Fréttir

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar færð gjöf

Í tilefni að 10 ár eru liðin frá giftusamlegri björgun áhafnar Baldvins Þorsteinssonar EA og einnig skipsins sjálfs af
strandstað á Skarðsfjöru ákváðu eigendur Samherja að færa Landhelgisgæslu Íslands gjöf, heilsu greiningar tæki að
fullkomnustu gerð til notkunar í björgunarþyrlum gæslunnar. Þyrla Landhelgisgæslunnar TF Líf lenti á bílastæðinu
framan við Útgerðarfélag Akureyringa í gær og fór fram stutt athöfn þar sem afreksins var minnst og gjöfin afhent.

IceFresh Seafood bauð THW Kiel í fiskiveislu

IceFresh Seafood bauð leikmönnum handboltaliðsins THW Kiel í sjávarréttaveislu að íslenskum hætti s.l. mánudagskvöld. Einar
Geirsson yfirmatreiðslumaður á veitingastaðnum RUB23 reiddi fram ljúffenga og fjölbreytta rétti fyrir leikmennina og þjálfarann Alfreð
Gíslason.

Samherji „Framúrskarandi fyrirtæki“ ársins 2013

- Samkvæmt lista Creditinfo
Samherji hlaut í gær viðurkenningu sem „Framúrskarandi fyrirtæki“ ársins 2013.  Samherji varð efst í hópi stórra
fyrirtækja og listans í heild og er þar með metið traustasti greiðandi íslenskra fyrirtækja í dag.

Ásakanir Seðlabanka Íslands á hendur Seagold rangar

-Bréf frá Gústaf Baldvinssyni framkvæmdastjóra Seagold Ltd.  

Seðlabankinn sá ekkert athugavert við viðskipti Samherja við Seagold.
Þessari afdráttarlausu niðurstöðu hélt Seðlabankinn leyndri í meira en ár.
Sala Samherja til tengdra félaga er nánast eingöngu til Seagold.
Framganga Seðlabankans hefur valdið Seagold miklu tjóni.


Til starfsmanna Samherja

Þær eru ansi margar ferðaskýrslurnar sem ég hef lesið síðastliðin 30 ár. Sölumenn okkar hafa haft þann sið að skrifa skýrslu í lok ferðar og hafa þær velflestar ratað inn á mitt borð. Í viðskiptaumhverfi þar sem áhættan er mikil og credit tryggingar eru nánast óþekktar er nauðsynlegt að sölumennirnir þekki viðskiptavinina eins vel og hægt er. Þess vegna eru sölumenn okkar á miklum ferðalögum vítt og breitt um heiminn á hverjum tíma. Nú um helgina barst mér skýrsla frá Gústaf Baldvinssyni, framkvæmdastjóra Ice Fresh Seafood þar sem hann hafði nýlokið heimsókn til stórs viðskiptavinar okkar í Úkraínu. Mig langar að deila þeirri skýrslu með ykkur, skýrslu sem varð reyndar að ferðasögu þegar andinn kom yfir sölumanninn.
Kveðja, Þorsteinn Már

Seðlabanki Íslands reiknar aftur vitlaust

Hugleiðing á fyrsta laugardegi ársins 2014
Kæru samstarfsmenn. Við hjá Samherja fengum nú loks í hendur hluta rannsóknargagna Seðlabankans í máli hans á hendur okkur.
Það er ekki laust við að okkur hafi brugðið við að skoða þá aðferðafræði og þá útreikninga sem þar eru
viðhafðir. Ég, ásamt fleirum, höfum að undanförnu verið að fara í gegnum þau skjöl sem okkur voru afhent og langar mig aðeins að
deila með ykkur nokkrum atriðum sem ég hef rekist á í þeim.

Samherji veitir 80 milljónir í styrki til samfélagsins

Samherji afhenti rúmlega 80 milljónir króna í ýmsa styrki til íþrótta- og æskulýðsstarfs og annarra samfélagsverkefna
á Eyjafjarðarsvæðinu í hófi sem haldið var í KA-heimilinu laugardaginn 21.desember. Þetta er í sjötta skipti sem styrkir eru veittir
úr Samherjasjóðnum. „Samherji vill efla starf íþrótta- og æskulýðsfélaga enn frekar með því að veita
þeim styrki," sagði Helga Steinunn Guðmundsdóttir, formaður Samherjasjóðsins. Drjúgur hluti styrkjanna rennur til barna- og unglingastarfs og skal
þeim fjármunum varið til að lækka æfingagjöld barna og unglinga og/eða til að lækka kostnað við keppnisferðir þeirra á
yfirstandandi ári eða styrkja starfið með öðrum hætti. Hluti styrkja Samherja rennur til meistaraflokka íþróttafélaga á
svæðinu. Verkmenntaskólanum á Akureyri var einnnig veittur styrkur sem og endurhæfingadeild Sjúkrahússins á Akureyri í Kristnesi.

Bréf frá Þorsteini Má Baldvinssyni

Ágætu starfsmenn Samherja.

Í síðustu viku var ég loks kvaddur til skýrslutöku vegna máls Seðlabanka Íslands sem hófst með húsleitinni hjá okkur fyrir nær tveimur árum. Fagna má því að nú skuli vera komin hreyfing á málið og að okkar sjónarmið fái að koma fram en hingað til hefur ekki þótt ástæða til að tala við okkur. Hins vegar þótti mér auðvitað erfitt að þurfa að mæta í þessa skýrslutöku hjá Sérstökum saksóknara með réttarstöðu manns sem grunaður er um afbrot. Það á við um mig eins og ykkur öll; við vinnum okkar störf af heiðarleika og samviskusemi. Annað hvarflar ekki að neinu okkar.

Sérstakur saksóknari vísar máli Samherja frá

Samherji fagnar þeirri niðurstöðu Sérstaks saksóknara að vísa máli Seðlabanka Íslands á hendur félaginu frá. Þessi málalok eru í takt við það sem stjórnendur félagsins hafa alla tíð haldið fram og stutt gildum rökum.
Lögmaður Samherja fékk staðfestingu frá embætti Sérstaks saksóknara klukkan 11:51 í dag um að málið hefði verið sent aftur til Seðlabanka Íslands og væri nú á þeirra forræði. Jafnframt var staðfest að þessi ákvörðun embættisins hefði legið fyrir 28. ágúst sl. og að öll málsgögn væru nú aftur á forræði Seðlabanka Íslands.

Hagnaður Samherja og dótturfélaga nam tæpum 16 milljörðum króna á árinu 2012

• Rúm 55% af starfsemi Samherja eru erlendis.
• Félög samstæðunnar starfa í 11 löndum og gera upp í 9 mismunandi gjaldmiðlum.
• Öll erlend félög innan samstæðu Samherja hf eru fjármögnuð erlendis.
• Hagnaður ársins nam tæpum 16 milljörðum króna.
• Söluhagnaður nam 1,6 milljörðum króna.
• Tekjuskattur og auðlindagjald fyrirtækja Samherja hf. til ríkissjóðs Íslands nema 3,3 milljörðum króna. Tekjuskattur til greiðslu mun nema 1,9 milljarði króna og að auki greiða félögin á Íslandi 1,4 milljarða króna í veiðileyfagjald.
Félög samstæðunnar starfa í ellefu löndum og gera upp í níu mismunandi gjaldmiðlum. (EUR, USD, GBP, ISK, CAD, PLN, DKK, NOK og NAD). Samstæðureikningur félagsins er settur fram í evrum en í tilkynningunni eru tölur umreiknaðar í íslenskar krónur miðað við meðalgengi ársins 2012 sem var 160,7 krónur á hverja evru.