Samherji greiðir starfsfólki í landi 260 þúsund króna launauppbót
02.12.2010
Samherji hf. hefur ákveðið að greiða starfsmönnum í landi 260 þúsund króna launauppbót nú í desember, til viðbótar umsaminni 46 þúsund króna desemberuppbót. Þetta er í annað skiptið á árinu sem Samherji greiðir uppbót á laun. Starfsmaður í fullu starfi fær því samtals 320 þúsund króna aukagreiðslur á árinu. Þetta er jafnframt annað árið í röð sem Samherji greiðir um 300 starfsmönnum eingreiðslur umfram kjarasamninga.