Fréttir

Í viðræður um kaup á Boyd Line

Fréttatilkynning frá Samherja hf. :

Tæp 11.000 tonn af loðnuafurðum úr landi

Þrjú norsk flutningaskip á vegum Samherja hf. hafa síðustu daga tekið um borð afurðir fyrirtækisins og samstarfsfyrirtækja í höfnum á Norður- og Austurlandi. Alls er um að ræða rúm 8.500 tonn af frystum vörum; nær eingöngu loðnuafurðir. Fyrir fáum dögum flutti fjórða skipið um 2.400 tonn af loðnuafurðum úr landi og því nema þessir flutningar alls tæpum 11.000 tonnum á skömmum tíma. 

Aflinn fæst í Norðausturkjördæmi

Á árinu 2003 veiddu ísfiskskip Samherja hf. mun meira  af afla sínum austan við land en á Vestfjarðamiðum.

Frystu tæplega 600 tonn af loðnu

Fjögurra sólarhringa loðnutúr Vilhelms Þorsteinssonar EA-11: Tæplega 600 tonn af loðnu voru fryst um borð í Vilhelm Þorsteinssyni EA frá því á fimmtudags-kvöld og þar til í morgun.  Guðmundur Jónsson, skipstjóri, segir að áhöfnin hafi verið vel samstillt í í frystingunni og hún því gengið hratt og örugglega. 

Vinnu lokið við eitt stærsta hugbúnaðarverkefni í íslenskum sjávarútvegi

Fréttatilkynning Nýherja hf. ,,Markmiðið að fá greiðari aðgang að upplýsingum og ná fram  auknu hagræði,” segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja                         

Afli og verðmæti Samherjaskipa 2003

Samanlagður afli skipa Samherja hf. á nýliðnu ári nam ríflega 152 þúsund tonnum. Afli fjölveiði- og uppsjávarskipa nam samtals um 128.000 tonnum og afli bolfiskskipa félagsins var samanlagður um 24.000 tonn. Heildarverðmæti þessa afla nam 5,4 milljörðum króna. Til samanburðar var heildarafli skipa Samherja hf. á árinu 2002 um 157.000 tonn og aflaverðmætið nálægt 6,6 milljörðum. Helstu ástæður minna aflaverðmætis er annars vegar lægra afurðaverð í erlendri mynt og hins vegar hækkun á gengi íslensku krónunnar.

Metár hjá Björgúlfi EA

Aflaverðmætið nam 526 milljónum króna á árinu 2003, sem er hugsanlega mesta aflaverðmæti íslensks ísfisktogara á einu áriÍsfiskskipið Björgúlfur EA 312 veiddi alls 5.000 tonn á árinu 2003 og nam aflaverðmætið rúmum 526 milljónum króna (FOB-verðmæti). Þetta er mesti afli sem skipið hefur komið með að landi á einu ári og má telja að hér sé um að ræða mesta aflaverðmæti sem íslenskur ísfisktogari hefur skapað á einu og sama árinu.

Aflaverðmæti Vilhelms Þorsteinssonar EA 1.135 milljónir króna

Mun meiri verðmætasköpun í síldveiðum en hjá öðrum skipum íslenska síldveiðiflotans Fjölveiðiskipið Vilhelm Þorsteinsson EA-11 veiddi alls tæp 54.000 tonn á árinu 2003 og nam framleiðsluverðmæti afurðanna 1.135 milljónum króna (CIF-verðmæti). Afli skipsins var aðallega síld, loðna, kolmunni og úthafskarfi. Skipið veiddi alls 23.000 tonn af síld, 22.000 tonn af loðnu, 8.000 tonn af kolmunna og um 1.400 tonn af úthafskarfa. 

Samherji fjárfestir í frystigeymslu

Samherji hf og Framherji í Færeyjum hafa gengið frá kaupum á 42% hlut í frystigeymslunni Bergfrost í Fuglafirði í Færeyjum. Frystiklefar Bergfrosts eru 3 og eru þeir sprengdir inn í fjallshlíð í Fuglafirði, rúmmál þeirra samtals er 50.000 m3, og taka þeir allt að 13.000 tonnum af frystum afurðum á brettum. Þá er í byggingu 700 fm hús við hlið frysti-geymslunnar til flokkunar og skráningar á fiski.  Byggingin verður svokölluð landamærastöð þar sem taka má á móti fiski sem kemur frá löndum utan Evrópusambandsins og mun uppfylla allar kröfur þar að lútandi. Verður þetta ein af þremur landamærastöðvum ESB í Færeyjum. 

Forseti Íslands heimsækir Samherja

Hr. Ólafur Ragnar Grímsson forseti skoðar afurðir í framleiðslunni hjá Gunnari Aðalbjörnssyni rekstrarstjóra Snæfells á Dalvík   Í tilefni af veitingu Útflutningsverðlauna Forseta Íslands til Samherja hf. í maí sl. kom Hr. Ólafur Ragnar Grímsson ásamt eiginkonu sinni, frú Dorrit Moussaieff, og fulltrúum úthlutunar-nefndarinnar og Útflutningsráðs í heimsókn til Samherja í dag. Á móti gestunum tóku Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, og Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðar, ásamt hátt í 200 starfsmönnum Samherja hf.