Fréttir

Hátt í tvö þúsund manns skoðuðu fiskvinnsluhús Samherja á Dalvík

Fiskvinnsluhús Samherja á Dalvík var opið almenningi á sumardaginn fyrsta, hátt í tvö þúsund gestir skoðuðu húsið, sem hefur verið lokað öðrum en starfsfólki frá því vinnsla hófst formlega í húsinu í ágúst 2020.

„Við sýnum húsið og allan búnaðinn með stolti“

Fiskvinnsluhús Samherja á Dalvík verður opið almenningi á sumardaginn fyrsta frá klukkan 09:00 til 13:00. Sigurður Jörgen Óskarsson vinnslustjóri segir tilhlökkun að sýna eitt fullkomnasta vinnsluhús heimsins í bolfiski enda hafi húsið verið meira og minna lokað öðrum en starfsfólki frá því vinnsla hófst í ágúst 2020.

Gjörið svo vel, gangið í bæinn

Hátæknivinnsluhús Samherja á Dalvík verður opið almenningi fimmtudaginn 21. apríl - sumardaginn fyrsta - frá klukkan 09:00 til 13:00. Vinnsla verður í gangi, þannig að einstakt tækifæri gefst til að sjá þetta magnaða hús, góðan aðbúnað starfsfólks og fullkomnar tæknilausnir sem byggja á nýsköpun og frumkvöðlastarfi.

Algjört lykilatriði að hafa góða áhöfn í góðu fiskeríi

Góð ufsaveiði hefur verið að undanförnu út af Reykjanesi. Skipstjórinn á Björgvin EA 311 segir vissulega gaman að lenda í góðu fiskeríi, en það megi ekki koma niður á gæðum hráefnisins til vinnsluhúsanna. Í slíkum túrum skipti sköpum að hafa góða og samhenta áhöfn.

Takk fyrir komuna !

Uppsjávarveiðiskip Samherja, Vilhelm Þorsteinsson EA 11, var sýnt almenningi laugardaginn 9. apríl. Skipið kom fyrst til Akureyrar 2. apríl á síðasta ári en sökum heimsfaraldursins var ekki hægt að sýna skipið opinberlega fyrr en nú.

Gjörið svo vel að ganga um borð

Uppsjávarveiðiskip Samherja, Vilhelm Þorsteinsson EA 11, verður sýnt almenningi laugardaginn 9. apríl. Skipið kom fyrst til Akureyrar 2. apríl á síðasta ári en það var smíðað sérstaklega fyrir Samherja. Sökum heimsfaraldursins hefur ekki verið hægt að sýna skipið opinberlega.

Fjárfestingar Samherja lýsa framsýni og trú á íslenskan sjávarútveg

Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi kynnti sér starfsemi fiskvinnsluhúss Samherja á Dalvík og uppsjávarveiðiskipið Vilhelm Þorsteinsson EA 11, ásamt nokkrum starfsmönnum samtakanna.
Hún segir að til þess að standast alþjóðlega samkeppni verði sjávarútvegsfyrirtæki að fjárfesta í nýsköpun og fiskvinnsluhúsið á Dalvík og Vilhelm Þorsteinsson EA 11 séu skýr dæmi um framsýni, nýsköpun og frumkvöðlastarf.

Fyrsta rafræna öryggis- og þjálfunarhandbók íslenska fiskiskipaflotans virkjuð

Rafræn öryggis- og þjálfunarhandbók hefur verið virkjuð um borð í uppsjávarskipi Samherja, Vilhelm Þorsteinssyni EA., sem er jafnframt fyrsta rafræna öryggis- og þjálfunarhandbókin sem gefin er út fyrir skip í íslenska fiskiskipaflotanum.

Opnir fundir um sjávarútveg

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi halda opna fundi um íslenskan sjávarútveg í mars. Tilgangur fundanna er að varpa ljósi á áhrif sjávarútvegs á daglegt líf fjölmargra annarra en þeirra sem starfa beint í eða við sjávarútveg; samfélagið, einstaklinga og fyrirtæki.

Jöfn laun kvenna og karla staðfest

Samherji Ísland, Útgerðarfélag Akureyringa og Samherji fiskeldi hafa fengið formlega jafnlaunavottun, þar sem staðfest er að félögin uppfylla kröfur um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.