Fréttir

Margrét EA 710 seld

Samherji hf. hefur gengið frá sölusamningi á Margréti EA við útgerðarfyrirtæki í Montevideo í Úrúgvæ.  Samningurinn er með fyrirvara um skoðun kaupanda á botni skipsins. Gera má ráð fyrir, ef botnskoðun stenst, að skipið sigli frá Akureyri í næstu viku og að siglingin til Uruguay taki um 30 daga.

Allir pólskir starfsmenn Samherja fengu frí til að fylgjast með útför páfa

Í fréttum Ríkisútvarpsins í hádeginu í dag kom fram að 9 Pólverjum, sem starfa hjá landvinnslu Samherja á Stöðvarfirði, hefði verið neitað um leyfi frá vinnu til að fylgjast með útför samlanda þeirra, Jóhannesar Páls II. páfa, í Sjónvarpinu í morgun. Í fréttinni kom jafnframt fram að starfsmönnunum hefði verið hótað uppsögn ef þeir mættu ekki til vinnu. Það er alrangt og staðfestir trúnaðarmaður starfsmanna á staðnum það...

Ávarp forstjóra og stjórnarformans

Á aðalfundi félagsins sem haldinn var í dag var ársreikningur félagsins fyrir árið 2004 samþykktur samhljóða. Jafnframt var samþykkt að greiða 30% arð til hluthafa. Arðgreiðslan fer fram 12. maí nk

Vinningshafar fara á Bayern München Chelsea í boði fyrirtækisins

Í dag voru nöfn heppinna starfsmanna Samherja hf. dregin út í nýstárlegu happdrætti sem fyrirtækið efndi til í síðustu viku til  fyrir starfsmenn sína.  Í boði voru 18 vinningar, flug til Munchen og heim aftur, gisting og miði á leikinn Bayern München – Chelsea sem fram fer í München 12. apríl næstkomandi.

Yfirtökutilboð í Samherja hf. væntanlegt

Í kjölfar kaupa Fjárfestingafélagsins Fjarðar ehf. á 7,33% eignarhlut í Samherja hf. hafa nokkrir af stærstu hluthöfum Samherja hf. þ.e. Kristján Vilhelmsson, Þorsteinn Már Baldvinsson, Fjárfestingarfélagið Fjörður ehf., Bliki ehf., Tryggingamiðstöðin hf., F-15 sf.,Finnbogi A. Baldvinsson og fjárhagslega tengdir aðlilar, sem samtals eiga 55,48% hlutafjár í félaginu, gert með sér samkomulag um stjórnun og rekstur Samherja hf.

Aðalfundur 2005

Aðalfundur Samherja hf. verður haldinn fimmtudaginn 7. apríl 2005 í Ketilhúsinu á Akureyri og hefst kl. 15.30

Samherjasjómenn samþykkja samninga um hafnarfrí

Samningar milli Sjómannafélags Eyjafjarðar og Félags skipstjórnarmanna annars vegar og Samherja hf. hins vegar, um breytt fyrirkomulag á hafnarfríum, hafa nú verið samþykktir af áhöfnum skipanna þriggja...

Samherji hf. selur Högaberg

Í gær var nótaveiðiskipið Högaberg selt aftur til fyrri eiganda, E.M. Shipping í Færeyjum.  Samherji hf. nýtti sér þar með ákvæði í kaupsamningi um endursölurétt innan 3ja mánaða frá undirritun.

Víðir EA með 408 tonn af frystum flökum úr Barentshafi

Víðir EA 910 lagðist að bryggju í Hafnarfirði um miðjan dag í gær eftir 40 daga veiðiferð í Barentshafi.  Upphaflega var áætlað að Víðir sigldi til Akureyrar en fregnir af hafís úti fyrir norðurlandi gerðu það að verkum að Víðismenn tóku sveig suður fyrir land til Hafnarfjarðar.

Hagnaður Samherja tæpir 3 milljarðar króna

Samkvæmt ársreikningi Samherja hf. fyrir árið 2004, sem stjórn félagsins samþykkti á stjórnarfundi sínum í dag, nam hagnaður Samherja hf. 2.914 milljónum króna samanborið við 1.067 milljóna króna hagnað árið áður...