Starfsfólkið á aðalskrifstofu Samherja á Akureyri tekur heils hugar þátt í Bleika deginum.og sýnir með því samstöðu í baráttunni gegn krabbameini hjá konum.
Samherji vekur athygli á umfjöllun um húsleit Seðlabanka Íslands hjá Samherja í þættinum Atvinnulífinu, sem fjallar um gjaldeyriseftirlit Seðlabankans. Þátturinn var á dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar og einnig er hægt að sjá hann á þessum tengli:
Í tilefni þess að Kaldbak EA 1, hinu nýja skipi Útgerðarfélags Akureyringa, var formlega gefið nafn, við þau tímamót að 70 ár eru liðin frá því Kaldbakur EA 1, fyrsta skip Útgerðarfélags Akureyringa, kom til landsins og að 19. ágúst sl. voru liðin 60 ár frá því að frystihús ÚA var tekið í notkun, var samfélaginu færð skíðalyfta að gjöf. Það var Helga Steinunn Guðmundsdóttir, fyrir hönd Samherjasjóðsins, sem afhenti stjórn Vina Hlíðarfjalls gjafarbréf um lyftu, bolta og vír og flutning á því til Íslands.
Hinu nýja og glæsilega skipi Kaldbaki EA 1 var formlega gefið nafn við hátíðlega athöfn kl.14.00 laugardaginn 26.ágúst. Athöfnin fór fram á Togarabryggjunni við ÚA og Kolbrún Ingólfsdóttir, einn eigenda Samherja gaf nýja skipinu nafn með formlegum og hefðbundnum hætti. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja, Matthías Rögnvaldsson, forseti bæjarstjórnar Akureyrar og Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra fluttu ávörp við þetta tilhefni og leikur Lúðrasveitar Akureyrar jók á hátíðleika athafnarinnar.
Eftir athöfnina á bryggjunni var boðið upp á veitingar í matsal ÚA.
Þar var þess minnst að 70 ár eru liðin frá því Kaldbakur EA 1 fyrsta skip Útgerðarfélags Akureyringa kom til landsins og að 60 ár eru liðin frá því að frystihús ÚA var tekið í notkun. Af öllum þessum tilefnum færði Samherjasjóðurinn Vinum Hlíðarfjalls að gjöf Skíðalyftu, afhenta á Akureyri.