Fréttir

Arctic Warrior landar góðum afla úr Barentshafi

Arctic Warrior sem gerður er út af Boyd Line í Bretlandi, kom að landi í gær eftir 6 vikna veiðiferð í Barentshafi. Skipið var á þorskveiðum og verið er að landa úr skipinu í dag 360 tonnum af þorskafurðum, að verðmæti um 120 milljónir króna.

Hagnaður Samherja 638 milljónir króna

Samherji hf. var rekinn með 638 milljón króna hagnaði á fyrsta ársfjórðungi  2004. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var 692 milljónir króna, eða 19,8% af rekstrartekjum. 

Fyrsta Sumarsíldin á land í kvöld

Vilhelm Þorsteinsson EA 11 landar í kvöld á Neskaupstað fyrstu síld sumarsins.  Landað verður tæpum 500 tonnum af frosnum síldarflökum, sem voru unnin úr stórri og góðri síld. Síldin veiddist á alþjóðlega hafsvæðinu (síldarsmugunni) og við 200 mílna landhelgislínuna.   Afurðirnar eru seldar og fara aðallega á markað í Póllandi, Þýskalandi, Litháen og Rússlandi. 

Samherji á Sjávarútvegssýningunni í Brussel

Þriðjudaginn 4. maí var opnuð sýningin “European Seafood Exposition 2004” í Brussel í Belgíu en þar er um að ræða eina stærstu sjávarútvegssýningu sem um getur í heiminum.

Hríseyjan og Seley kvaddar

Í dag lögðu Hríseyjan EA og Seley SU af stað í sína síðustu ferð. Skipin hafa verið seld í brotajárn til Greno í Danmörku eftir að hafa legið í Akureyrarhöfn um árabil. Hríseyjan EA (áður Arnar HU) var smíðuð í Japan 1973 og hefur verið í eigu Samherja hf. frá árinu 1995. Seley SU (áður Arnarnúpur ÞH) var smíðuð á Akranesi 1980 og hefur verið í eigu Samherja hf.frá árinu 1998.Seley að leggja af stað með Hríseyjuna í togi

Ræða: Þorsteinn Már Baldvinsson, aðalfundur Samherja 29. apríl 2004


Ávarp Finnboga Jónssonar, stjórnarformanns, á aðalfundi Samherja h/f 29. apríl 2004


Ávarp forstjóra og stjórnarformans og samþykktir fundarins

Aðalfundur Samherja 2004:Á aðalfundi félagsins sem haldinn var í dag var samþykkt að greiða 25% arð til hluthafa. Arðgreiðslan fer fram 12. maí nk. Þá var ennfremur með vísan til 55. gr. hlutafélagalaga nr. 2/1995, samþykkt tillaga að heimila félagsstjórn á næstu 18 mánuðum að kaupa bréf í Samherja hf. að nafnvirði allt að kr. 166.000.000,- . Kaupverð bréfanna má verða allt að 10% yfir meðal söluverði, skráðu hjá Verðbréfaþingi Íslands á síðasta tveggja vikna tímabili áður en kaupin eru gerð. Í þessu skyni er félagsstjórn heimilt að ráðstafa allt að kr. 1.660.000.000,- ?. Í stjórn Samherja voru kosnir eftirtaldir aðilar: Finnbogi Jónsson,Óskar Magnússon, Jón Sigurðsson, Gunnar Felixsson og Eiríkur Jóhannsson Til vara í stjórn voru kosnir: Jóhannes Geir Sigurgeirsson og Kristján Jóhannsson Endurskoðandi Samherja hf. var kosinn Endurskoðun Akureyri KPMG, Arnar Árnason Þóknun til stjórnarmanna var samþykkt kr. 750.000.- fyrir liðið ár og kr.70.000.- á mánuði á árinu 2004. Í ræðu Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra félagsins kom fram að áætlanir gera ráð fyrir að velta og afkoma félagsins verði mjög svipuð og á árinu 2003. Stjórn félagsins kom saman í kjölfar aðalfundar og skipti með sér verkum þannig að Finnbogi Jónsson er stjórnarformaður, Eiríkur Jóhannsson varaformaður og Óskar Magnússon ritari.Finnbogi Jónsson, stjórnarformaður Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri  

Baldvin Þorsteinsson EA kemur í kvöld

Von er á Baldvin Þorsteinssyni EA til hafnar á Akureyri um miðnætti í kvöld .  Eftir björgun frá strandstað þ.17.mars sl. var skipið dregið til Noregs til viðgerða.  Að sögn Kristjáns Vilhelmssonar útgerðarstjóra Samherja hf. voru skemmdir á botni og þurfti að sandblása og mála hann upp á nýtt.  Aðrar helstu viðgerðir voru á gír og stýri og skipt var um aðra ljósavél skipsins.  Viðgerðin gekk vel og ekkert óvænt kom í ljós.  Skipið lagði af stað frá Noregi s.l. laugardagskvöld og hefur ferðin sóst vel í ágætu veðri.  Skipstjóri um borð er Árni V. Þórðarson.  Gert er ráð fyrir að skipið haldi til veiða innan fárra daga.

Vel heppnuð árshátíð landvinnslu Samherja hf

Laugardagskvöldið 27. mars sl. var haldin sameiginleg árshátíð allra starfsstöðva Samherja í landi í KA-heimilinu á Akureyri. Um 540 manns voru samankomin til að skemmta sér og tókst hátíðin með eindæmum vel.