Samherja Holding veitt undanþága frá tilboðsskyldu í Eimskip
31.03.2020
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands veitti í dag Samherja Holding, systurfélagi Samherja, undanþágu frá tilboðsskyldu í Eimskipafélag Íslands hf. Það er niðurstaða eftirlitsins að núverandi aðstæður á fjármálamarkaði í ljósi Covid-19, bæði hér á landi og í heiminum öllum, séu með þeim hætti að skilyrði laga um verðbréfaviðskipti um sérstakar aðstæður séu uppfyllt.