Fréttir

Áhafnir á Samherjaskipum leggja samfélaginu lið

Sjómenn á fimm skipum Samherja hf., Björgúlfi, Björgvin, Vilhelm þorsteinssyni, Oddeyrinni og Snæfelli hafa afhent styrki til þriggja aðila á Akureyri, alls um 1.430 þúsund krónur.

Björgúlfur EA yfir milljarðinn

Björgúlfur EA 312 kom til heimahafnar á Dalvík í dag með fullfermi eða 115 tonn af fiski.  Uppistaðan er þorskur sem fer beint til vinnslu í frystihúsinu á Dalvík.  Aflaverðmæti í túrnum eru rúmar 25 milljónir króna.  Með þessari löndun hefur Björgúlfur veitt fyrir yfir 1000 milljónir króna á árinu og er það í fyrsta skipti sem skipið veiðir fyrir meira en milljarð á einu ári. Í tilefni af þessum tímamótum var áhöfninni færð  rjómaterta við heimkomuna.

Samherji greiðir starfsfólki í landi 260 þúsund króna launauppbót

Samherji hf. hefur ákveðið að greiða starfsmönnum í landi 260 þúsund króna launauppbót nú í desember, til viðbótar umsaminni 46 þúsund króna desemberuppbót. Þetta er í annað skiptið á árinu sem Samherji greiðir uppbót á laun. Starfsmaður í fullu starfi fær því samtals 320 þúsund króna aukagreiðslur á árinu. Þetta er jafnframt annað árið í röð sem Samherji greiðir um 300 starfsmönnum eingreiðslur umfram kjarasamninga.

Kristina EA 410 kemur heim

Stærsta skip íslenska fiskiskipaflotans Kristina EA 410 kom til hafnar á Akureyri í morgun eftir vikulanga siglingu frá Las Palmas. Skipið mun á næstu dögum halda til síldar- og makrílveiða hér við land.

Samherji greiðir 60 þúsund króna viðbótar orlofsuppbót

Samherji hefur ákveðið að greiða öllum starfsmönnum í landi 60 þúsund króna viðbótar orlofsuppbót. Uppbótin verður greidd með launum um næstu mánaðamót og bætist við umsamda orlofsuppbót sem greidd er á sama tíma."Þetta er í þriðja skiptið á rúmu ári sem Samherji greiðir starfsfólki sínu launauppbót umfram kjarasamninga. Við ákváðum í fyrra, þegar hækkunum kjarasamninga var frestað, að bæta okkar fólki það upp með launauppbótum í formi eingreiðslna. Við viljum þakka fólkinu okkar fyrir frábært starf á liðnum vetri og vonum að veðurguðirnir sláist í lið með okkur að gera sumarið að þeim sælutíma sem það á að vera," segir Gestur Geirsson, framkvæmdastjóri landvinnslu Samherja.

Margrét EA 710 seld til Síldarvinnslunnar

Samherji hf. og Síldarvinnslan hf. í Neskaupstað hafa nýverið gert samning um kaup Síldarvinnslunnar á uppsjávarveiðiskipinu Margréti EA 710. Skipið verður afhent nýjum eiganda seinnihluta maí mánaðar.  Samherji hf. óskar Síldarvinnslunni og nýrri áhöfn velfarnaðar í rekstri skipsins. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Síldarvinnslunnar www.svn.is

Fjórði atvinnumálafundur Samherja

Atvinnumálafundur Samherja verður á Hótel KEA þriðjudaginn 11.maí kl. 8.15. Málefni Fiskeldi og  Markaðsmál.

Samherji á Sjávarútvegssýningunni í Brussel

Samherji hf. tók þátt í Sjávarútvegssýningunni í Brussel í síðustu viku á myndarlegan hátt. Standur Samherja naut mikilla vinsælda og verður þátttaka félagsins að teljast vel heppnuð. Þó að gestkvæmt hafi verið á Samherja standinum voru menn þó almennt sammála um að heildarfjöldi gesta á sýningunni hafi verið færri en undanfarin ár. Mögulegt er að þar hafi eldgosið í Eyjafjallajökli og truflun þess á flug haft einhver áhrif þó að það sé líklega ekki eina skýringin.

Hvatningarverðlaun

Samherji hf. hefur veitt 14 af starfsmönnum sínum sérstök hvatningarverðlaun fyrir framúrskarandi  mætingu til vinnu á árinu 2009. Starfsmennirnir hafa hver um sig fengið ferðaávísun að upphæð 100 þúsund krónur.

Kynning á Samherja

Sett hefur verið upp kynning á starfsemi Samherja í máli og myndum á Glerártorgi á Akureyri. Sýningin er áhugaverð fyrir Eyfirðinga sem og aðra gesti þar sem hún lýsir bæði starfseminni innan lands og utan og einnig áhrifum starfseminnar á samfélagið t.d. hér við Eyjafjörð. Sýningin er opin til 19.apríl.