Afkoma Samherja og dótturfélaga góð árið 2014
28.08.2015
Fréttatilkynning frá Samherja hf.
Helstu atriði:
Hagnaður ársins 2014 var rúmir 11 milljarðar króna.
Samherji greiðir 2,6 milljarða króna í tekjuskatt til ríkissjóðs Íslands og 900 milljónir í veiðileyfagjald, samtals 3,5 milljarða vegna reksturs ársins 2014.
Tæpur helmingur af starfsemi Samherja samstæðunnar er erlendis.
Félög Samherja seldu afurðir til 60 landa árið 2014 þar af voru 23 lönd í Afríku.
Samherji hf. er eignarhaldsfélag um eignarhluti í dóttur- og hlutdeildarfélögum sem flest tengjast sjávarútvegi og vinnslu afurða hérlendis og erlendis. Rekstur útgerðar og fiskvinnslu á Íslandi er í félögunum Samherji Ísland ehf. og Útgerðarfélag Akureyringa ehf. og rekstur fiskeldis er í Íslandsbleikju ehf. Félög samstæðunnar starfa í ellefu löndum og gera upp í níu mismunandi gjaldmiðlum. (EUR, USD, GBP, ISK, CAD, PLN, DKK, NOK og NAD). Samstæðureikningur Samherja er settur fram í evrum en í tilkynningunni eru tölur umreiknaðar í íslenskar krónur miðað við meðalgengi ársins 2014 sem var 155 krónur á hverja evru.
Helstu atriði:
Hagnaður ársins 2014 var rúmir 11 milljarðar króna.
Samherji greiðir 2,6 milljarða króna í tekjuskatt til ríkissjóðs Íslands og 900 milljónir í veiðileyfagjald, samtals 3,5 milljarða vegna reksturs ársins 2014.
Tæpur helmingur af starfsemi Samherja samstæðunnar er erlendis.
Félög Samherja seldu afurðir til 60 landa árið 2014 þar af voru 23 lönd í Afríku.
Samherji hf. er eignarhaldsfélag um eignarhluti í dóttur- og hlutdeildarfélögum sem flest tengjast sjávarútvegi og vinnslu afurða hérlendis og erlendis. Rekstur útgerðar og fiskvinnslu á Íslandi er í félögunum Samherji Ísland ehf. og Útgerðarfélag Akureyringa ehf. og rekstur fiskeldis er í Íslandsbleikju ehf. Félög samstæðunnar starfa í ellefu löndum og gera upp í níu mismunandi gjaldmiðlum. (EUR, USD, GBP, ISK, CAD, PLN, DKK, NOK og NAD). Samstæðureikningur Samherja er settur fram í evrum en í tilkynningunni eru tölur umreiknaðar í íslenskar krónur miðað við meðalgengi ársins 2014 sem var 155 krónur á hverja evru.