Samherji fjárfestir í frystigeymslu
18.12.2003
Samherji hf og Framherji í Færeyjum hafa gengið frá kaupum á 42% hlut í frystigeymslunni Bergfrost í Fuglafirði í Færeyjum. Frystiklefar Bergfrosts eru 3 og eru þeir sprengdir inn í fjallshlíð í Fuglafirði, rúmmál þeirra samtals er 50.000 m3, og taka þeir allt að 13.000 tonnum af frystum afurðum á brettum. Þá er í byggingu 700 fm hús við hlið frysti-geymslunnar til flokkunar og skráningar á fiski. Byggingin verður svokölluð landamærastöð þar sem taka má á móti fiski sem kemur frá löndum utan Evrópusambandsins og mun uppfylla allar kröfur þar að lútandi. Verður þetta ein af þremur landamærastöðvum ESB í Færeyjum.