Fréttir

Seðlabankinn hafnar öllum viðræðum um lok Samherjamálsins

Seðlabankinn hefur nú formlega hafnað beiðni Samherja um sáttafund til að ákvarða bætur og málalok vegna tilhæfulausra aðgerða bankans gegn Samherja sem staðið hafa í rúm sjö ár. Þetta gerir bankinn þrátt fyrir að formaður bankaráðs hafi tjáð Alþingi að hann teldi slíkan sáttafund eðlilegan af hálfu bankans og að umboðsmaður Alþingis hefði auk þess bent á að bankinn ætti að eiga frumkvæði að því að endurgreiða álagða sekt.


Aðgerðir Seðlabanka Íslands gegn Samherja eru fordæmalausar. Bankinn fór í húsleit án þess að hafa rökstuddan grun um brot, upplýsti fjölmiðlamenn um fyrirhugaða húsleit og sendi út fréttatilkynningu um víða veröld þar að lútandi þegar húsleitin var rétt byrjuð. Ekki nóg með að húsleitin byggðist á órökstuddum grun og kolröngum útreikningum sem dómstólar staðfestu seinna að hefðu verið rangir, heldur var seðlabankastjóra á þessum tíma kunnugt um veikan grundvöll gjaldeyrisreglna enda örfáum mánuðum áður búinn að ræða það sérstaklega á blaðamannafundi. Allt kom fyrir ekki, reitt var hátt til höggs og vorið 2013 kærði bankinn Samherja og tengd fyrirtæki fyrir ætluð brot upp á tugi milljarða.


Niðurstaða málsins er sú að Samherji skilaði meiri gjaldeyri til landsins en skylt var og ásakanir um fiskverð byggðust á röngum útreikningum og vitlausri aðferðarfræði. Þá hefur álit umboðsmanns Alþingis og yfirlýsingar seðlabankastjóra í kjölfarið afhjúpað saknæmt og ólögmætt framferði helstu stjórnenda bankans gagnvart Samherja og mér persónulega.


Frá því í ársbyrjun 2017 hefur Samherji reynt að ljúka málinu og boðið Seðlabanka Íslands til viðræðna um að bæta félaginu hluta þess kostnaðar sem hlotist hefur af málinu. Þáverandi bankaráð beindi því til seðlabankastjóra að svara erindinu en bankastjóri hunsaði það.


Á fundi með bankaráði 27. nóvember 2018 ítrekaði ég vilja minn til að ljúka málinu. Fullnægjandi málalyktir af okkar hálfu væru afsökunarbeiðni frá bankanum og bætur upp í útlagðan kostnað. Yrði þá ekki frekar aðhafst af hálfu Samherja.


Allt kom fyrir ekki og þann 15. apríl sl. barst bréf frá lögmanni seðlabankans þar sem beiðni Samherja hf. um viðræðum var hafnað. Á svipuðum tíma barst mér svo bréf þar sem bankinn kvaðst ekki ætla að endurgreiða sekt sem lögð var á mig persónulega eða hlutast til um að hún verði greidd. Þessi tvö bréf eru lýsandi fyrir framkomu stjórnenda seðlabankans. Mál á hendur Samherja og síðar mér persónulega hafa verið rekin áfram á annarlegum sjónarmiðum. 


.........


Til starfsmanna

Kæru samstarfsmenn í Samherja.
Í morgun komst ég óheppilega að orði við seðlabankastjóra í hita leiksins í húsakynnum Alþingis. Orðaval mitt var ekki sæmandi og hefði ég gjarnan kosið að hafa valið kurteislegri orð. Í rétt sjö ár hefur Samherji setið undir ásökunum seðlabankans. Engin stoð hefur verið fyrir ásökunum bankans allan þennan tíma. Þetta hefur óneitanlega tekið á okkur öll sem þykir vænt um fyrirtækið, fjölskyldur okkar og starfsmenn.
Þegar við héldum að loks væri runnin upp sú stund að afsökunarbeiðni kæmi frá seðlabankanum var enn haldið áfram að réttlæta aðfarirnar. Við þær aðstæður fannst mér óviðeigandi að seðlabankastjóri nálgaðist föður minn kumpánlega og bað ég bankastjórann um að láta það ógert. Orðalagið við það tilefni gekk of langt. Mér þykir það leitt og vona að Alþingi og þið liðsfélagar mínir virðið mér þetta til vorkunnar.
Baldvin Þorsteinsson

