Framleiðslumet hjá landvinnslu Samherja á Dalvík á árinu 2005 -og stefnt að enn frekari aukningu á yfirstandandi ári
10.01.2006
Árið 2005 er metár í sögu landvinnslu Samherja á Dalvík. Framleitt var úr 10.483 tonnum af hráefni, samanborið við 9.588 tonn árið áður, sem þá var met. Aukningin er rúm 9% á milli ára. Um 120 stöðugildi eru hjá landvinnslunni á Dalvík.