Fréttir

Samherji hf. gerir víðtækan samstarfssamning og kaupir hlut í Fjord Seafood ASA í Noregi

Samið hefur verið um kaup Samherja hf. á eignarhlut í norska sjávarútvegs- og fiskeldisfyrirtækinu Fjord Seafood ASA, sem er eitt af stærstu fyrirtækjum á sínu sviði í heiminum. Samherji hf. kaupir um 2,6% hlut í Fjord Seafood í lokuðu hlutafjárútboði. Nafnverð hlutabréfanna er 11,2 milljónir norskra króna og kaupir Samherji hf. þau á genginu 2,5. Heildarfjárfesting Samherja í þessum viðskiptum er því 28 milljónir norskra króna eða um 320 milljónir íslenskra króna. Jafnframt hefur Samherji gert víðtækan samstarfssamning við Fjord Seafood, sem m.a. tekur til samstarfs félaganna í fiskeldi og sölu sjávarafurða. 

Afli og aflaverðmæti skipa Samherja hf. árið 2002


Framleiðsluverðmæti landvinnslu Samherja hf árið 2002


Landar í Grindavík í dag

Baldvin Þorsteinsson EA 10:Baldvin Þorsteinsson EA 10 sigldi inn í Grindavíkurhöfn í dag með um 2.200 tonn af loðnu.  Þetta er í fyrsta sinn sem skipið siglir inn í Grindavíkurhöfn eftir lenginguna og fylgdist fjöldi Grindvíkinga með, enda tilkomumikil sjón er svo stór skip sigla inn í höfnina.  Skipið sætti færis að sigla inn eftir að hafa beðið eftir flóði og séð frá landi virtist talsvert brim.  Að sögn Óskars Ævarssonar verksmiðjustjóra Samherja F & L, sem tók eftirfarandi myndir, gekk siglingin inn vel enda frekar lyngt að mati skipverjanna   

Fyrstu landanir Samherjaskipa

Loðnuvertíðin:

Fjöldi Grindvíkinga kynnti sér starfsemina

Samherji hf.-F&L í Grindavík:Samherji hf.-F&L í Grindavík efndi til kynningar og móttöku fyrir Grindvíkinga sl. mánudag. Dreifibréf var borið í hús í Grindavík sl. sunnudag þar sem fólki var boðið að koma og kynna sér starfsemi fyrirtækisins og þiggja um leið veitingar.

Unnið að endurbótum

Fiskimjölsverksmiðja Samherja í Grindavík:

Skipið undirbúið fyrir prufutúr

Fjöldi fólks tók á móti Baldvin Þorsteinssyni EA-10:Fjöldi fólks tók á móti fjölveiðiskipinu Baldvin Þorsteinssyni EA-10 þegar það lagðist að Tangabryggjunni á Akureyri sl. föstudagskvöld og segir Hákon Þröstur Guðmundsson, annar tveggja skipstjóra á Baldvin, að það hafi verið sérstaklega gaman að fá slíkar móttökur. “Það var rosalega gaman að koma heim með skipið í svona fínu veðri og sjá allan þennn fólksfjölda á bryggjunni."

Baldvin Þorsteinsson EA-10 kemur til heimahafnar á Akureyri í kvöld

Þriðja fjölveiðiskipið í flota Samherja hf:Baldvin Þorsteinsson EA 10, fjölveiðiskip Samherja hf., leggst kl. 21 í kvöld að Tangabryggjunni á Akureyri eftir fimm sólarhringa siglingu frá Riga í Lettlandi þar sem skipið var lengt og gerðar á því ýmsar aðrar breytingar í skipasmíðastöðinni Riga Shipyard.  Eftir þessar breytingar er Baldvin Þorsteinsson öflugt fjölveiðiskip fyrir veiðar og vinnslu á uppsjávarfiski og rækju.  Skipið hefur m.a. verið lengt um 17,6 metra og er mesta lengd þess nú  85,85 metrar. Mesta breidd skipsins er 14 metrar og brúttótonnin eru 2968.

Baldvin Þorsteinsson EA-10 á heimleið frá Lettlandi