Fréttir

Heildarafli og verðmæti Samherjaskipa

Heildarafli skipa Samherja hf. á árinu 2004 nam um 103 þúsund tonnum. Uppsjávarafli (síld, loðna og kolmunni) nam samtals um 74 þúsund tonnum og botnfiskafli á heimamiðum var samanlagður um 23.200 tonn á árinu. Heildarverðmæti landaðs afla á árinu 2004 nemur ríflega 5 milljörðum.

Í jólafrí eftir frábært ár

- Aflaverðmæti ársins yfir einn og hálfur milljarður - 20 þúsund tonnum af frystum afurðum landað Vilhelm Þorsteinsson EA 11 fjölveiðiskip Samherja kom til heimahafnar á Akureyri í morgun úr sinni síðustu veiðiferð á árinu.  Árið hefur verið fengsælt hjá Vilhelmsmönnum, heildarafli ársins var tæplega 51 þúsund tonn af síld, loðnu, kolmunna og karfa.   Tuttugu þúsund tonn af afurðum voru framleidd og fryst um borð en kolmunna og hluta af loðnunni og síldinni var landað til bræðslu.  Heildarverðmæti aflans var 1,550 milljónir króna cif en fob verðmæti var 1,370 milljónir króna. 

Í jólafríið á undan áætlun

Víðir EA 910, frystitogari Samherja lagðist að bryggju á Akureyri rétt fyrir hádegið í dag með fullfermi, eftir 32 daga veiðiferð.  Aflinn var alls um 390 tonn af frystum afurðum, aðallega þorski, ufsa og ýsu og er aflaverðmætið áætlað rúmar 100 milljónir króna.  Skipið hefur verið á veiðum fyrir austan land frá 19. nóvember sl. og var heildarafli upp úr sjó 650 tonn.   

Háberg GK kom til heimahafnar í nótt

Samherji í Grindavík:Nýtt uppsjávarveiðiskip Samherja hf. Háberg GK kom til Grindavíkur, upp úr miðnætti í nótt, eftir sex daga siglingu heim frá Póllandi. Mikil stemming hefur verið í bænum vegna komu skipsins, sem er eina uppsjávarskipið sem gert verður út frá Grindavík.

Hagnaður Samherja tæpir 1,7 milljarðar

Níu mánaða uppgjör Samherja hf.: Samherji hf. var rekinn með 1.675 milljón króna hagnaði á fyrstu níu mánuðum ársins 2004 en hagnaður á sama tíma árið 2003 var 622 milljónir króna. 

Akraberg selt til fyrri eigenda

Breytingar á skipastól Samherja.:Samherji hf. hefur nýtt sér sölurétt í kaupsamningi frá miðjum júlí síðastliðnum, um kaup á frystitogaranum Akrabergi FD-10 af Framherja Spf. og hefur skipið verið selt aftur til fyrri eigenda. 

Samherji gefur endurskinsmerki

- öll grunnskólabörn í Eyjafirði fengu merki Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrir hönd Samherja hf., afhenti lögreglunni á Akureyri að gjöf endurskinsmerki sem lögreglan sá svo um að koma til allra grunnskólabarna í Eyjafirði.  Um er að ræða tæplega 4.000 endurskinsmerki.  Þetta er í fyrsta sinn sem öllum grunnskólabörnum í firðinum eru færð merki, en sl. þrjú ár hafa börn á Akureyri fengið slíka gjöf.

Bryggjan á Neskaupstað skemmdist

Nokkrar skemmdir urðu á bryggjunni í Neskaupstað í gærmorgun þegar fjölveiðiskipið Baldvin Þorsteinsson EA sigldi á bryggjukantinn. Peran á skipinu rakst í gegnum stálþilið svo gat kom á það og annar bryggjukanturinn brotnaði. Engar skemmdir urðu hins vegar á skipinu en óhappið má rekja til mannlegra mistaka.

Samherji hefur vinnslu á ferskum afurðum í Cuxhaven

Nýstofnað fyrirtæki, sem fengið hefur nafnið Icefresh GmbH hóf vinnslu á ferskum karfaflökum í Cuxhaven í dag. Fyrsti aflinn í vinnslunni var karfi úr Barða NK sem Síldarvinnslan hf gerir út og fyrsti viðskiptavinurinn var að sjálfsögðu Bohlsen, sem er uppáhalds veitingastaður Samherjamanna í Cuxhaven.

Hlutafjáraukning FAB

Fréttatilkynning frá Samherja hf.: Stjórn Samherja hf. hefur samþykkt að taka þátt í hlutafjáraukningu þýska félagsins FAB GmbH fyrir allt að EUR 4.000.000 vegna kaupa þess á 58% hlut í félaginu Pickenpack – Hussmann & Hahn Seafood Gesellschaft MBH, sem er þýskt framleiðslufyrirtæki á frosnum sjávarafurðum. Seljandi hlutafjárins er Orlando en fyrir átti FAB 40% hlutafjár í félaginu.  Fjármögnun kaupanna annaðist KB banki.