Stofnað hefur verið félag um sölustarfsemi Samherja hf. Félagið heitir Ice Fresh Seafood og er að fullu í eigu Samherja. Með stofnun félagsins er verið að skerpa á áherslum í sölumálum og auka þjónustu bæði við birgja sem og viðskiptavini. Ice Fresh Seafood mun sem fyrr einbeita sér að sölu afurða Samherja og dótturfélaga þess. Ennfremur mun nýja félagið halda áfram, - og auka, sölu fyrir aðra framleiðendur.