Baldvin Þorsteinsson EA 10:Baldvin Þorsteinsson EA 10 sigldi inn í Grindavíkurhöfn í dag með um 2.200 tonn af loðnu. Þetta er í fyrsta sinn sem skipið siglir inn í Grindavíkurhöfn eftir lenginguna og fylgdist fjöldi Grindvíkinga með, enda tilkomumikil sjón er svo stór skip sigla inn í höfnina. Skipið sætti færis að sigla inn eftir að hafa beðið eftir flóði og séð frá landi virtist talsvert brim. Að sögn Óskars Ævarssonar verksmiðjustjóra Samherja F & L, sem tók eftirfarandi myndir, gekk siglingin inn vel enda frekar lyngt að mati skipverjanna