Fréttir

Skemmtileg heimsókn um borð í Kristinu EA

Skipstjórarnir Arngrímur Brynjólfsson á Kristinu EA og Guðmundur Þ. Jónson á Vilhelm Þorsteinssyni EA tóku á
móti félögum sínum í Oddfellowstúkunni Freyju á Akureyri um borð í Kristínu EA í vikunni.
 
  

Tveir milljarðar króna inn í íslenska hagkerfið á árinu frá erlendum félögum tengdum Samherja

  Eignaraðild Samherja í erlendum sjávarútvegsfyrirtækjum
skapar mikla atvinnu hér á landi. Fyrirtækin hafa gert samninga við íslensk iðnfyrirtæki upp á um 900 milljónir króna síðustu
6 mánuði og keypt vörur og þjónustu hér fyrir hundruð milljónir króna í tengslum við landanir. Þá hefur Samherji,
það sem af er þessu ári, flutt inn rúmlega 10 sinnum meira magn af fiski til vinnslu en fyrirtækið hefur flutt út, m.v. óaðgerðan, heilan
fisk. Áætlaður virðisauki af vinnslu þessa innflutta hráefnis er um 650 milljónir króna. Samtals hafa því um 2 milljarðar króna
komið inn í íslenskt atvinnulíf það sem af er árinu vegna starfsemi erlendra fyrirtækja sem tengjast Samherja. Þetta kemur fram í
bréfi, sem Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, og Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja, hafa sent
starfsfólki sínu, “enda vinnum við markvisst og meðvitað að því að láta íslenskt hagkerfi njóta þessarar
eignaraðildar okkar eins mikið og kostur er,” segir í bréfinu.
 

Bréf til starfsmanna Samherja


Í gær
var fastráðnum starfsmönnum Samherja og sumarafleysingafólki, samtals 830 manns sent bréf í pósti frá Þorsteini Má Baldvinssyni
forstjóra og Kristjáni Vilhelmssyni framskvæmdastjóra útgerðarsviðs.

Hér fyrir neðan er texti bréfsins. 

Ef smellt er á myndina opnast PDF skjal með bréfinu 

Skip Útgerðarfélags Akureyringa fá ný nöfn

Útgerðarfélag Akureyringa hefur nú tekið við þeim tveim togurum sem fylgdu
með í kaupum Samherja hf. á eignum Brims á Akureyri.  Skipið Sólbakur EA 1 fær aftur sitt gamla nafn Kaldbakur EA
1.  Hinn ísfisktogarinn Mars RE 305 fær einnig sitt fyrra nafn Árbakur EA 5.
 

Samherji hf. tekur formlega við rekstri Útgerðafélags Akureyringa

Togarinn Baldvin NC 100 kom til Akureyrar í gærkvöld með fyrsta aflann til vinnslu í fiskiðjuveri Útgerðafélags Akureyringa og vinnsla
hófst í morgun. Þar með má segja að starfsemi ÚA sé formlega hafin á vegum nýrra eigenda.

Kaupin á ÚA samþykkt

Samkeppniseftirlitið hefur fyrir sitt
leyti samþykkt kaup Snæfells ehf., dótturfélags Samherja hf., á aflaheimildum, landvinnslu og tveimur skipum Brims hf. Eins og áður hefur komið fram
var skrifað undir kaupsamninga þann 1. maí sl. með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.
 

Aukin launauppbót með maí-launum

Í nýsamþykktum kjarasamningum eru ákvæði um tvær eingreiðslur sem eiga að greiðast ofan á laun nú um
mánaðamótin. Þær nema samtals 60 þúsund krónum. Samherji hefur ákveðið að rúmlega tvöfalda þessar umsömdu
greiðslur. Allir starfsmenn í landi, sem hafa unnið hjá fyrirtækinu frá áramótum, fá því 63.100 krónur í
auka-launauppbót um næstu mánaðamót.

Samherji innleiðir hugbúnað frá Marel

Hugbúnaðurinn Innova frá Marel verður innleiddur við framleiðslustýringu og vinnslueftirlit hjá öllum landvinnslueiningum Samherja og völdum
skipum fyrirtækisins. Fulltrúar fyrirtækjanna undirrituðu samning þess efnis í síðustu viku.


Samherji á Sjávarútvegssýningunni í Brussel

Evrópsku sjávarútvegssýningunni í Brussel lýkur í dag eftir þrjá erlisama daga. Samherji var með
sýningarbás nú sem áður og eru menn sammála um að afar vel hafi tekist til með þátttökuna. Greinileg eftirspurn er eftir
sjávarafurðum og verð eru á uppleið.

Kaupum Samherja fagnað

Einhugur í bæjarstjórn
Bæjarstjórn Akureyrar fagnaði með 11 samhljóða atkvæðum kaupum Samherja á starfsemi Brims á Norðurlandi á fundi sínum
þriðjudaginn 3. maí.  Þetta kemur fram í sérstakri ályktun sem samþykkt var á fundinum.