Kominn til hafnar á Íslandi eftir fjóra mánuði á norsk-íslensku síldinni
20.09.2002
Vilhelm þorsteinsson EA-11:Vilhelm Þorsteinsson EA-11, fjölveiðiskip Samherja hf., kom til löndunar í Neskaupstað í morgun. Um borð eru um 500 tonn af frystum síldarflökum úr Barentshafi. Skipið lét úr höfn á Íslandi þann 18. maí sl. til veiða á norsk-íslensku síldinni – fyrsta löndun var í Neskaupstað þann 28. maí , en síðan hefur skipið ekki komið til hafnar á Íslandi fyrr en í morgun. Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri, segir að vel hafi gengið í sumar og aflabrögðin almennt verið góð. "Það er ekki hægt annað en vera ánægður með sumarið. Veiðarnar hafa gengið mjög vel og sömuleiðis vinnslan um borð," segir Arngrímur.