Loðnufrysting fjölveiðiskipanna í fullum gangi
11.02.2004
Fjölveiðiskip Samherja, Baldvin Þorsteinsson EA og Vilhelm Þorsteinsson EA, hafa verið að frysta loðnu fyrir Rússlands- og Austur-Evrópumarkað. Skipin hafa aflað vel og hefur frystingin gengið vonum framar. Nú hafa þessi tvö skip þegar fryst sem nemur 6.500 tonnum af loðnu.