Samherji efstur framúrskarandi fyrirtækja
15.11.2018
Samherji er í efsta sæti lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki fyrir rekstrarárið 2017 sem kynntur var í Hörpu í gær, en á listanum eru 857 fyrirtæki, 2% allra skráðra fyrirtækja á Íslandi. Samherji var einnig í efsta sæti listans árið á undan. Af þessu tilefni var birt viðtal við Þorstein Má Baldvinsson forstjóra Samherja í sérstöku fylgiblaði Morgunblaðsins í dag.
Mikilvægt að hafa sem mesta vissu um rekstrarumhverfið
"Sjávarútvegur er alþjóðlegur og hindranir því margvíslegar, svo sem hörð samkeppni, mismunandi rekstrarumhverfi milli þjóða og kröfuharðir viðskiptavinir," segir Þorsteinn. "Því skiptir máli að vera á tánum því annars er auðvelt að glata því forskoti sem íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafa haft."
Mikilvægt að hafa sem mesta vissu um rekstrarumhverfið
"Sjávarútvegur er alþjóðlegur og hindranir því margvíslegar, svo sem hörð samkeppni, mismunandi rekstrarumhverfi milli þjóða og kröfuharðir viðskiptavinir," segir Þorsteinn. "Því skiptir máli að vera á tánum því annars er auðvelt að glata því forskoti sem íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafa haft."