Fréttir

Hagnaður Samherja 622 milljónir króna

Níu mánaða uppgjör Samherja hf.:Samherji hf. var rekinn með 622 milljón króna hagnaði á fyrstu níu mánuðum ársins 2003. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var 1.800 milljónir króna, eða 19,2% af rekstrartekjum. Veltufé frá rekstri var 1.286 milljónir króna og handbært fé frá rekstri nam 1.110 milljónum.

Sjávarútvegur á Norðurlandi - staða, ógnir & tækifæri

Opin ráðstefna á vegum Útvegsmannafélags Norðurlands í matsal Útgerðarfélags Akureyringa hf. föstudaginn 21. nóvember kl. 13.30. Allir velkomnir. 

Um helmingur frystra afurða Samherja á þessu ári fluttur með leiguskipum

Það sem af er þessu ári hefur Samherji flutt út um tólf þúsund tonn af frystum afurðum, bæði bolfisk- og uppsjávarafurðum, með flutningaskipum sem félagið hefur leigt til flutninga á sjávarafurðum frá Íslandi til hafna í Evrópu. Eitt af þessum skipum, Green Snow, er nú í Neskaupstað þar sem stefnt er að því að ljúka við lestun skipsins annað kvöld, en fulllestað tekur það um 1.850 tonn. Áður hafði Green Snow haft viðkomu í Grindavík, þar sem skipað var út 425 tonnum, og á Reyðarfirði, þar sem skipað var út tæplega 300 tonnum. Uppistaðan í farminum er síldarflök, en einnig bolfiskafurðir. 

Kaup á Akrabergi ganga til baka

Breytingar á skipastól Samherja.: Samherji hf. hefur nýtt sér skilarétt í kaupsamningi sem félagið gerði um kaup á frystitogaranum Akrabergi af Framherja Spf. og hefur skipinu þegar verið skilað til fyrri eigenda. Skipið var gert út á úthafskarfaveiðar og fór eina veiðiferð á vegum Samherja hf.Fréttatilkynning frá Samherja hf., þriðjudaginn 14.október 2003

Þorsteinn EA seldur

Breytingar á skipastól Samherja hf.: Gengið hefur verið frá samningi um sölu á fjölveiðiskipinu Þorsteini EA til Hraðfrystistöðvar Þórshafnar hf. Með í kaupunum fylgir 1,25% aflahlutdeild í loðnu, 2% hlutdeild í kolmunna og 1,1% hlutdeild í íslenskri síld. Söluverð er 1.360 milljónir króna. Sala þessi myndar hvorki söluhagnað né sölutap hjá félaginu. Skipið verður afhent nýjum eigendum þann 30. nóvember n.kFréttatilkynning frá Samherja hf. 9. september 2003

Starfsfólki fjölgað um 20-30 stöðugildi

Samkomulag um breytt vinnufyrirkomulag í frystihúsi Samherja á Dalvík:

Samherji hf. kaupir frystitogarann Akraberg

Samherji hf. hefur gengið frá kaupum á frystitogaranum Akrabergi frá Framherja Spf. í Færeyjum, en Samherji á þriðjungs hlut í því félagi. Í kaupsamningi um skipið er ákvæði um skilarétt innan 3ja mánaða frá undirritun. Hið nýja skip fær einkennisstafina GK-210. Í áhöfn skipsins eru 28 menn og skipstjóri er Eydunn á Bergi, sem verið hefur skipstjóri skipsins um árabil. Skipið hélt í dag á úthafskarfaveiðar. 

Hagnaður Samherja 603 milljónir króna

Fréttatilkynning, 25. ágúst 2003,Sex mánaða uppgjör Samherja hf.: Samherji hf. var rekinn með 603 milljón króna hagnaði áfyrstu sex mánuðum ársins 2003. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var 1.201 milljónir króna, eða 19,2% af rekstrartekjum. Veltufé frá rekstri var 834 milljónir króna og handbært fé frá rekstri nam 1.113 milljónum.

Fiskidagurinn mikli 2003

Fiskidagurinn mikli verður haldinn hátíðlegur í Dalvíkurbyggð þriðja árið í röð á morgun laugardaginn 9.ágúst, er fiskverkendur og fleiri aðilar í Dalvíkurbyggð bjóða öllum gestum og gangandi í mat.  Markmiðið með deginum er að fá sem flesta til að koma saman og borða fisk og njóta þess að vera saman. Boðið verður upp á vandaða og fjölbreytta skemmtidagskrá.

Starfsmenn Samherja standa sig vel

Samherji átti tvo fulltrúa á Arctic Open sem fram fór þ.26-28. júní sl. og komust báðir í verðlaunasæti. Halla Sif Svavarsdóttir lenti í þriðja sæti í kvennaflokki og Hafþór Jónasson í þriðja sæti í öldungaflokki. Mótið þótti takast vel og náðu mótsgestir því takmarki sínu að spila í miðnætursól eins og þessi fallega mynd, sem tekin var af Höllu Sif ber með sér. Mynd tekin af (www.pedromyndir.is)