Sjö ára herferð seðlabankans

Í dag eru nákvæmlega sjö ár frá því að Seðlabanki Íslands, með fulltingi fjölmiðla, réðist í húsleit hjá Samherja. Samhliða sendi bankinn fréttatilkynningu út um allan heim um húsleitina og nafngreindi Samherja, í þeim eina tilgangi að skaða fyrirtækið og auka fælingarmátt gjaldeyrishaftanna. Eftir skoðun sérstaks saksóknara, skattrannsóknarstjóra, dómstóla, bankaráðs seðlabankans og umboðsmanns Alþingis er ljóst að ekkert hæft var í ásökunum bankans auk þess sem stjórnsýsla bankans er í molum.
Frá þessum örlagaríka degi hefur Seðlabanki Íslands, með seðlabankastjóra í broddi fylkingar ítrekað gengið í skrokk starfsmanna Samherja með röngum sakargiftum og ekki slegið af þó sýnt sé fram á hið gagnstæða.

Á þessum tímamótum tel ég því rétt að rifja upp upphafið að þessari herferð bankans sem vonandi mun taka enda með afgreiðslu forsætisráðherra sem vænta má fljótlega.

Breytingar hjá Evrópuútgerð Samherja

VAR BÚINN AÐ LOFA SJÁLFUM MÉR AÐ HÆTTA AÐ SOFA MEÐ FARSÍMANN Á NÁTTBORÐINU ÞEGAR ÉG YRÐI SEXTUGUR
-  Óskar Ævarsson hefur ákveðið að láta af störfum sem framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Evrópuútgerðar Samherja. Óskar Ævarsson er búinn að starfa með og vera í kringum þá Samherjafrændur Þorstein Má og Kristján í yfir 30 ár. Leiðir þeirra lágu fyrst saman í Slippnum í Njarðvík en Óskar hóf störf hjá Samherja í maí 1989 sem yfirvélstjóri á Hjalteyrinni EA310 og var síðan yfirvélstjóri á ýmsum skipum Samherja allt þar til hann kom í land árið 1997. Hann flutti til Grindavíkur og tók við rekstri Fiskimjöls og Lýsis, en það fyrirtæki var þá í eigu Samherja en rann síðar inn í Samherjasamstæðuna, meðan Óskar hafði yfirumsjón með rekstrinum. Árið 2006 lagði Óskar síðan land undir fót og flutti með fjölskylduna í nágrenni Cuxhaven í Þýskalandi, þar sem hann réð sig sem framkvæmdastjóra útgerðasviðs EU útgerðar Samherja. Þar hefur Óskar staðið í brúnni í nærri 14 ár og meðal annars haft yfirumsjón með nýsmíðaverkefnum á sama tíma og hann hefur verið vakinn og sofinn yfir daglegri útgerð skipa Samherja, sem eru gerð út undir mismundandi þjóðfánum Evrópusambandsríkja.>
"Þetta eru búin að vera góð ár og í raun forréttindi að hafa fengið tækifæri til .....

Samherji Ísland hlýtur jafnlaunavottun

Samherji Ísland ehf. hlaut á dögunum jafnlaunavottun sem staðfestir að fyrirtækið uppfyllir kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST:85 2012 og kröfur laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. BSI á Íslandi, sem er faggiltur vottunaraðili, tók út jafnlaunakerfi fyrirtækisins í desember og janúar síðastliðnum. Vottunin felur í sér að stjórnunarkerfi Samherja Íslands virki sem skildi, en kerfið á að tryggja að málsmeðferð og ákvörðun í launamálum byggist á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun.

Þungur áfellisdómur yfir stjórnendum Seðlabanka Íslands

- Höfðu í hótunum  við bankaráðið
Í dag, 26. febrúar 2019, leit loks dagsins ljós greinargerð bankaráðs Seðlabanka Íslands til forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur, sem ráðherrann óskaði eftir 12. nóvember sl.
Í greinargerðinni kemur fram að seðlabankinn hefur ekki einungis beitt fyrirtæki og einstaklinga fordæmalausri og tilefnislausri valdníðslu heldur einnig freistað þess að beita sömu framgöngu gagnvart öðrum stjórnvöldum, Umboðsmanni Alþingis og nú síðast sjálfum forsætisráðherra. Þannig gerði bankinn tilraun til þess að koma í veg fyrir að bankaráðið svaraði bréfi forsætisráðherra með yfirlýsingum og hótunum um að þar væri um brot á trúnaði að ræða.
Bankaráðið og einstakir bankaráðsmenn sem skila sérstökum bókunum, fordæma harðlega með margvíslegum hætti og orðalagi framgöngu seðlabankans  í málefnum Samherja og annarra sem urðu fyrir barðinu á bankanum. Fjallað er um lítt dulda misbeitingu valds af hálfu stjórnenda seðlabankans og hversu langt þeir hafa gengið til að freista þess að viðhalda ólögmætum ákvörðunum sínum.
Hér að neðan má lesa nokkur ummæli úr bókunum og niðurstöðum bankaráðsins:

