Fréttir

Yfirlýsing frá Helga Jóhannessyni, hrl. vegna ummæla Seðlabanka Íslands

Yfirlýsing frá Helga Jóhannessyni, hrl.
Í tilefni af umfjöllunum í fjölmiðlum um að forsvarsmenn Samherja hf. og tengdra félaga hafi verið upplýstir um ástæður þess
að húsleit og haldlagning gagna fór fram hjá félögunum vill undirritaður taka eftirfarandi fram:

Yfirlýsing Ólafs Rúnars Ólafssonar, hrl. vegna ummæla Seðlabanka Íslands

Yfirlýsing frá Ólafi Rúnari Ólafssyni, hrl.
Það er rangt að Seðlabanki Íslands hafi kynnt stjórnendum Samherja hf. ástæður húsleitar hjá fyrirtækinu þriðjudaginn
27. mars sl. eins og fram kom hjá Ríkisútvarpinu að kvöldi 3. apríl og í Morgunblaðinu í dag, 4. apríl.

DFFU hættir tímabundið öllum viðskiptum við Ísland

Fréttatilkynning frá DFFU, dótturfélagi Samherja í Þýskalandi:
Deutsche Fischfang Union (DFFU) hefur ákveðið að hætta tímabundið öllum viðskiptum við
íslenska lögaðila. DFFU mun ekki selja afurðir sínar í gegnum íslensk
sölufyriræki, sækja þjónustu eða landa úr skipum félagsins á Íslandi.  Einnig sér fyrirtækið sér ekki annað fært en að segja upp samningi um afhendingu
hráefnis til fiskvinnslu Samherja á Dalvík. Til stóð að skip DFFU myndu á þessu ári landa um 3.500 tonnum af ferskum slægðum
þorski á Íslandi á tímabilinu 15. apríl fram til 1. september.

Yfirlýsing vegna rannsóknar gjaldeyriseftirlits SÍ á málefnum Samherja hf.

Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um málefni Samherja hf. vil ég sem
lögmaður félagsins taka eftirfarandi fram:

Skiptaverð á Samherjaskipum fyrir karfa yfir meðalverði


Meðalskiptaverð til sjómanna á karfa á íslenskum
fiskmarkaði í fyrra á tímabilinu apríl til nóvember var 202 kr/kg  
Skiptaverð sjómanna á Samherjaskipinu Björgvin EA var á
sama tíma 221 kr/kg
Fullyrðingar um undirverð, brot á kjarasamningum og gjaldeyrislögum
eru fráleitar


Fréttatilkynning frá Samherja hf.

„Hjá Samherja hefur í einu og öllu verið farið
að lögum hvort sem það varðar gjaldeyrisviðskipti eða önnur málefni. Þessar aðgerðir Seðlabankans í dag eru tilefnislausar og
hljóta að vera byggðar á röngum upplýsingum eða öðrum ástæðum sem okkur er ekki kunnugt um hverjar eru“  segir Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja hf. Eins og fram hefur komið hefur gjaldeyrisdeild Seðlabanka Íslands
staðið fyrir húsleit á skrifstofum Samherja hf. Forsvarsmenn félagsins hafa ekki fengið neinar skýringar frá Seðlabankanum á þessum
aðgerðum.
 

Samherji styrkir samfélagsverkefni á Eyjafjarðarsvæðinu um 75 milljónir króna

Samherji hf. boðaði til móttöku síðdegis í dag í KA-heimilinu á Akureyri og afhenti við það tækifæri styrki til
ýmissa samfélagsverkefna á Eyjafjarðarsvæðinu upp á 75 milljónir króna. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og
verndari Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, var viðstaddur afhendinguna og flutti ræðu. Hann er einnig verndari sérstaks
rannsóknaverkefnis sem tengist neðansjávarstrýtunum á botni Eyjafjarðar en það verkefni var kynnt í móttökunni og hlaut styrk
frá Samherja. Flestir styrkirnir eru gagngert veittir til að efla barna- og unglingastarf í íþrótta- og æskulýðsfélögum á
Eyjafjarðarsvæðinu. Þetta er fjórða árið í röð sem Samherji afhendir slíka styrki.

Samherji greiðir starfsfólki í landi 300 þúsund króna launauppbót

Samherji hf. greiðir starfsfólki sínu í landi 300 þúsund króna launauppbót nú í desember, til
viðbótar umsaminni 64 þúsund króna desemberuppbót. Samherji tvöfaldaði jafnframt orlofsuppbót starfsmanna í maí og greiðir
því 360 þúsund krónur á hvern starfsmann umfram kjarasamninga á árinu. Starfsmenn sem njóta þessarar  launauppbótar
nú eru um 450 talsins. Þeim fjölgaði um 150 á árinu við kaup Samherja  á Útgerðarfélagi Akureyringa.
 

Skemmtileg heimsókn um borð í Kristinu EA

Skipstjórarnir Arngrímur Brynjólfsson á Kristinu EA og Guðmundur Þ. Jónson á Vilhelm Þorsteinssyni EA tóku á
móti félögum sínum í Oddfellowstúkunni Freyju á Akureyri um borð í Kristínu EA í vikunni.
 
  

Tveir milljarðar króna inn í íslenska hagkerfið á árinu frá erlendum félögum tengdum Samherja

  Eignaraðild Samherja í erlendum sjávarútvegsfyrirtækjum
skapar mikla atvinnu hér á landi. Fyrirtækin hafa gert samninga við íslensk iðnfyrirtæki upp á um 900 milljónir króna síðustu
6 mánuði og keypt vörur og þjónustu hér fyrir hundruð milljónir króna í tengslum við landanir. Þá hefur Samherji,
það sem af er þessu ári, flutt inn rúmlega 10 sinnum meira magn af fiski til vinnslu en fyrirtækið hefur flutt út, m.v. óaðgerðan, heilan
fisk. Áætlaður virðisauki af vinnslu þessa innflutta hráefnis er um 650 milljónir króna. Samtals hafa því um 2 milljarðar króna
komið inn í íslenskt atvinnulíf það sem af er árinu vegna starfsemi erlendra fyrirtækja sem tengjast Samherja. Þetta kemur fram í
bréfi, sem Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, og Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja, hafa sent
starfsfólki sínu, “enda vinnum við markvisst og meðvitað að því að láta íslenskt hagkerfi njóta þessarar
eignaraðildar okkar eins mikið og kostur er,” segir í bréfinu.