Þorláksmessubréf til starfsmanna
23.12.2019
Ágætu vinnufélagar.
Þegar ég tók við sem starfandi forstjóri Samherja vissi ég að það væru öflugir starfsmenn hjá fyrirtækinu. Öðruvísi hefði það ekki orðið leiðandi í evrópskum sjávarútvegi. Hins vegar kom það mér ánægjulega á óvart hvað mannauðurinn í félaginu er í raun og veru framúrskarandi. Þetta hef ég skynjað mjög sterkt undanfarnar vikur. Það er greinilega valinn maður í hverju rúmi. Góður liðsandi er ríkjandi og fyrirtækjamenningin er þannig að það er alltaf gaman í vinnunni, sama hvers eðlis verkefnin eru.
Óveðrið sem lék landsmenn grátt fyrr í þessum mánuði olli talsverðu tjóni á landsbyggðinni. Rafmagnsleysið í kjölfar veðurofsans varð þess valdandi að öll vinnsla okkar á Dalvík lá niðri í fimm daga og hleypur tjón vegna þess á tugum milljóna króna. Hins vegar tókst að afstýra tjóni vegna hráefnis og hluti starfsmanna á Dalvík færði sig yfir til Akureyrar þar sem við jukum framleiðsluna tímabundið meðan það var rafmagnslaust á Dalvík.
Blessunarlega varð ekkert tjón á tækjabúnaði og skipum. Vinnsla hófst svo aftur á Dalvík síðastliðinn þriðjudag. Ég vil nota þetta tækifæri til að koma á framfæri þakklæti til viðbragðsaðila fyrir þeirra óeigingjarna starf í kjölfar rafmagnsleysisins. Ég vil jafnframt þakka þeim starfsmönnum, sem færðu sig tímabundið til Akureyrar, alveg sérstaklega fyrir.
Þegar ég tók við sem starfandi forstjóri Samherja vissi ég að það væru öflugir starfsmenn hjá fyrirtækinu. Öðruvísi hefði það ekki orðið leiðandi í evrópskum sjávarútvegi. Hins vegar kom það mér ánægjulega á óvart hvað mannauðurinn í félaginu er í raun og veru framúrskarandi. Þetta hef ég skynjað mjög sterkt undanfarnar vikur. Það er greinilega valinn maður í hverju rúmi. Góður liðsandi er ríkjandi og fyrirtækjamenningin er þannig að það er alltaf gaman í vinnunni, sama hvers eðlis verkefnin eru.
Óveðrið sem lék landsmenn grátt fyrr í þessum mánuði olli talsverðu tjóni á landsbyggðinni. Rafmagnsleysið í kjölfar veðurofsans varð þess valdandi að öll vinnsla okkar á Dalvík lá niðri í fimm daga og hleypur tjón vegna þess á tugum milljóna króna. Hins vegar tókst að afstýra tjóni vegna hráefnis og hluti starfsmanna á Dalvík færði sig yfir til Akureyrar þar sem við jukum framleiðsluna tímabundið meðan það var rafmagnslaust á Dalvík.
Blessunarlega varð ekkert tjón á tækjabúnaði og skipum. Vinnsla hófst svo aftur á Dalvík síðastliðinn þriðjudag. Ég vil nota þetta tækifæri til að koma á framfæri þakklæti til viðbragðsaðila fyrir þeirra óeigingjarna starf í kjölfar rafmagnsleysisins. Ég vil jafnframt þakka þeim starfsmönnum, sem færðu sig tímabundið til Akureyrar, alveg sérstaklega fyrir.