Engin skattrannsókn í Færeyjum
13.03.2021
Engin skattrannsókn er hafin á hendur Samherja í Færeyjum. Samherji fékk það staðfest hjá Eyðun Mørkør yfirmanni færeyska skattsins, TAKS. Fréttir Ríkisútvarpsins í gær um skattrannsókn í Færeyjum eru því rangar og byggja á rangtúlkun og útúrsnúningi á ummælum Mørkør í viðtali við Kringvarp Føroya. Hefur Samherji þegar sent fréttastofu Ríkisútvarpsins beiðni um að fréttirnar verði leiðréttar.