Hinu nýja skipi Samherja verður formlega gefið nafn við hátíðlega athöfn föstudaginn 11.ágúst á Fiskisúpudaginn.
Athöfnin hefst kl. 16.00 við Norðurgarðinn á Fiskidagssvæðinu á Dalvík.
Dalvíkingar og aðrir landsmenn eru hjartanlega velkomnir.
Myndband frá komu Björgúlfs EA 312 til Dalvíkur
Til hamingju með Fiskidaginn Mikla Dalvíkingar og allir landsmenn! Njótið vel!
Ný kynningarmyndbönd Samherja og Ice Fresh Seafood voru frumsýnd á sjávarútvegssýningunni í Brussel í lok apríl. Almenn ánægja er með hvernig tókst til en um nýjung er að ræða í kynningarmálum hjá Ice Fresh Seafood. Þessi nýju myndbönd verða birt á næstu vikum og það fyrsta THE QUEST FOR QUALITY - Passion for fish products er hér
Björgúlfur EA 312, nýr ísfisktogari Samherja, kom til heimahafnar á Dalvík í gær. Glaðir bæjarbúar fjölmenntu á bryggjuna að taka á móti hinu nýja skipi og var öllum boðið um borð að skoða. Hinn nýji Björgúlfur er sá þriðji í röðinni en fjörutíu ár eru síðan nýsmíðaður Björgúlfur eldri, sem er nú leystur af hólmi með nýja skipinu, lagðist að bryggju í heimahöfninni Dalvík. Það þótti vel við hæfi að Sigurður Haraldsson, sem var skipstjóri á báðum eldi skipunum, tæki við spottanum og batt hann landfestarnar.
Björgúlfur EA var smíðaður í Cemre skipasmíðastöðinni í Tyrklandi, er 62 metra langur og 13,5 metra breiður. Skipstjóri er Kristján Salmannsson, afleysingaskipstjóri er Markús Jóhannesson og yfirvélstjóri er Halldór Gunnarsson.
- Hefur fjárfest fyrir 11 milljarða í sjávarútvegi á Eyjafjarðarsvæðinu á einungis 3 árum
Samherji undirritaði í dag lóðaleigusamning við Dalvíkurbyggð um 23.000 fermetra lóð undir nýtt húsnæði landvinnslu félagsins á Dalvík. Með samningnum er stigið stórt skref í átt að nýrri og fullkomnari vinnslu Samherja á Dalvík. Flutningur starfsemi Samherja á hafnarsvæðið skapar jafnframt möguleika fyrir bæjarfélagið að skipuleggja svæðið með öðrum hætti til hagsbóta fyrir samfélagið í heild. Áætluð fjárfesting Samherja í húsnæði og búnaði eru um 3.500 milljónir króna.
Fréttatilkynning frá Nergård AS
Norsk Sjømat has increased its stake to 60,1 percent in the Norwegian fishery group Nergård. Samherji has at the same time increased its stake to 39,9 percent. The companies are looking to invest in processing, manufacturing and development of new whitefish products in Northern Norway.
Jóhannes Már Jóhannesson hefur verið ráðinn sölustjóri hjá Ice Fresh Seafood og mun hann hefja störf í júní næstkomandi. Jóhannes Már hefur víðtæka þekkingu og reynslu af sölu og markaðsmálum á íslenskum sjávarafurðum en hann starfaði áður hjá Samherja um sex ára skeið við góðan orðstír.
Jóhannes Már mun hafa aðsetur á skrifstofu félagsins á Akureyri og við bjóðum hann hjartanlega velkominn aftur til starfa.
Þrátt fyrir að bankaráð Seðlabankans hafi með alvarlegum hætti sett sérstaklega ofan í við seðlabankastjóra fyrir að tjá sig opinberlega um einstaka mál og aðila heldur hann uppteknum hætti. Nú síðast í sjónvarpsþættinum Eyjunni 23. mars sl. Lét hann ekki þar við sitja heldur setti frétt á heimasíðu Seðlabankans þess efnis morguninn eftir. Líkt og áður fer seðlabankastjóri þar með rangt mál og varpar ábyrgð á því sem miður hefur farið yfir á aðra.
Bankaráði hefur verið legið á hálsi fyrir að sinna ekki eftirlitsskyldum sínum en brást loks við í kjölfar harðorðs bréfs umboðsmanns Alþingis í árslok 2015 og fékk Lagastofnun til að gera úttekt á framkvæmd gjaldeyriseftirlits. Sú úttekt lá fyrir 26. október 2016. Síðan hefur skýrslan verið til meðhöndlunar hjá sömu aðilum og skýrslan fjallar um og gagnrýnir í fimm mánuði. Þar hefur þeim gefist færi að strika út og lagfæra að eigin hentugleik það sem þeim hefur þótt óhagfellt.
Að gefnu tilefni vill Samherji koma eftirfarandi á framfæri:
Kaldbakur EA 1, nýr ísfisktogari Útgerðarfélags Akureyringa, kom til heimahafnar á Akureyri á laugardag en 17 ár eru síðan nýsmíðað skip Samherja Vilhelm Þorsteinsson EA kom til Akureyrar. Fjöldi Akureyringa var á bryggjunni að taka á móti skipinu og var öllum boðið um borð að skoða hið nýja skip.
Kaldbakur var smíðaður í Cemre skipasmíðastöðinni í Tyrklandi og er 62 metra langur og 13,5 metra breiður. Skipstjórar verða Sigtryggur Gíslason og Angantýr Arnar Árnason, yfirvélstjóri er Hreinn Skúli Erhardsson en allir koma þeir af gamla Kaldbak sem nú hefur fengið nafnið Sólbakur. Í áhöfn verða um 13-15 manns.
„Kaldbakur er á allan hátt afar vel útbúið skip“ segir Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri Samherja. „Mesti ávinningurinn af hönnun skipsins að okkar mati er skrokklagið og hve vistvænt skipið er. Skrokklagið er nýstárlegt og eykur sjóhæfni og orkunýtingu. Stefni eins og á þessum nýju skipum hleypir öldunni upp á nefið á stefninu án þess að brjóta hana. Þá er einnig mjög gott sjóstreymi að tiltölulega stórri skrúfu. Í öllu þessu er fólginn orkusparnaður“, segir Kristján Vilhelmsson.