Samherji styrkir samfélagsverkefni á Akureyri og Dalvík um 60 milljónir króna
11.12.2009
Samherji hf. bauð til móttöku í Flugsafni Íslands á Akureyri í dag og afhenti við það tækifæri styrki til ýmissa samfélagsverkefna að fjárhæð 60 milljónir króna. Flestir styrkirnir eru veittir til íþrótta- og æskulýðsfélaga á Akureyri og Dalvík.