Fréttir

Kominn til hafnar á Íslandi eftir fjóra mánuði á norsk-íslensku síldinni

Vilhelm þorsteinsson EA-11:Vilhelm Þorsteinsson EA-11, fjölveiðiskip Samherja hf., kom til löndunar í Neskaupstað í morgun. Um borð eru um 500 tonn af frystum síldarflökum úr Barentshafi. Skipið lét úr höfn á Íslandi þann 18. maí sl. til veiða á norsk-íslensku síldinni – fyrsta löndun var í Neskaupstað þann 28. maí , en síðan hefur skipið ekki komið til hafnar á Íslandi fyrr en í morgun. Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri, segir að vel hafi gengið í sumar og aflabrögðin almennt verið góð. "Það er ekki hægt annað en vera ánægður með sumarið. Veiðarnar hafa gengið mjög vel og sömuleiðis vinnslan um borð," segir Arngrímur.

Sr. Svavar blessaði Akureyrina EA-110

Akureyrin EA 110, sem Útgerðarfélag Akureyringa gerði út til fjölda ára undir nafninu Sléttbakur EA 304, lét í fyrsta skipti úr höfn á Akureyri í gær undir merkjum Samherja hf. Skipstjóri er Guðmundur Freyr Guðmundsson, Sigurbjörn Reimarsson er fyrsti stýrimaður og Helgi Magnússon yfirvélstjóri. Tuttugu menn eru í áhöfn.

Tilfæringar á skipstjórnarmönnum hjá Samherja hf

Undanfarið hafa verið nokkrar tilfæringar á skipstjórnarmönnum hjá Samherja hf. í tengslum við breytingar á skipastóli fyrirtækisins.

Samherji verðlaunaður

Samherji hf. hlaut íslensku sjávarútvegsverðlaunin sem framúrskarandi útgerðarfyrirtæki en verðlaunin voru afhent í annað sinn síðastliðinn föstudag í tengslum við Íslensku sjávarútvegssýninguna.

Akureyrin EA-110 kemur úr sinni síðustu veiðiferð

Tímamót í útgerðarsögu Samherja hf.:Akureyrin EA 110 kemur til hafnar á Akureyri laugardaginn 7. september úr sinni síðustu veiðiferð fyrir Samherja hf. og eins og áður hefur verið tilkynnt hefur skipið verið selt til dótturfélags Samherja í Skotlandi.

Hagnaður Samherja 1.755 milljónir króna

Samherji hf. var rekinn með 1.755 milljóna króna hagnaði fyrstu sex mánuði ársins 2002. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var 2.021 milljón króna eða ríflega 28% af rekstrartekjum samanborið við tæp 25% á sama tíma í fyrra. Veltufé frá rekstri nam 1.624 milljónum króna á tímabilinu en var 1.150 milljónir fyrstu sex mánuði ársins 2001.

"Okkar" maður vann

Sigurpáll Geir Sveinsson varð um helgina Íslandsmeistari í golfi og vann þar með sinn 3ja Íslandsmeistaratitil. Sigurpáll hefur undanfarin ár starfað hjá Samherja og hefur bæði unnið sem háseti og á verkstæði. Við hjá Samherja erum stoltir af okkar manni og óskum honum til hamingju með glæsilegan árangur

Sléttbakur afhentur

Á föstudaginn s.l. tók Samherji formlega á móti Sléttbak EA. Á meðfylgjandi myndum má sjá fulltrúa Samherja og SISL ganga frá skjölum við afhendingu. Eins og fram hefur komið þá mun Sléttbakur fara í slipp áður en það heldur til veiða á vegum félagsins og fær nafnið Akureyrin EA 

Akureyrin EA seld til Onward Fishing Company

Breytingar á skipastóli Samherja hf.:Ákveðið hefur verið að selja Akureyrina EA-110 til Onward Fishing Company, dótturfélags Samherja hf. í Bretlandi, og mun skipið afhent í byrjun september.  

Mannabreytingar í söludeild Samherja

Allnokkrar breytingar hafa orðið á mannahaldi í söludeild Samherja í kjölfar aukinna umsvifa að undanförnu. Birgir Össurarson, sem gegndi starfi sölu- og markaðsstjóra Samherja, hefur flutt sig um set og hóf störf hjá Seagold, dótturfyrirtæki Samherja í Hull, í apríl s.l. en umsvif þess fyrirtækis hafa aukist jafnt og þétt á liðnum misserum.