Samherji kaupir skip til uppsjávarveiða
10.07.2006
Samherji hf. hefur fest kaup á skipi á Hjaltlandseyjum. Skipið er 71 metri að lengd og 13 metrar á breidd og sérstaklega hannað til uppsjávarveiða. Það hefur 10.000 hestafla vél og burðargeta þess er 2.100 tonn í sjókælitönkum (RSW). Skipið var smíðað í Noregi árið 1998.