Margrét EA 710 seld
11.04.2005
Samherji hf. hefur gengið frá sölusamningi á Margréti EA við útgerðarfyrirtæki í Montevideo í Úrúgvæ. Samningurinn er með fyrirvara um skoðun kaupanda á botni skipsins. Gera má ráð fyrir, ef botnskoðun stenst, að skipið sigli frá Akureyri í næstu viku og að siglingin til Uruguay taki um 30 daga.