Fréttir

Atvinnumálafundir Samherja

Á næstunni mun Samherji hf. boða til nokkurra funda í Eyjafirði, þar sem farið verður yfir atvinnumál og starfssemi Samherja kynnt.

Onward kaupir skip

Onward Fishing Company  hefur fest kaup á rækjutogaranum Fríðborg frá Færeyjum. Skipið er ísstyrkt og sérútbúið til rækjuveiða.

Samherji styrkir samfélagsverkefni á Akureyri og Dalvík um 60 milljónir króna

Samherji hf. bauð til móttöku í Flugsafni Íslands á Akureyri í dag og afhenti við það tækifæri styrki til ýmissa samfélagsverkefna að fjárhæð 60 milljónir króna. Flestir styrkirnir eru veittir til íþrótta- og æskulýðsfélaga á Akureyri og Dalvík.  

Samherji greiðir starfsfólki í landi 100 þúsund króna launauppbót

Samherji hefur ákveðið að greiða 300 starfsmönnum sínum í landi 100 þúsund króna launauppbót, miðað við fullt starf. Uppbótin verður greidd með launum núna um mánaðamótin og bætist við umsamda desemberuppbót sem greidd er á sama tíma.

Nýr göngustígur afhentur Akureyringum

  Á morgun laugardag kl. 11 verður vígður formlega nýr göngustígur í Naustaborgum, nyrst í landi Kjarnaskógar.  Skógræktarfélag Eyfirðinga hefur haft veg og vanda af því að búa stíginn til fyrir styrk frá Samherja hf.  Þessi afhending markar lokin á styrkveitingum ársins til eflingar íþróttastarfi barna og unglinga og átakinu "Hreyfing og útivist" ,sem hrint var af stað í desember sl.

Hátíð á heimsvísu

Ávarp Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja hf., á Fiskidaginn mikla á Dalvík 2009 

Flutningur á 600 þúsund lifandi laxaseiðum til Noregs

Nýlega  lauk rúmlega vikulöngu verkefni hjá Íslandsbleikju, dótturfyrirtæki Samherja hf., með því að skip með 600 þúsund lifandi laxaseiðum afhenti þau í kvíar í Kirkenes í Norður Noregi. Þetta er mesta magn af seiðum sem flutt hefur verið milli landa á þennan hátt en verðmæti farmsins er um 6 milljónir Norskra króna eða um 120 milljónir Íslenskra króna.

Snæfell EA 310 heldur í sína fyrstu veiðiferð

Stemning var á bryggjunni um hádegisbil á föstudaginn er Snæfell EA 310 hélt í sína fyrstu veiðiferð í blíðskaparveðri.  

Íslenska bleikjan vekur hrifningu í Frakklandi

Samherji hf. tók á dögunum þátt í hinni gríðarstóru matvælasýningu Sirha í Lyon í Frakklandi þar sem kynntar voru afurðir félagsins.  Viðtökur voru framar vonum hjá hinum fjölmörgu gestum sem m.a. fengu að bragða á lystilega framreiddu fersku íslensku fiskmeti.

Samherji styrkir samfélagsverkefni á Eyjafjarðarsvæðinu um rúmar 50 milljónir króna

Í tilefni þess að 25 ár eru liðin frá því að Samherji hf. hóf útgerð og jafnframt til að heiðra minningu tvíburabræðranna Baldvins Þ. Þorsteinssonar og Vilhelms V. Þorsteinssonar, styrkir Samherji ýmis samfélagsverkefni á Eyjafjarðarsvæðinu um samtals rúmar 50 milljónir króna.