Heildarafli og verðmæti Samherjaskipa
30.12.2004
Heildarafli skipa Samherja hf. á árinu 2004 nam um 103 þúsund tonnum. Uppsjávarafli (síld, loðna og kolmunni) nam samtals um 74 þúsund tonnum og botnfiskafli á heimamiðum var samanlagður um 23.200 tonn á árinu. Heildarverðmæti landaðs afla á árinu 2004 nemur ríflega 5 milljörðum.