"Það er komin upp sú staða að Íslendingar verða að ákveða hvort þeir ætla að verða þátttakendur í fiskeldinu eða ekki. Ef við fáum fiskeldið ekki til að ganga fljótlega, held ég að við missum einfaldlega af lestinni." Þetta kom fram í ítarlegu viðtali við Þorstein Má Baldvinsson forstjóra Samherja sem birtist í Morgunblaðinu sunnudaginn 30. júní. Þar ræddi Þorsteinn Már um sjávarútvegsmálin vítt og breitt frá ýmsum hliðum, starfsemi Samherja, framtíðarsýn félagsins og fleira.