Baldvin Þorsteinsson EA kemur í kvöld
19.04.2004
Von er á Baldvin Þorsteinssyni EA til hafnar á Akureyri um miðnætti í kvöld . Eftir björgun frá strandstað þ.17.mars sl. var skipið dregið til Noregs til viðgerða. Að sögn Kristjáns Vilhelmssonar útgerðarstjóra Samherja hf. voru skemmdir á botni og þurfti að sandblása og mála hann upp á nýtt. Aðrar helstu viðgerðir voru á gír og stýri og skipt var um aðra ljósavél skipsins. Viðgerðin gekk vel og ekkert óvænt kom í ljós. Skipið lagði af stað frá Noregi s.l. laugardagskvöld og hefur ferðin sóst vel í ágætu veðri. Skipstjóri um borð er Árni V. Þórðarson. Gert er ráð fyrir að skipið haldi til veiða innan fárra daga.