Samherji hf. gerir víðtækan samstarfssamning og kaupir hlut í Fjord Seafood ASA í Noregi
20.01.2003
Samið hefur verið um kaup Samherja hf. á eignarhlut í norska sjávarútvegs- og fiskeldisfyrirtækinu Fjord Seafood ASA, sem er eitt af stærstu fyrirtækjum á sínu sviði í heiminum. Samherji hf. kaupir um 2,6% hlut í Fjord Seafood í lokuðu hlutafjárútboði. Nafnverð hlutabréfanna er 11,2 milljónir norskra króna og kaupir Samherji hf. þau á genginu 2,5. Heildarfjárfesting Samherja í þessum viðskiptum er því 28 milljónir norskra króna eða um 320 milljónir íslenskra króna. Jafnframt hefur Samherji gert víðtækan samstarfssamning við Fjord Seafood, sem m.a. tekur til samstarfs félaganna í fiskeldi og sölu sjávarafurða.