Fréttir

Samherji kaupir hlutabréf í Síldarvinnslunni

Samherji hefur keypt 11,87% hlut í Síldarvinnslunni hf. Samherji hf. á ennfremur 50% eignarhlut í Snæfugli ehf. sem á 20% hlut í Síldarvinnslunni.

Ný og fullkomin upplýsingatæknilausn innleidd í starfsemi Samherja


Bráðabirgðauppgjör móðurfélags Samherja hf. árið 2001

Samkvæmt óendurskoðuðu uppgjöri móðurfélags Samherja, sem lagt var fram á stjórnarfundi Samherja hf. í dag, er ljóst að hagnaður móðurfélagsins á árinu 2001 er verulega meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir.

Flæðilína sett upp á Stöðvarfirði

Þann 22. janúar síðastliðinn hófst vinnsla að nýju í frystihúsi Samherja á Stöðvarfirði, eftir talsverðar breytingar sem staðið hafa yfir að undanförnu. M.a. var sett upp fullkomin flæðilína fyrir vinnslu á bolfiski, með 16 snyrtistæðum og aðstöðu til niðurskurðar og gæðaskoðunar. Með breytingunum var verið að auka möguleika frystihússins í bolfiskvinnslu en samhliða voru frystitæki fyrir vinnslu uppsjávarfiska tekin niður.

Heilsuátak hjá Samherja

Nú um áramótin ákváðu forsvarsmenn Samherja að hrinda af stað heilsuátaki á meðal sjómanna félagsins. Í því skyni var samið við Líkamsræktina Bjarg á Akureyri og eru sérstakir líkamsræktartímar fyrir sjómenn Samherja þrisvar í viku. Um er að ræða tilraunaverkefni en góð mæting hefur verið það sem af er þannig að ljóst er að þetta fellur í góðan jarðveg meðal sjómanna.

Samherji kaupir hlutabréf í HÞ

Samherji hf. hefur í dag keypt hlutafé að nafnvirði kr. 10.920.000 eða 2,23% í Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. Eignarhlutur Samherja eftir kaupin er 29,85%. Kaupverð bréfanna er kr. 30.300.000 og eru greitt með hlutabréfum í Samherja hf. að nafnvirði kr. 3.000.000. Samherji á eftir viðskipti þessi eigin bréf að nafnvirði kr. 50.980.994.

Tímabundin vinnslustöðvun í rækjuvinnslu Samherja

Ákveðið hefur verið að stöðva framleiðslu í Strýtu, rækjuvinnslu Samherja á Akureyri, tímabundið frá og með næsta mánudegi. Ástæðan er fyrst og fremst hátt hráefnisverð sem og að í hönd fer erfiðasti sölutími ársins. Gert er ráð fyrir að framleiðslustöðvunin vari í 2-3 vikur. Það eru ekki ný tíðindi að dregið sé úr framleiðslunni á þessum árstíma. Slíkt hefur verið gert undanfarin ár, ýmist með því að stöðva vinnsluna alveg eins og nú er gert eða fara tímabundið niður á eina vakt.Starfsfólk áfram á launaskrá Um 50 manns starfa við vinnsluna og mun starfsfólk njóta nær óskertra launa. Full dagvinnulaun eru greidd, sem atvinnuleysistryggingasjóður endurgreiðir fyrirtækinu, og til viðbótar ákvað Samherji að greiða fólki kaupauka. Í stoppinu verður nauðsynlegu viðhaldi sinnt og unnið í ýmsum tilfallandi verkefnum.Bjartsýnn á árið Þrátt fyrir framleiðslustöðvun nú segist Gestur Geirsson, framleiðslustjóri, vera bjartsýnn á árið í heild. Nýlokið er einu besta ári í rækjuvinnslu hjá Samherja frá upphafi þar sem nýtt framleiðslumet var slegið, eða vel yfir 3.000 tonn. Aukinn rækjukvóti á Íslandsmiðum gefur einnig fyrirheit um að hægt verði að draga úr hráefniskaupum erlendis frá en tryggja samt vinnslunni nægjanlegt hráefni.

Breytingar á næsta ári á skipastóli Samherja hf.:

Baldvin Þorsteinsson seldur til DFFU í Þýskalandi -en Hannover NC keypt í staðinn og breytt í fjölveiðiskipSamherji hf. hefur ákveðið að ganga til samninga við útgerðarfyrirtækið Deutsche Fischfang Union í Cuxhaven í Þýskalandi (DFFU) um sölu frystiskipsins Baldvins Þorsteinssonar EA-10 til DFFU. Miðað er við að skipið verði afhent nýjum eiganda í febrúar á næsta ári. Jafnframt er gert ráð fyrir að Samherji hf. kaupi frystiskipið Hannover NC-100, áður Guðbjörg ÍS, af DFFU og því verði breytt í fjölveiðiskip, sem geti veitt og unnið rækju, bolfisk og uppsjávarfisk um borð. Gert er ráð fyrir að fjárfesting Samherja hf. í þessum viðskiptum við DFFU nemi sem svarar 265 milljónum króna.

Afli og aflaverðmæti skipa Samherja hf. árið 2001

Allar aflaverðmætatölur vinnsluskipa eru uppreiknaðar í Cif verðmæti. Áætlað er fyrir verðmæti þeirra veiðiferða sem er að ljúka. Skip Samherja Framleiðslu- verðmæti (milljónir) Afli (tonn) Vilhelm Þorsteinsson Cif 1.340 54.300 Baldvin Þorsteinsson Cif 970 6.400 Víðir Cif 820 5.800 Akureyrin Cif 790 5.200 Björgvin Cif 770 3.500 Margrét Cif 550 2.500 Þorsteinn Ferskt 360 38.600 Kambaröst Ferskt 350 3.700 Björgúlfur Ferskt 310 3.200 Oddeyrin Ferskt 170 23.700 Hjalteyrin Ferskt 120 1.200 Samtals - 6.550 148.100

Af sjónum í forsetastólinn

Síðastliðið þriðjudagskvöld kom Akureyrin EA til hafnar á Akureyri eftir 28 daga veiðiferð með aflaverðmæti upp á tæpar 100 milljónir króna. Skipstjóri var Árni Bjarnason og var þetta síðasti túrinn hans, í bili a.m.k., þar sem hann tekur nú við sem formaður Farmanna- og fiskimannasambandsins. Árni á að baki yfir 30 ára sjómannsferil og hefur því upplifað miklar breytingar í greininni.