Sérstakur saksóknari vísar máli Samherja frá
09.09.2013
Samherji fagnar þeirri niðurstöðu Sérstaks saksóknara að vísa máli Seðlabanka Íslands á hendur félaginu frá. Þessi málalok eru í takt við það sem stjórnendur félagsins hafa alla tíð haldið fram og stutt gildum rökum.
Lögmaður Samherja fékk staðfestingu frá embætti Sérstaks saksóknara klukkan 11:51 í dag um að málið hefði verið sent aftur til Seðlabanka Íslands og væri nú á þeirra forræði. Jafnframt var staðfest að þessi ákvörðun embættisins hefði legið fyrir 28. ágúst sl. og að öll málsgögn væru nú aftur á forræði Seðlabanka Íslands.
Lögmaður Samherja fékk staðfestingu frá embætti Sérstaks saksóknara klukkan 11:51 í dag um að málið hefði verið sent aftur til Seðlabanka Íslands og væri nú á þeirra forræði. Jafnframt var staðfest að þessi ákvörðun embættisins hefði legið fyrir 28. ágúst sl. og að öll málsgögn væru nú aftur á forræði Seðlabanka Íslands.