Fréttir

Samherji hefur vinnslu á ferskum afurðum í Cuxhaven

Nýstofnað fyrirtæki, sem fengið hefur nafnið Icefresh GmbH hóf vinnslu á ferskum karfaflökum í Cuxhaven í dag. Fyrsti aflinn í vinnslunni var karfi úr Barða NK sem Síldarvinnslan hf gerir út og fyrsti viðskiptavinurinn var að sjálfsögðu Bohlsen, sem er uppáhalds veitingastaður Samherjamanna í Cuxhaven.

Hlutafjáraukning FAB

Fréttatilkynning frá Samherja hf.: Stjórn Samherja hf. hefur samþykkt að taka þátt í hlutafjáraukningu þýska félagsins FAB GmbH fyrir allt að EUR 4.000.000 vegna kaupa þess á 58% hlut í félaginu Pickenpack – Hussmann & Hahn Seafood Gesellschaft MBH, sem er þýskt framleiðslufyrirtæki á frosnum sjávarafurðum. Seljandi hlutafjárins er Orlando en fyrir átti FAB 40% hlutafjár í félaginu.  Fjármögnun kaupanna annaðist KB banki.

Kiel með 300 milljóna króna túr


Samherji selur eignarhlut sinn í Kaldbak hf.

Fréttatilkynning frá Samherja hf.:Gengið hefur verið frá samningum um sölu á 25% eignarhlut Samherja hf. í Kaldbak hf. og mun félagið fá sem endurgjald hlutabréf í Burðarás hf. að nafnvirði kr. 279.737.963. Samningur þessi er gerður með fyrirvara um samþykki hluthafafundar Burðarás hf. Gera má ráð fyrir að hagnaður Samherja vegna viðskiptanna verði ríflega einn milljarður króna.  

Velkomnir til Akureyrar

Skipverjar á fjölveiðiskipinu Vilhelm Þorsteinssyni EA 11 fengu góðar móttökur er skipið lagðist að bryggju á Akureyri um hádegið í dag. Á þeim 100 dögum sem liðnir eru frá 7.júní, er skipið lagði síðast upp frá Akureyri, hefur verið landað úr skipinu nær 8.000 tonnum af frystum síldarafurðum, að verðmæti tæplega 500 milljónum króna. Þar af veiddi skipið tæplega 15.000 tonn úr Norsk íslenska síldarstofninum og núna rúm 1000 tonn úr íslensku sumargotssíldinni. Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Akureyri sá ástæðu til að koma og taka á móti skipinu. Hann færði skipverjum veglega marsipantertu og óskaðu þeim til hamingju með árangurinn. Kristján Þór komst svo að orði við þetta tækifæri að velgengni skipsins væri hagur allra bæjarbúa sem og þjóðfélagsins alls. 

Breytingar hjá Sæsilfri

Guðmundur Valur Stefánsson framkvæmdastjóri Sæsilfurs hefur látið af störfum að eigin ósk.  Guðmundur er einn af stofnendum Sæsilfurs og hefur verið framkvæmdastjóri þess frá upphafi.  Stjórn Sæsilfurs þakkar Guðmundi fyrir vel unnin störf á tímabilinu og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi. Stjórn Sæsilfurs hefur í stað Guðmundar Vals ráðið Simin Pauli Sivertsen.  Simin er  42 ára Færeyingur frá Klaksvik.  Hann starfaði áður hjá East Salmon í Færeyjum í 12 ár, þar af sem rekstrarstjóri síðustu sex ár.  East Salmon er eitt af þremur stærsu framleiðendum á laxi í Færeyjum. 

Útvegsmenn gáfu Háskólanum á Akureyri fullkomna neðansjávarmyndavél

Landssamband íslenskra útvegmanna hefur gefið Háskólanum á Akureyri fullkomna neðansjávarmyndavél sem afhent var við hátíðlega athöfn í skólanum í gær. Það var Björgólfur Jóhannsson, formaður LÍÚ sem afhenti Þorsteini Gunnarssyni, rektor Háskólans gjöfina, en í máli hans kom fram að hér er um að ræða afar fullkomið tæki sem skapar byltingarkenndar  umbætur á tæknilegri rannsóknagetu neðansjávar. 

Samherji hf. eykur þátttöku sína í sjávarútvegi í Evrópusambandinu

Fréttatilkynning frá Samherja: Stjórn Samherja hf. samþykkti á fundi sínum í dag að kaupa 65% hlutafjár í þýska útgerðarfélaginu CR Cuxhaven Reederei GmbH, en fyrir átti félagið 35% eignarhlut í félaginu. Kaupverð nemur 17,3 milljónum evra. Jafnframt samþykkti stjórnin kaup dótturfyrirtækisins Onward Fishing Company Ltd. á 50% hlut í Boyd Line Ltd í Hull. Kaupverð 50% hlutar í Boyd Line nemur um 6,5 milljónum punda. Veiðiheimildir þeirra fjögurra fyrirtækja í Evrópusambandinu sem Samherji á nú aðild að nema um 20 þúsund þorskígildistonnum og er helmingur þessara veiðiheimilda eða um 10 þúsund tonn þorskur. Til samanburðar má geta að veiðiheimildir Samherja á Íslandsmiðum nema um 25 þúsund þorskígildistonnum.

Góður þorskafli í Barentshafi

Skip tengd Samherja hf. hafa verið við veiðar á Svalbarðasvæðinu að undanförnu.  Að sögn Brynjólfs Oddssonar skipstjóra á frystitogaranum Kiel hefur veiðin verið jöfn og stöðug og afar góð á undanförnum dögum. 

Landanir Samherjaskipa um fiskveiðiáramót

Akureyrin EA 110 lagðist drekkhlaðin að bryggju á Akureyri í morgun með um 565 tonn af frosnum afurðum, aðallega ufsa.  Aflinn var alls um 1.090 tonn en aflaverðmæti afurðanna er um 95 milljónir króna.