Fréttir

Framleiðslumet hjá landvinnslu Samherja á Dalvík á árinu 2005 -og stefnt að enn frekari aukningu á yfirstandandi ári

Árið 2005 er metár í sögu landvinnslu Samherja á Dalvík. Framleitt var úr 10.483 tonnum af hráefni, samanborið við 9.588 tonn árið áður, sem þá var met. Aukningin er rúm 9% á milli ára. Um 120 stöðugildi eru hjá landvinnslunni á Dalvík.

Jóla- og áramótafréttir

Jól í Barentshafi Vesturvon, sem gert er út af Framherja í Færeyjum, fór til veiða undir skipstjórn Eyðuns á Bergi, í byrjun desember.  Eyðun á Bergi er vel þekktur meðal íslenskra sjómanna en hann var skipstjóri á Akrabergi í 11 ár. Auk hans eru 30 manns í áhöfn og er reiknað með að veiðiferðinni ljúki í byrjun febrúar.

Aðalsteinn Helgason ráðinn fram- kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hf.

Aðalsteinn Helgason, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Samherja hf., hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað og mun hann taka við nýja starfinu þann 1. janúar 2006.

Dregið úr framleiðslu hjá rækjuvinnslu Samherja á Akureyri - ein vakt í stað tveggja áður

Í dag var haldinn fundur með starfsmönnum Samherja á Akureyri vegna málefna Strýtu, rækjuvinnslu Samherja, en fyrr í vikunni var haldinn fundur með trúnaðarmönnum og fulltrúum stéttarfélagsins Einingar-Iðju um sama mál. Vegna versnandi rekstrarumhverfis í rækjuvinnslu á Íslandi hefur verið ákveðið að starfrækja aðeins eina vakt í framleiðslunni í stað tveggja áður og reyna þannig að tryggja áframhaldandi rekstur Strýtu. Ákvörðunin hefur í för með sér að segja verður upp um það bil helmingi starfsmanna verksmiðjunnar, en í dag vinna rúmlega 60 manns hjá Strýtu. Samherji mun aðstoða viðkomandi starfsmenn við að finna störf við hæfi.

Vel heppnaðri síldarvertíð lokið

- Söluverðmæti afurða fjölveiðiskipa Samherja hf.á síldarvertíðinni um tveir milljarðar króna Fjölveiðiskip Samherja hf., Baldvin Þorsteinsson EA 10 og Vilhelm Þorsteinsson EA 11, komu með fullfermi til Akureyrar í dag að lokinni vel heppnaðri síldarvertíð, en bæði skipin eru nú búin með aflaheimildir sínar úr norsk-íslenska síldarstofninum. Frá því síldarvertíðin hófst þann 10. maí sl. hafa skipin veitt samanlagt um 39.000 tonn af síld úr sjó. Úr aflanum hafa áhafnir skipanna unnið tæplega 20.000 tonn af frystum afurðum og nemur söluverðmæti þeirra nálægt tveimur milljörðum króna.

Breytingar í framkvæmdastjórn Samherja hf.

Sigursteinn Ingvarsson hefur í dag verið ráðinn fjármálastjóri Samherja hf. og tekur við starfi fráfarandi fjármálastjóra Guðmundar Baldvins Guðmundssonar.  Sigursteinn mun hafa umsjón með rekstri fjármála- og upplýsingasviðs Samherja hf.

Samherji hlýtur Íslensku sjávarútvegsverðlaunin - fyrir framúrskarandi fiskvinnslu

Samherji hlaut Íslensku sjávarútvegsverðlaunin 2005 fyrir framúrskarandi fiskvinnslu. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn síðdegis í dag í Gerðarsafni í tengslum við Íslensku sjávarútvegssýninguna sem nú stendur yfir.

Guðmundur Baldvin að láta af störfum

Guðmundur Baldvin Guðmundsson, fjármálastjóri Samherja hf., hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. október nk.

Hagnaður Samherja 1.065 milljónir króna

Samherji hf. var rekinn með 1.065 milljón króna hagnaði á fyrri helmingi ársins 2005 en hagnaður á öðrum ársfjórðungi var 390 milljónir króna.

Eyðun á Bergi heimsmeistari í bætningu

Fyrsti sjómannadagur Færeyinga var haldinn í Klaksvík um síðustu helgi. Keppt var í ýmsum greinum og bar Eyðun á Bergi skipstjóri á Akrabergi, sem Samherji á hlut í, sigur úr býtum í að bæta troll.  Eyðun setti heimsmet er honum tókst að vinna verkið á  7 mínútum og 49 sekúndum og var hann 21 sekúndu á undan næsta manni Andor Isaksen.