Forherðing

Á vef Seðlabanka Íslands var í gær, 19. febrúar 2019, birt frétt sem ber yfirskriftina „Í tilefni álits umboðsmanns Alþingis“. Í fréttinni er að finna útlistun á mati „Seðlabankans“ á áliti umboðsmanns Alþingis í máli nr. 9730/2018, sem birt var 25. janúar 2019, og varðaði meðferð Seðlabanka Íslands á kröfu Þorsteins Más Baldvinssonar (ÞMB) um afturköllun stjórnvaldssektar sem bankinn hafði gert honum fyrir ætluð brot gegn lögum og reglum um gjaldeyrismál. Í áliti umboðsmanns Alþingis er komist að þeirri niðurstöðu að meðferð Seðlabanka Íslands á málinu hafi ekki verið í samræmi við lög, auk þess sem umboðsmaður Alþingis fer þar afar hörðum orðum um stjórnsýslu bankans að öðru leyti.

Við lestur fréttarinnar vekur fyrst athygli sú staðreynd að

„Hann er ekki guð og hann er ekki óskeikull og hann er ekki dómstóll”

Þessi fordæmalausu orð lét seðlabankastjóri hafa eftir sér um umboðsmann Alþingis í útvarpsviðtali þann 22. nóvember 2015 í tilefni bréfs umboðsmanns Alþingis frá 2. október sama ár. Athugasemdin ber þess keim að seðlabankastjóri hafi ekki ætlað sér að bregðast við athugasemdum umboðsmanns um stjórnsýslu bankans og á ótrúlegan hátt komst hann upp með það.
Seðlabankastjóri hefur gert sér grein fyrir því að gjaldeyrisreglurnar hafi ekki geta verið grundvöllur aðgerða allt frá árinu 2011. Á blaðamannafundi 21. september 2011 lét hann eftirfarandi orð falla:

Bréf til bankaráðs SÍ

Akureyri, 19. desember 2018
Þann 20. ágúst síðastliðinn sendi ég bréf á bankaráð þar sem óskað var eftir tilteknum upplýsingum. Var á það minnt að bankaráð hafði ekki, þrátt fyrir fögur fyrirheit, svarað fjölmörgum erindum Samherja árið 2017. Þann 14. september staðfesti formaður bankaráðs móttöku erindisins og tilkynnti að það yrði afgreitt síðar. Engin frekari viðbrögð hafa borist frá bankaráði. Viðbrögðin báru því keim af viðbrögðum varaformanna bankaráðs undanfarin tvö ár þar sem svar af þessu tagi þýddi í reynd afsvar, ekki var von á frekari svörum af hálfu bankaráðs. 
Í kjölfar dóms Hæstaréttar um ólögmæti stjórnvaldssektar sem seðlabankinn lagði á Samherja, óskaði forsætisráðherra þann 12. nóvember, eftir greinargerð frá bankaráði um meðferð bankans á Samherja og veitti til þess frest til 7. desember. Þann dag óskaði

Hvenær er maður saklaus?

Grein Jóns Kjartans Jónssonar framkvæmdastjóra fiskeldis Samherja á blaðsíðu 17 í Fréttablaðinu í dag 30.nóvember 2018.
HVENÆR ER MAÐUR SAKLAUS?
Það þarf ekkert að vorkenna okkur. Reksturinn gengur vel, fyrirtækið er flott með frábæra starfsmenn og eigendur. Fyrir mörg okkar er þetta fyrirtæki og starfsmenn þess hluti af fjölskyldu okkar. Þannig hefur það verið í áratugi. Þegar sótt er að fjölskyldum standa þær saman. Þannig hefur okkur öllum tekist að standa saman gegnum þennan endalausa aurburð frá einni af æðstu stofnun þjóðarinnar. Við töldum okkur allan tímann hafa verið .......