Fréttir

Lætur af störfum eftir 33 ár á sama stað

María M. Helgadóttir starfsmaður Strýtu, rækjuverksmiðju Samherja á Akureyri, lét af störfum vegna aldurs þann 14. júlí sl. eftir 33ja ára samfelldan starfsferil í verksmiðjunni og forvera hennar, Niðursuðuverksmiðju K. Jónssonar & Co. hf.

Nýr Gæða og þróunarstjóri Samherja hf.

Þorvaldur Þóroddsson hefur verið ráðinn Gæða og þróunarstjóri Samherja. Þorvaldur er 28 ára sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum á Akureyri og lýkur hann M.sc prófi frá Háskóla Íslands nú í haust.  Hann útskrifaðist sem fiskiðnaðarmaður frá Fiskvinnsluskólanum í Hafnarfirði 1997 og hefur starfað sem verkefnisstjóri hjá Rannsóknarstofnun Fiskiðnaðarins síðan 2003...

Samherji leggur 20 milljónir króna í uppbyggingu smærri fyrirtækja á Stöðvarfirði

Helstu niðurstöður atvinnuþróunarverkefnis, sem hrundið var af stað er ljóst varð í byrjun árs að breytingar yrðu á landvinnslu Samherja hf. á Stöðvarfirði, voru kynntar á fundi í gærkvöld. Síðan þá hefur orðið ljóst að Samherji mun loka vinnslu sinni á Stöðvarfirði þann 1. október næstkomandi. Markmið verkefnisins, sem Austurbyggð, í samvinnu við Þróunarstofu Austurlands og Samherja, hrinti af stað var að leita lausna í atvinnu- og byggðamálum Stöðvarfjarðar...

Frá framhaldsaðalfundi Samherja hf.

Á framhaldsaðalfundi Samherja hf., sem haldinn var í dag 7. júní 2005, mættu fulltrúar fyrir 93,26% hlutafjár. Eftirtaldir voru kosnir í stjórn Samherja á fundinum: ...

Samherji hættir landvinnslu á Stöðvarfirði í september

Á fundi með fulltrúum verkalýðsfélagsins Vökuls og starfsmönnum frystihúss Samherja hf. á Stöðvarfirði, sem haldinn var fyrr í dag, var tilkynnt að Samherji hyggst sameina landvinnslur félagsins á Stöðvarfirði og Dalvík, á Dalvík. Frystihúsi félagsins á Stöðvarfirði verður því lokað þann 1. september nk. og öllum starfsmönnum félagsins þar sagt upp frá og með þeim tíma. Um er að ræða 32 starfsmenn í 25 stöðugildum.

Framhaldsaðalfundur 2005

Framhaldsaðalfundur Samherja hf. verður haldinn þriðjudaginn 7. júní 2005 kl.13.00 á Hótel Kea á Akureyri

Hagnaður Samherja 676 milljónir króna

Samherji hf. var rekinn með 676 milljón króna hagnaði á fyrsta ársfjórðungi  2005. Rekstrartekjur samstæðunnar fyrstu þrjá mánuði ársins námu 5.697 milljónum króna og rekstrargjöld voru 5.008 milljónir. Hagnaður án afskrifta og fjármagnsliða nam 689 milljónum króna, afskriftir námu 334 milljónum og fjármagnsliðir voru jákvæðir um 145 milljónir króna...

Samherji hf. selur fiskimjölsverksmiðjuna í Grindavík

Samherji hf. hefur selt fiskimjölsverksmiðju sína í Grindavík til Síldarvinnslunnar hf., en sem kunnugt er hefur verksmiðjan ekki verið starfrækt frá því í byrjun febrúar sl. eftir að mikill eldur kom upp í verksmiðjunni.

Samherji's profit 676 million ISK

Samherji Ltd. was run profitable by 676 million ISK in the first quarter of 2005.  The operating revenue of the group the first three months totalled 5.697 million ISK and operating expenditure was 5.008 million ISK. Profit before depreciation and financial expenses (EBITDA) was 689 million ISK, depreciation was 334 million ISK and financial expenses were positive by 145 million ISK.

Sundaberg kemur til Hafnarfjarðar með fullfermi

- erlend skip á vegum Samherja hf. með góðan afla

Sundaberg sem gert er út af DFFU, dótturfélagi Samherja í Cuxhaven, kom til Hafnarfjarðar í dag með fullfermi eða 730 tonn af frosnum afurðum.  Skipið var að koma úr 58 daga veiðiferð á Grænlandsmiðum og er aflinn fryst grálúða að verðmæti nálægt 200 milljónum króna.