Fréttir

Tímamótalöndun Baldvins frá Cuxhaven á Dalvík

Ferskur afli úr skipi frá Evrópusambandslandi unninn á Dalvík
Togarinn Baldvin frá Cuxhaven kom til Dalvíkur í gærkvöld og landaði þar um 200 tonnum af ferskum bolfiski, aðallega þorski. Byrjað var
að vinna aflann kl. fjögur aðfaranótt pálmasunnudags í landvinnslu Samherja á Dalvík og fer hluti af afurðunum með flugi á
Frakklandsmarkað í nótt. Fiskurinn var veiddur í Barentshafi, úr veiðiheimildum Evrópusambandsins. Löndunin markar ákveðin
tímamót því þetta er í fyrsta sinn í meira en tvo áratugi sem ferskum afla úr skipi frá Evrópusambandslandi er landað
til vinnslu á Íslandi.

Samherji veitir 13 starfsmönnum sínum hvatningarverðlaun

Samherji hf. hefur ákveðið að veita 13 starfsmönnum sínum sérstök hvatningarverðlaun fyrir framúrskarandi mætingu til vinnu á árinu 2010. Starfsmennirnir fá hver um sig ferðaávísun að upphæð 100 þúsund krónur. Þetta er fjórða árið í röð sem fyrirtækið veitir slíka viðurkenningu.  

Samherji gefur nestishús í Hlíðarfjalli

Síðdegis í gær var undirritað í Hlíðarfjalli gjafaafsal sem felur í sér að Samherji hf. gefur Akureyrarbæ til fullrar eignar og umráða nýtt nestishús sem risið hefur á skíðasvæðinu.

Starfsmenn Samherja fjölmenntu í Hlíðarfjall

Skíðadagur Samherja var haldinn í annað sinn í gær. Yfir 200 manns, starfsmenn og fjölskyldur þeirra fóru saman á skíði, bretti eða sleða og skemmtu sér konunglega. Þá var grillað ofan í mannskapinn og má segja að útivistin hafi aukið matarlystina til muna því veitingarnar runnu vel niður.

Hver fékk launahækkunina 2009-10?

Á árinu 2010 greiddi Samherji hf. 5.300 milljónir króna í laun og launatengd gjöld. Hækkun á milli ára nam samtals 1.200 milljónum króna. Af þessari hækkun fengu starfsmenn Samherja hf. 450 milljónir í sinn hlut en ríkið, lífeyrissjóðir og stéttarfélög 750 milljónir.

Skilningsleysi og rangtúlkanir þingmanns Samfylkingar

-Yfirlýsing frá Þorsteini Má Baldvinssyni
Í gærkvöld boðuðu bæjaryfirvöld á Akureyri ásamt Samtökum atvinnurekenda á Akureyri og Verkalýðsfélögunum
í Eyjafirði til opins fundar í Menningarhúsinu Hofi til að ræða áhrif breytinga í sjávarútvegi á annan atvinnurekstur og
þjónustu í Eyjafirði. Fundurinn var vel sóttur (um 250 manns), framsöguerindin upplýsandi og umræðurnar á eftir ekki síður
athygliverðar.

Samherji styrkir samfélagsverkefni á Eyjafjarðarsvæðinu um 75 milljónir króna

Samherji hf. boðaði til móttöku síðdegis í dag í Flugsafni Íslands á Akureyri og afhenti við það tækifæri styrki til ýmissa samfélagsverkefna á Eyjafjarðarsvæðinu upp á 75 milljónir króna. Flestir styrkirnir eru gagngert veittir til að efla barna- og unglingastarf í íþrótta- og æskulýðsfélögum á Eyjafjarðarsvæðinu.

Vilhelm Þorsteinsson EA setur met í aflaverðmæti

Vilhelm Þorsteinsson EA 11 kom í land með fullfermi af frystum síldarflökum í gær og lauk þar með síðustu veiðiferð þessa árs. Áhöfnin á Vilhelm Þorsteinssyni er búin að veiða um 50.000 tonn og skilar þjóðarbúinu um 3,3 milljörðum kr. á þessu ári, sem er met í aflaverðmæti.  

Áhafnir á Samherjaskipum leggja samfélaginu lið

Sjómenn á fimm skipum Samherja hf., Björgúlfi, Björgvin, Vilhelm þorsteinssyni, Oddeyrinni og Snæfelli hafa afhent styrki til þriggja aðila á Akureyri, alls um 1.430 þúsund krónur.

Björgúlfur EA yfir milljarðinn

Björgúlfur EA 312 kom til heimahafnar á Dalvík í dag með fullfermi eða 115 tonn af fiski.  Uppistaðan er þorskur sem fer beint til vinnslu í frystihúsinu á Dalvík.  Aflaverðmæti í túrnum eru rúmar 25 milljónir króna.  Með þessari löndun hefur Björgúlfur veitt fyrir yfir 1000 milljónir króna á árinu og er það í fyrsta skipti sem skipið veiðir fyrir meira en milljarð á einu ári. Í tilefni af þessum tímamótum var áhöfninni færð  rjómaterta við heimkomuna.