Fréttir

Sjómannadagurinn 2002

Það verður mikið um dýrðir á Akureyri um helgina eins og alltaf í kringum sjómannadaginn, hátíðahöld bæði á laugardag og sunnudag. Skip Samherja eru að tínast í land eitt af öðru fyrir helgina.

Fyrsta síldin á leið í land

Vilhelm Þorsteinsson EA-11 er væntanlegur inn til löndunar á Neskaupstað í nótt (aðfaranótt miðvikudags 29. maí) eftir níu daga veiðiferð. Aflinn er um 500 tonn af frystum síldarflökum og er þetta fyrsta síldin úr norsk-íslenska síldarstofninum sem skip Samherja landa á þessari vertíð. Þetta magn samsvarar um 1.000 tonnum af síld uppúr sjó.

Samherji kaupir í SR-mjöli

Samherji hf. hefur í dag keypt hlutabréf í SR-mjöli hf. að nafnverði ríflega 97 milljónir króna. Eignarhlutur Samherja í SR-mjöli er eftir kaupin 12,86% eða tæpar 159 milljónir króna að nafnverði. Viðskiptin hafa verið tilkynnt á Verðbréfaþingi Íslands.

Hagnaður Samherja 1.056 milljónir króna

Þriggja mánaða uppgjör Samherja hf.:Samherji hf. var rekinn með 1.056 milljón króna hagnaði fyrstu 3 mánuði ársins 2002 sem er um 928 milljónum króna betri afkoma en á sama tíma í fyrra. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) er 1.238 milljónir króna, eða 32% af rekstrartekjum samanborið við 26% á sama tíma í fyrra. Veltufé frá rekstri nam 1.116 milljónum króna á tímabilinu en var 713 milljónir fyrstu þrjá mánuði ársins 2001.

Gengið frá skipaskiptum hjá Samherja

Samherji hf. hefur gengið frá sölu Baldvins Þorsteinssonar EA-10 til Deutsche Fishfang Union GmbH (DFFU) í Þýskalandi og kaupum á Hannover NC í hans stað. Söluverð Baldvins Þorsteinssonar er 600 milljónir króna og nemur söluhagnaður um 160 milljónum. Kaupverð Hannover er um 850 milljónir króna.

Baldvin NC 100 heldur til veiða


Árangursrík sýning í Brussel

Dagana 23.-25. apríl tók Samherji hf. þátt í sjávarútvegssýningunni í Brussel, European Seafood Exhibition, með ágætum árangri. Þetta er í annað sinn sem Samherji tekur þátt en fulltrúar frá fyrirtækinu hafa sótt sýninguna frá upphafi.

Gert ráð fyrir um 1.600 milljóna króna hagnaði af rekstri móðurfélagsins árið 2002

Aðalfundur Samherja hf.: Á aðalfundi Samherja hf., sem fram fór í dag, kynnti Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri, rekstraráætlun móðurfélagsins fyrir árið 2002.

Ræða: Þorsteinn Már Baldvinsson, aðalfundur 2002

Ræða flutt á aðalfundi Samherja fimmtudaginn 11. apríl 2002 

Ávarp Finnboga Jónssonar, starfandi stjórnarformanns

Aðalfundur Samherja hf 11. apríl 2002