hefur ekki stundað veiðar á Dohrnbanka - sem er djúpt vestur af landinu - í háa herrans tíð, enda svæðið aðallega þekkt fyrir rækjuveiði. Þegar aflabrögð voru slök á hefðbundnum bolfiskmiðum í síðasta mánuði, ákvað Samherji að senda togarann Björgvin EA á Dohrnbanka. Skemmst er frá því að segja að aflabrögðin voru góð, stór og vænn þorskur. Íslenskum skipum fjölgaði hratt á þessum slóðum í kjölfarið, enda fiskisagan fljót að fljúga innan greinarinnar.