Fréttir

Breytingum fylgt eftir með námskeiði

Nýtt upplýsingakerfi Samherja hf. smám saman að komast í gagnið:

Nýtt skip Framherja fær nafnið Högaberg


Samherji hf. gerir víðtækan samstarfssamning og kaupir hlut í Fjord Seafood ASA í Noregi

Samið hefur verið um kaup Samherja hf. á eignarhlut í norska sjávarútvegs- og fiskeldisfyrirtækinu Fjord Seafood ASA, sem er eitt af stærstu fyrirtækjum á sínu sviði í heiminum. Samherji hf. kaupir um 2,6% hlut í Fjord Seafood í lokuðu hlutafjárútboði. Nafnverð hlutabréfanna er 11,2 milljónir norskra króna og kaupir Samherji hf. þau á genginu 2,5. Heildarfjárfesting Samherja í þessum viðskiptum er því 28 milljónir norskra króna eða um 320 milljónir íslenskra króna. Jafnframt hefur Samherji gert víðtækan samstarfssamning við Fjord Seafood, sem m.a. tekur til samstarfs félaganna í fiskeldi og sölu sjávarafurða. 

Afli og aflaverðmæti skipa Samherja hf. árið 2002


Framleiðsluverðmæti landvinnslu Samherja hf árið 2002


Landar í Grindavík í dag

Baldvin Þorsteinsson EA 10:Baldvin Þorsteinsson EA 10 sigldi inn í Grindavíkurhöfn í dag með um 2.200 tonn af loðnu.  Þetta er í fyrsta sinn sem skipið siglir inn í Grindavíkurhöfn eftir lenginguna og fylgdist fjöldi Grindvíkinga með, enda tilkomumikil sjón er svo stór skip sigla inn í höfnina.  Skipið sætti færis að sigla inn eftir að hafa beðið eftir flóði og séð frá landi virtist talsvert brim.  Að sögn Óskars Ævarssonar verksmiðjustjóra Samherja F & L, sem tók eftirfarandi myndir, gekk siglingin inn vel enda frekar lyngt að mati skipverjanna   

Fyrstu landanir Samherjaskipa

Loðnuvertíðin:

Fjöldi Grindvíkinga kynnti sér starfsemina

Samherji hf.-F&L í Grindavík:Samherji hf.-F&L í Grindavík efndi til kynningar og móttöku fyrir Grindvíkinga sl. mánudag. Dreifibréf var borið í hús í Grindavík sl. sunnudag þar sem fólki var boðið að koma og kynna sér starfsemi fyrirtækisins og þiggja um leið veitingar.

Unnið að endurbótum

Fiskimjölsverksmiðja Samherja í Grindavík:

Skipið undirbúið fyrir prufutúr

Fjöldi fólks tók á móti Baldvin Þorsteinssyni EA-10:Fjöldi fólks tók á móti fjölveiðiskipinu Baldvin Þorsteinssyni EA-10 þegar það lagðist að Tangabryggjunni á Akureyri sl. föstudagskvöld og segir Hákon Þröstur Guðmundsson, annar tveggja skipstjóra á Baldvin, að það hafi verið sérstaklega gaman að fá slíkar móttökur. “Það var rosalega gaman að koma heim með skipið í svona fínu veðri og sjá allan þennn fólksfjölda á bryggjunni."