Vilhelm Þorsteinsson EA setur heimsmet í lönduðum loðnuafla
01.02.2022
Vilhelm Þorsteinsson EA landaði í Fuglafirði í Færeyjum fullfermi af loðnu, 3,448 tonnum og bætti þar með nokkurra klukkustunda Íslandsmet Barkar NK sem landaði á Seyðisfirði um helgina 3,409 tonnum. Þessi systurskip eru þau burðarmestu í flotanum, metin falla með öðrum orðum hratt á þessari stærstu loðnuvertíð um langt árabil. Og þetta er ekki aðeins Íslandsmet í lönduðum loðnuafla, einnig heimsmet!