Bréf stjórnar Samherja hf. til bankaráðs SÍ
21.09.2015
Með bréfi þessu fer stjórn Samherja hf. þess á leit, fh. félagsins og tengdra aðila (saman vísað til sem Samherja), við bankaráð Seðlabanka Íslands, að það hlutist til um að fram fari athugun á stjórnsýslu bankans, bankastjórnar og annarra starfsmanna, að því er snertir gjaldeyriseftirlit, einkum og sér í lagi í tengslum við húsleit, rannsókn, samskipti, kærur og fjölmiðlaumfjöllun af hálfu Seðlabanka Íslands (vísað til sem Seðlabankinn eða bankinn)um málefni Samherja.
Þessi málaleitan er gerð með vísan til ákvæða laga nr. 36/2001 um Seðlabankans, þar sem fram kemur í 28. gr. að bankaráð hafi eftirlit með því að Seðlabankinn starfi í samræmi við lög sem um starfsemina gilda. Verður að telja yfir allan vafa hafið, að í ákvæði þessu felist víðtæk eftirlitsskylda um að yfirstjórn Seðlabankans fari í störfum sínum að landslögum og hlíti þeim reglum er fram koma í stjórnsýslulögum sem og öðrum lögum.
Þessi málaleitan er gerð með vísan til ákvæða laga nr. 36/2001 um Seðlabankans, þar sem fram kemur í 28. gr. að bankaráð hafi eftirlit með því að Seðlabankinn starfi í samræmi við lög sem um starfsemina gilda. Verður að telja yfir allan vafa hafið, að í ákvæði þessu felist víðtæk eftirlitsskylda um að yfirstjórn Seðlabankans fari í störfum sínum að landslögum og hlíti þeim reglum er fram koma í stjórnsýslulögum sem og öðrum lögum.