Fréttir

Fiskidagurinn mikli 2003

Fiskidagurinn mikli verður haldinn hátíðlegur í Dalvíkurbyggð þriðja árið í röð á morgun laugardaginn 9.ágúst, er fiskverkendur og fleiri aðilar í Dalvíkurbyggð bjóða öllum gestum og gangandi í mat.  Markmiðið með deginum er að fá sem flesta til að koma saman og borða fisk og njóta þess að vera saman. Boðið verður upp á vandaða og fjölbreytta skemmtidagskrá.

Starfsmenn Samherja standa sig vel

Samherji átti tvo fulltrúa á Arctic Open sem fram fór þ.26-28. júní sl. og komust báðir í verðlaunasæti. Halla Sif Svavarsdóttir lenti í þriðja sæti í kvennaflokki og Hafþór Jónasson í þriðja sæti í öldungaflokki. Mótið þótti takast vel og náðu mótsgestir því takmarki sínu að spila í miðnætursól eins og þessi fallega mynd, sem tekin var af Höllu Sif ber með sér. Mynd tekin af (www.pedromyndir.is)

Landaði 900 tonnum eftir 13 daga á veiðum


Landaði 900 tonnum eftir 13 daga á veiðum


Hagnaður Samherja 580 milljónir króna

Þriggja mánaða uppgjör Samherja hf.:Samherji hf. var rekinn með 580 milljón króna hagnaði fyrstu 3 mánuði ársins 2003.  Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var tæplega 685 milljónir króna, eða 21% af rekstrartekjum. 

Sjávarútvegssýningin í Brussel 2003

Dagana 6.-8.  maí sl. tók Samherji hf. þátt í sjávarútvegssýningunni, European Seafood Exhibition, í Brussel, sem er langstærsta og mikilvægasta sjávarútvegssýning sem haldin er í Evrópu. 

Kynnisferð til Bretlands

Fyrir skömmu fór hópur starfsmanna frá frystihúsi Samherja hf. á Dalvík og Síldarvinnslunni hf. á Neskaupstað í heimsókn til Bretlands, í þeim tilgangi að kynna sér starfsemi nokkurra helstu viðskiptavina félaganna þar í landi. 

Þorsteinn Már Baldvinsson kosinn varamaður í stjórn

Frá aðalfundi Fjord Seafood ASA Á aðalfundi Fjord Seafood ASA sem haldinn var í Osló í morgun var Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja hf. kosinn varamaður í stjórn félagsins.

Vel heppnuð afmælishátíð


Tuttugu ár frá upphafi útgerðar Samherja hf. frá Akureyri