Blása til nýrrar sóknar í atvinnumálum Eyjafjarðarsvæðisins
21.12.2023
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf., og Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja hf., hafa stofnað félagið Drift EA með það að markmiði að byggja upp frumkvöðla- og nýsköpunarstarf á Eyjafjarðarsvæðinu. Þar munu frumkvöðlar og fyrirtæki fá aðstöðu og stuðning við að vinna hugmyndum sínum framgang innan og utan landsteinanna.