Þriggja mánaða uppgjör Samherja hf.:Samherji hf. var rekinn með 580 milljón króna hagnaði fyrstu 3 mánuði ársins 2003. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var tæplega 685 milljónir króna, eða 21% af rekstrartekjum.
Dagana 6.-8. maí sl. tók Samherji hf. þátt í sjávarútvegssýningunni, European Seafood Exhibition, í Brussel, sem er langstærsta og mikilvægasta sjávarútvegssýning sem haldin er í Evrópu.
Fyrir skömmu fór hópur starfsmanna frá frystihúsi Samherja hf. á Dalvík og Síldarvinnslunni hf. á Neskaupstað í heimsókn til Bretlands, í þeim tilgangi að kynna sér starfsemi nokkurra helstu viðskiptavina félaganna þar í landi.
Frá aðalfundi Fjord Seafood ASA Á aðalfundi Fjord Seafood ASA sem haldinn var í Osló í morgun var Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja hf. kosinn varamaður í stjórn félagsins.
Í gær 28. apríl voru 20 ár liðin frá því að Samherji hf. hóf starfsemi á Akureyri. Af því tilefni og Útflutningsverðlaunum forseta Íslands 2003 býður Samherji öllum til móttöku í KA-heimilinu á Akureyri miðvikudaginn 30. apríl kl. 19-22.