Fréttir

Mettúr hjá Víðismönnum

- aflaverðmætið um 160 milljónir króna Víðir EA 910 kom til Akureyrar í dag úr sinni fyrstu veiðiferð á árinu með mesta aflaverðmæti í sögu skipsins. Aflinn er að mestu þorskur en einnig ýsa, ufsi og karfi samtals tæplega 320 tonn af frystum fiski eða um 700 tonn upp úr sjó. Aflanum verður landað á Akureyri og fer hann síðan beint á Bretlandsmarkað. Skipið fór út 3.janúar og er því búið að vera  36 daga í veiðiferðinni þar af 7 sólarhringa á siglingu til og frá miðunum. Skipstjóri í veiðiferðinni var Hjörtur Valsson og með honum voru um borð 25 skipverjar. Þeir voru að veiðum norður í Barentshafi og er veðrið búið að vera gott að mestu að sögn skipverja. "Rólegt og jafnt fiskerí, fiskurinn stór og góður og aðeins bræla í örfáa daga".

Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir 3.300 milljónir króna

Rekstrarhagnaður Samherja hf. fyrir afskriftir nam 3.300 milljónum króna á fyrri helmingi ársins 2006 samanborið við 1.979 milljónir króna framlegð árið áður.

Samherji kaupir skip til uppsjávarveiða

Samherji hf. hefur fest kaup á skipi á Hjaltlandseyjum. Skipið er 71 metri að lengd og 13 metrar á breidd og sérstaklega hannað til uppsjávarveiða. Það hefur 10.000 hestafla vél og burðargeta þess er 2.100 tonn í sjókælitönkum (RSW). Skipið var smíðað í Noregi árið 1998.

Sigurður Haraldsson lætur af störfum sem skipstjóri

Sigurður Haraldsson, skipstjóri á Björgúlfi EA-312, kom úr sinni síðustu veiðiferð laust fyrir hádegi í morgun, mánudag. Hann hefur ákveðið að láta af störfum, 65 ára að aldri, eftir 30 ára feril sem skipstjóri á Björgúlfi EA-312 og tæplega 40 ára samfellt starf sem skipstjóri hjá Samherja og forverum félagsins á Dalvík.

Eldsvoði um borð í Akureyrinni

Eldur braust út í togaranum Akureyrinni EA 110 laugardaginn 27.maí sl. með þeim hörmulegu afleiðingum að tveir skipverjar létust og 6 skipverjar fengu snert af reykeitrun.  Þyrla Landhelgisgæslunnar kom til aðstoðar ásamt mönnum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og voru skipverjarnir 6 fluttir í land með þyrlunni.  Eftir að ráðið var niðurlögum eldsins var skipinu siglt til lands fyrir eigin vélarafli.  Skipið var statt 75 mílur vestur af Látrabjargi og voru 18 menn um borð.

Framtíðaráform Samherja hf. og Oddeyrar ehf. í fiskeldi

Í kjölfar þeirra ákvarðana, sem teknar hafa verið í ríkisstjórn Íslands varðandi aðgerðir tengdar fiskeldi, hefur Samherji hf. í gegnum dótturfélag sitt Oddeyri ehf. ákveðið að draga minna úr umsvifum sínum fiskeldi hérlendis en áður hafði verið ákveðið.

Hagnaður Samherja fyrir skatta tæpir fjórir milljarðar króna

Samkvæmt ársreikningi Samherja hf. fyrir árið 2005, sem stjórn félagsins samþykkti á stjórnarfundi sínum í dag, nam hagnaður Samherja 3.104 milljónum króna samanborið við 2.914 milljóna króna hagnað árið áður.

Frábær skemmtun á góðu kvöldi

- fjölmennasta árshátíð Samherja til þessa að bakiÁrshátíð Samherja var haldin laugardaginn 25. mars sl. í Íþróttahöllinni á Akureyri og tókst hún vonum framar. Um var að ræða einhverja fjölmennustu árshátíð sem haldin hefur verið norðan heiða, en á milli 700 til 800 gestir mættu á hana. 

Stefnir í mjög fjölmenna árshátíð Samherja

-Haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri laugardaginn 25. mars nk. Árshátíð Samherja verður haldin laugardaginn 25. mars nk. í Íþróttahöllinni á Akureyri. Um verður að ræða einhverja fjölmennustu árshátíð sem haldin hefur verið norðan heiða, því gert er ráð fyrir um 800 gestum.

Fiskvinnsla - Snyrting

 -eru góð laun, öruggt starfsumhverfi og gott mannlíf eitthvað fyrir þig?