Fréttir

Til starfsmanna landvinnslu Samherja

Samherji hf. greiðir starfsfólki sínu í landi 378 þúsund króna launauppbót nú í desember, til viðbótar umsaminni 50 þúsund króna desemberuppbót. Samherji greiddi aukalega 72 þúsund krónur í orlofsuppbót til starfsmanna í maí og greiðir því 450 þúsund krónur á hvern starfsmann umfram kjarasamninga á árinu. Starfsmenn sem njóta þessarar launauppbótar nú eru tæplega 500 talsins.

Samherji hefur engar afskriftir fengið

Yfirlýsing frá Samherja: Frétt DV um afskriftir til dótturfélags Samherja, Axels ehf. alfarið vísað á bug. Beinlínis rangt að félagið hafi fengið 1.300 milljónir króna afskrifaðar.

Hagnaður Samherja og dótturfélaga var 8,8 milljarðar króna á árinu 2011


Dótturfyrirtæki Samherja útnefnt fyrirmyndar fyrirtæki hjá Vinnueftirlitinu

Reykfiskur á Húsavík var í gær útnefnt FYRIRMYNDAR FYRIRTÆKI hjá Vinnueftirlitinu árið 2012. Reykfiskur er dótturfyrirtæki Samherja þar sem unnar eru reyktar fiskafurðir fyrir Bretlandsmarkað. Jóhann G. Sævarsson rekstrarstjóri og Silvía Ægisdóttir gæðastjóri hjá Reykfiski tóku á móti þessari viðurkenningu fyrir hönd Samherja - Reykfisks.

Hæstiréttur: Menn hafa ekki rétt á að leita réttar síns meðan mál er til rannsóknar

„Þessi dómur Hæstaréttar er auðvitað mikil vonbrigði og vekur furðu.
Hann segir beinlínis að menn hafi ekki rétt á því að leita réttar síns fyrir dómstólum á meðan stjórnvald
hefur mál til rannsóknar. Þetta er niðurstaðan, þrátt fyrir að Samherji hafi hrakið málatilbúnað Seðlabanka með afar sterkum
rökum. Samherji hefur sýnt fram á að útreikningar Seðlabankans sem aðgerðir hans gegn félaginu byggja á, eru beinlínis rangir.
Hæstiréttir segir fullum fetum að brotið hafi verið á rétti Samherja við málsmeðferðina en engu að síður er málinu
vísað frá dómi,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson eftir að Hæstiréttur vísaði máli félagsins frá
dómi, í dag.

Málatilbúnaður Seðlabanka byggir á stærðfræðilegri skekkju

Bréf til starfsmanna Samherja hf.:
Ágæta samstarfsfólk.
Samherji hefur nú kært úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur, frá því í síðustu viku, til
Hæstaréttar Íslands. Málið snýst um húsleit og haldlagningu gagna sem Seðlabanki Íslands framkvæmdi hjá Samherja í lok mars
sl. Krafa Samherja í málinu lýtur að því að fá þær aðgerðir dæmdar ólögmætar og að Seðlabankanum
verði gert að skila aftur haldlögðum gögnum. Héraðsdómur úrskurðaði í málinu 15. maí og hafnaði kröfu
Samherja.
Aðgerðir Seðlabankans gagnvart fyrirtækinu eru byggðar á röngum forsendum. Seðlabankinn hefur enn ekki upplýst hvert raunverulegt
tilefni þeirra var. Í úrskurði héraðsdóms þar sem húsleit og haldlagning gagna var heimiluð, kom m.a. fram fullyrðing Seðlabankans
um að verð á karfa í viðskiptum Samherja til tengdra aðila í Þýskalandi væri verulega lægra en í viðskiptum annarra
aðila.

Yfirlýsing frá Samherja vegna rangfærslna í umfjöllun DV

Samherji hf telur rétt að koma eftirfarandi
upplýsingum á framfæri  í ljósi
forsíðufréttar  DV í dag. Greinin er uppfull af
rangfærslum, bæði hvað varðar Samherja,  dótturfélög Samherja og einnig um það lagaumhverfi sem í gildi er á Kýpur. Á það bæði við
 um skattareglur og önnur lög er varða  fyrirtækjarekstur á Kýpur.
 

Yfirlýsing frá Samherja

Gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands hefur nú afhent Samherja þau gögn sem lágu til grundvallar þegar Héraðsdómur
úrskurðaði um heimild til húsleitar og haldlagningar gagna hjá Samherja og tengdum félögum þann 27. mars síðastliðinn. Af gögnunum
er ljóst að það er rétt sem haldið hefur verið fram af forsvarsmönnum Samherja, að félagið hafi farið að lögum og
reglum.

Bréf til starfsmanna

Ágæta samstarfsfólk.

Síðasta vika hefur verið okkur öllum erfið. Við höfum mátt horfa upp á harkalegar aðgerðir og ásakanir á hendur fyrirtækinu.
Þetta hefur reynt á, krafist mikillar orku og skapað óvissu.

Bréf Helga Jóhannessonar hrl til gjaldeyrisdeildar Seðlabanka Íslands

Hinn 27. mars sl. og dagana þar á eftir fór fram húsleit, haldlagning gagna og afritun gagna hjá Samherja hf.