Hr. Ólafur Ragnar Grímsson forseti skoðar afurðir í framleiðslunni hjá Gunnari Aðalbjörnssyni rekstrarstjóra Snæfells á Dalvík Í tilefni af veitingu Útflutningsverðlauna Forseta Íslands til Samherja hf. í maí sl. kom Hr. Ólafur Ragnar Grímsson ásamt eiginkonu sinni, frú Dorrit Moussaieff, og fulltrúum úthlutunar-nefndarinnar og Útflutningsráðs í heimsókn til Samherja í dag. Á móti gestunum tóku Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, og Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðar, ásamt hátt í 200 starfsmönnum Samherja hf.