Skipverjar á fjölveiðiskipinu Vilhelm Þorsteinssyni EA 11 fengu góðar móttökur er skipið lagðist að bryggju á Akureyri um hádegið í dag. Á þeim 100 dögum sem liðnir eru frá 7.júní, er skipið lagði síðast upp frá Akureyri, hefur verið landað úr skipinu nær 8.000 tonnum af frystum síldarafurðum, að verðmæti tæplega 500 milljónum króna. Þar af veiddi skipið tæplega 15.000 tonn úr Norsk íslenska síldarstofninum og núna rúm 1000 tonn úr íslensku sumargotssíldinni. Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Akureyri sá ástæðu til að koma og taka á móti skipinu. Hann færði skipverjum veglega marsipantertu og óskaðu þeim til hamingju með árangurinn. Kristján Þór komst svo að orði við þetta tækifæri að velgengni skipsins væri hagur allra bæjarbúa sem og þjóðfélagsins alls.