Fréttir

Þorvarður Lárusson SH og Svanur EA með góðan afla

Skipin tvö Þorvarður Lárusson og Svanur hafa verið að veiðum við Vesturland og hafa þau komið með 190-200 tonna afla að landi á 9-10 daga tímabili.  Aflinn er ísaður um borð í kör sem fara að hluta til í vinnslu til Dalvíkur og Stöðvarfjarðar en hluti farið í gámum á markað í Bretlandi.

Boydline Ltd.

Boydline Ltd. í Bretlandi, sem Onward Fishing Company, dótturfélag Samherja, á til helminga á móti hollenska útgerðarfyrirtækinu Parlevliet & Van der Plas, gerir út frystitogarann Arctic Warrior. Arctic Warrior er aðallega gerður út til bolfiskveiða, en félagið hefur yfir að ráða stórum hluta breska þorskkvótans í Barentshafi og við Grænland.

Vísir hf.

Nokkrir af helstu stjórnendum Vísis í Grindavík mættu til sýningarinnar og voru tíðir gestir á bás Samherja og Pickenpack - Hussmann & Hahn. Samherji selur umtalsvert magn afurða Vísis í gegnum sölukerfi sitt, en félögin gerðu sem kunnugt er samkomulag fyrir nokkrum mánuðum m.a. um veiðar, vinnslu og sölu afurða.

PICKENPACK - HUSSMANN & HAHN

Pickenpack - Hussmann & Hahn eru ásamt Samherja með bás á sýningunni í Brussel, eins og áður hefur komið fram. Finnbogi Baldvinsson, framkvæmdastjóri félagsins, segir að einn helsti tilgangurinn með þátttöku í sýningunni sé að gera fyrirtækið enn sýnilegra gagnvart viðskiptavinum sínum, sem og öðrum.

FRAMHERJI

Anfinnur Olsen framkvæmdastjóri Framherja í Færeyjum er staddur á sýningunni í Brussel í ár eins og undanfarin ár.
Anfinnur er mjög ánægður með sýninguna, sem er að hans sögn kjörinn vettvangur til að hitta viðskiptavini og samstarfsaðila víðs vegar að úr heiminum.

Atlantex

Atlantex, dótturfyrirtæki DFFU, í Póllandi gerir út frystitogarann Wiesbaden GDY-157.

Samherji í Brussel

Í morgun hófst hin árlega sjávarútvegssýning "European Seafood Exhibition" í Brussel og stendur hún fram til 28. apríl. Samherji er sýnilegri í ár en nokkru sinni fyrr, þar sem Samherji og Pickenpack - Hussmann & Hahn eru saman með bás.

Yfirtökutilboð til hluthafa Samherja hf.

Fjárfestingafélagið Fylkir ehf. býður hluthöfum Samherja hf. að kaupa hlutabréf þeirra í félaginu á genginu 12,1 króna fyrir hvern hlut. Tilboðið gildir í 10 vikur til 5. júlí 2005. Hér fyrir neðan er auglýsing um tilboðið sem birtist í Morgunblaðinu föstudaginn 22.apríl s.l. Einnig tilboðsyfirlit og framsalseyðublað (í sama skjali).

Seagold Ltd. á Donington Catering Expo 2005

Á hverju ári eru haldnar ýmsar sýningar sem viðkoma sjávarútvegi. Undanfarin ár hefur Samherji hf. og dótturfyrirtæki þess einna helst tekið þátt í tveimur þeirra; annars vegar bresku sýningunni “Donington Catering Expo” og hins vegar stærstu sjávarútvegssýningu heims “European Seafood Exposition”  sem haldin er árlega í Brussel...

Stjórn Samtaka atvinnulífsins um borð í Vilhelm EA

Stjórn Samtaka atvinnulífsins hélt stjórnarfund á Akureyri í gær. Í tengslum við fundinn heimsóttu stjórnarmenn nokkur fyrirtæki á Akureyri og var Samherji í þeim hópi. Þar sem flaggskip Samherja, Vilhelm Þorsteinsson EA 11, liggur við bryggju þessa dagana, aldrei þessu vant, þótti tilvalið að bjóða stjórninni um borð.