Fréttir

Mannabreytingar í söludeild Samherja


Framtíðin í fiskeldinu

"Það er komin upp sú staða að Íslendingar verða að ákveða hvort þeir ætla að verða þátttakendur í fiskeldinu eða ekki. Ef við fáum fiskeldið ekki til að ganga fljótlega, held ég að við missum einfaldlega af lestinni." Þetta kom fram í ítarlegu viðtali við Þorstein Má Baldvinsson forstjóra Samherja sem birtist í Morgunblaðinu sunnudaginn 30. júní. Þar ræddi Þorsteinn Már um sjávarútvegsmálin vítt og breitt frá ýmsum hliðum, starfsemi Samherja, framtíðarsýn félagsins og fleira.

Laxaslátrun í Grindavík

Ný sláturaðstaða og ný sláturaðferð

Sléttbakur keyptur en Kambaröst seld

Breytingar á skipastóli Samherja hf.:Samherji hf. hefur í dag gengið frá kaupum á Sléttbak EA-4 en skipið var áður í eigu Útgerðarfélags Akureyringa hf. Ennfremur hefur verið gengið frá sölu á Kambaröst SU 200 til útgerðar í Namibíu. Nettófjárfesting félagsins vegna þessara viðskipta er ríflega 100 milljónir króna.

Óþokkar ná góðum árangri

Hið bráðefnilega lið UMF Óþokka Hið léttleikandi og skemmtilega fótboltalið Samherja, UMF Óþokki var einungis hársbreidd frá því að komast í undanúrslit pollamóts Þórs sem fram fór s.l. helgi á Akureyri. Má leiða að því líkum að liðið hefði komið sterkt inn í undanúrslitum og tvímælalaust skipað sér í verðlaunasæti. Liðið hefur enda á að skipa völdum leikmönnum í hverju rúmi og einvaldar liðsins ófeimnir að kaupa snjalla og reynslumikla menn. 

SAP Mannauðslausn tekin í notkun hjá Samherja hf.

Samherji hf. tók á dögunum formlega í notkun SAP X-press Mannauðslausn fyrir starfsmannahald félagsins. Það eru hugbúnaðarlausnir Nýherja sem sjá um innleiðingu á lausninni, en mannauðslausnin er hluti af nýju SAP upplýsingakerfi sem Samherji hf. er að taka í notkun.

Stór og falleg loðna til Grindavíkur

Fyrstu loðnunni sem skip Samherja veiða á nýhafinni loðnuvertíð var landað hjá Samherja í Grindavík fimmtudagskvöldið 27. júní. Það var Oddeyrin EA sem landaði 700 tonnum af loðnu sem skipið náði á Halamiðum vestur af landinu. 

Dómur í máli norska ríkisins gegn Samherja hf.

Dómur var í dag kveðinn upp í héraðsdómi á eynni Storð í Noregi þar sem Samherji hf. var dæmdur til að greiða skaðabætur til norska ríkisins að fjárhæð 10 milljónir norskra króna, jafnvirði 117 milljóna íslenskra króna, fyrir að hafa sýnt gáleysi, - þó ekki stórkostlegt gáleysi - í samskiptum við skipasmíðastöðina Th. Hellesöy í Noregi og hafa þannig átt þátt í að ríkissjóður Noregs styrkti skipasmíðastöðina ranglega vegna smíði íslenska fjölveiðiskipsins Vilhelms Þorsteinssonar EA 11. Samherji hefur ákveðið að áfrýja dómi þessum. Gera má ráð fyrir að málið verði tekið til meðferðar fyrir í Gulaþingsrétti í Bergen á fyrri hluta næsta árs. Dómsstigin í Noregi eru þrjú.

Stóriðja á Eyjafjarðarsvæðinu

Starfsmenn Samherja á Eyjafjarðarsvæðinu eru nú hátt í sex hundruð og fjöldi starfsmanna innanlands vel á áttunda hundraðið. Það er því óhætt að segja að starfsemi Samherja á Eyjafjarðarsvæðinu sé stóriðja á sínu sviði – ígildi risaálvers!

Stímvaktin komin út

Út er komið fréttabréfið Stímvaktin, fréttir frá Samherja hf., 1. tbl. 6. árg. Blaðinu verður dreift inn á öll heimili og til fyrirtækja á Eyjafjarðarsvæðinu auk hluthafa félagsins. Í fréttabréfinu er meðal annars sagt frá rekstrarafkomu Samherja fyrstu þrjá mánuði þessa árs, farið ítarlega yfir starfsemi fyrirtækisins í landi og fjallað um breytingar og endurnýjun á skipastól félagsins. Stímvaktin er einnig aðgengileg á pdf-formi hér...