Sjö ára herferð seðlabankans
27.03.2019
Í dag eru nákvæmlega sjö ár frá því að Seðlabanki Íslands, með fulltingi fjölmiðla, réðist í húsleit hjá Samherja. Samhliða sendi bankinn fréttatilkynningu út um allan heim um húsleitina og nafngreindi Samherja, í þeim eina tilgangi að skaða fyrirtækið og auka fælingarmátt gjaldeyrishaftanna. Eftir skoðun sérstaks saksóknara, skattrannsóknarstjóra, dómstóla, bankaráðs seðlabankans og umboðsmanns Alþingis er ljóst að ekkert hæft var í ásökunum bankans auk þess sem stjórnsýsla bankans er í molum.
Frá þessum örlagaríka degi hefur Seðlabanki Íslands, með seðlabankastjóra í broddi fylkingar ítrekað gengið í skrokk starfsmanna Samherja með röngum sakargiftum og ekki slegið af þó sýnt sé fram á hið gagnstæða.
Á þessum tímamótum tel ég því rétt að rifja upp upphafið að þessari herferð bankans sem vonandi mun taka enda með afgreiðslu forsætisráðherra sem vænta má fljótlega.
Frá þessum örlagaríka degi hefur Seðlabanki Íslands, með seðlabankastjóra í broddi fylkingar ítrekað gengið í skrokk starfsmanna Samherja með röngum sakargiftum og ekki slegið af þó sýnt sé fram á hið gagnstæða.
Á þessum tímamótum tel ég því rétt að rifja upp upphafið að þessari herferð bankans sem vonandi mun taka enda með afgreiðslu forsætisráðherra sem vænta má fljótlega.