Fréttir

Togararnir Norma Mary og Víðir EA komin úr sinni síðustu veiðiferð

-          báðum lagt eftir fengsælan og farsælan feril hjá félaginu

Vilhelm Þorsteinsson EA var aflahæstur

 - og með mesta aflaverðmæti allra íslenskra skipa á árinu 2007.

14 starfsmenn verðlaunaðir

14 starfsmenn verðlaunaðir fyrir fullkomna mætingu á árinu 2007 -liður í heilsueflingarátaki fyrirtækisinsSamherji hf. hefur veitt 14 starfsmönnum sínum sérstök hvatningarverðlaun fyrir fullkomna mætingu til vinnu á árinu 2007. Starfsmennirnir fengu hver um sig ferðaávísun að upphæð 100 þúsund krónur. Afhending hvatningarverðlaunanna markar lok fyrsta starfsársins í gagngerri heilsueflingu innan fyrirtækisins.

Samherji hættir rækjuvinnslu á Akureyri

Í dag var haldinn fundur með starfsmönnum rækjuvinnslu Samherja á Akureyri þar sem þeim var tilkynnt að félagið hafi ákveðið að hætta rækjuvinnslu og loka starfsstöð félagsins á Akureyri.

Barentz AS og Kaldbakur munu gera yfirtökutilboð í Rem Offshore

Vegna kaupa Kaldbaks ehf. á hlutum í Rem Offshore sem tilkynnt var um fyrr í dag, hafa Barentz AS sem er í eigu Åge Remøy framkvæmdastjóra Rem Offshore og Kaldbakur ehf., sent eftirfarandi tilkynningu til Norsku Kauphallarinnar:

Samherji fjárfestir í Rem Offshore í Noregi

Dótturfélag Samherja hf. Kaldbakur ehf. hefur keypt 2.444.446 hluti í Rem Offshore ASA í Noregi á genginu 53,50 og á eftir kaupin 6,24 % af heildarhlutafé félagsins. Jafnframt hefur verið gert hluthafasamkomulag milli fimm hluthafa sem eiga 50,51% eignarhlut um að koma fram sameiginlega á aðal- og hluthafafundum félagsins. Í samkomulaginu er einnig forkaupsréttarákvæði milli þessara aðila í. Þetta hefur verið tilkynnt til Norsku Kauphallarinnar.

Samherji hættir skreiðarverkun á Hjalteyri

Samherji hefur ákveðið að hætta allri skreiðarverkun á Hjalteyri við Eyjafjörð. Með þessu er verið að bregðast við fyrirsjáanlegum samdrætti í kjölfar niðurskurðar þorskveiðiheimilda.

Nýtt sölufélag Samherja

Stofnað hefur verið félag um sölustarfsemi Samherja hf. Félagið heitir Ice Fresh Seafood og er að fullu í eigu Samherja. Með stofnun félagsins er verið að skerpa á áherslum í sölumálum og auka þjónustu bæði við birgja sem og viðskiptavini. Ice Fresh Seafood mun sem fyrr einbeita sér að sölu afurða Samherja og dótturfélaga þess. Ennfremur mun nýja félagið halda áfram, - og auka, sölu fyrir aðra framleiðendur.

Bætt heilsa - betri líðan


Erfið staða í sjávarútvegi

Fréttatilkynning frá Samherja hf:Í febrúar sl. tilkynnti Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf., að nú væri tími til að sækja fram. Á undanförnum mánuðum hefur þeirri yfirlýsingu verið fylgt eftir með kaupum á skipum og fyrirtækjum, bæði hér heima og erlendis.