Fréttir

Fiskidagurinn mikli 2004


Samherji hf. kaupir frystitogarann Akraberg

Breytingar á skipastól Samherja hf. Samherji hf. hefur gengið frá kaupum á frystitogaranum Akrabergi frá Framherja Spf. í Færeyjum, sem er að þriðjungshlut í eigu Samherja.  Í kaupsamningi um skipið er ákvæði um skilarétt innan 3ja mánaða frá undirritun.  Akrabergið fær einkennis-stafina EA-410.  Í áhöfn skipsins eru 28 menn og skipstjóri er Eydunn á Bergi, sem verið hefur skipstjóri skipsins um árabil. Skipið hélt í gærkvöld á úthafskarfaveiðar. 

Wiesbaden landar fullfermi

Þýski togarinn Wiesbaden NC,  kom inn til hafnar í Reykjavík föstudaginn 9.júlí s.l. með rúm 600 tonn af úthafskarfa, eftir 39 daga veiðiferð.   Afurðirnar fara að mestu á markaði í Japan.  Skipið var á veiðum á Reykjaneshrygg, utan íslenskrar lögsögu.   Að sögn Haraldar Grétarssonar framkvæmdastjóra DFFU var skipstjórinn Flosi Arnórsson í sinni annarri veiðiferð á flottrolli en fyrstu veiðiferð sem skipstjóri og verður þetta að teljast góður árangur hjá hinum nýja skipstjóra.  Í áhöfn eru 33 menn, að mestum hluta pólverjar.Wiesbaden er gerður út af Atlantex, pólsku dótturfyrirtæki  DFFU sem er hlutdeildarfélag Samherja hf. og siglir togarinn því undir pólsku flaggi. 

Norma Mary landar fullfermi


Norðmenn fylgjast vel með

Vilhelm Þorsteinsson EA 11 hefur verið við síldveiðar í lögsögu Svalbarða undanfarinn hálfa mánuð eða frá mánudagskvöldinu 21. júní s.l.  Á einni viku hafa fulltrúar norsku Landhelgisgæslunnar komið þrisvar sinnum um borð til eftirlits.  Verið er að skoða allar skýrslur, aflann og meðferð hans, vinnsluna og einnig löndunina og hefur eftirlitið verið athugasemdalaust.

Samherjamenn á Pollamóti Þórs


Samherji hf. selur hlut sinn í Hraðfrystistöð Þórshafnar hf.

Fréttatilkynning: Samherji hf. hefur samið um sölu á 49,66% hlut sínum í Hraðfrystistöð Þórshafnar.  Kaupendur eru Fræ ehf., fyrirtæki í eigu Þórshafnarhrepps með 34% hlut að nafnvirði kr. 167.571.418.- og Svalbarðshreppur hins vegar með 15,46% að nafnvirði 75.753.907.-  Efni samninganna er að öðru leyti trúnaðarmál samningsaðila.  Áætlaður hagnaður Samherja hf. af viðskiptunum nemur ríflega 300 milljónum króna.

Skipulag starfa á aðalskrifstofu


Framkvæmdastjóraskipti hjá landvinnslu Samherja

Fréttatilkynning:  Aðalsteinn Helgason, framkvæmdastjóri landvinnslu Samherja, hefur ákveðið að láta af störfum hjá félaginu á þessu ári. Aðalsteinn hefur starfað hjá Samherja og tengdum félögum frá árinu 1992 eða samtals í tólf ár. Í sumar og fram á haust mun Aðalsteinn vinna við erlend verkefni sem tengjast starfsemi Samherja. Við starfi Aðalsteins tekur Gestur Geirsson, sem hefur stjórnað rækjuvinnslu félagsins undanfarin ár. Gestur útskrifaðist sem sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum á Akureyri árið 1995 og hefur starfað hjá Samherja frá þeim tíma. Breytingarnar taka gildi 1. júlí nk.  

Sjómannadagurinn 2004

Eins og alltaf í kringum sjómannadaginn var mikið um dýrðir á Akureyri um helgina, hátíðahöld bæði á laugardag og sunnudag. Skip Samherja voru óvenjumörg við bryggju á Akureyri að þessu sinni og settu svip sinn á hafnarlífið.